Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1949, Qupperneq 82

Kirkjuritið - 01.09.1949, Qupperneq 82
240 KIRKJURITIÐ en bergmál af skoðunum annarra, helzt útlendra manna, sem þeir treysta meir en sjálfum sér í svipinn til að hafa ein- hverja skoðun. Þetta kemur t. d. fram í grein Gunnars Bene- diktssonar, fyrrum prests, sem hreinskilnislega viðurkennir, að hann hafi enga lífsskoðun, en sé bara kommúnisti. Stað- festir grein hans þetta fullkomlega. Aftur á móti skjátlast honum mjög í því, er hann getur ómögulega fundið (á bls. 78), að hann hafi nokkru sinni lifað í trú, því að Gunnar hefir alla tíð verið trúmaður mikill. Þegar hann þjónaði kirkjunni, trúði hann á Guð almáttugan, en nú trúir hann aðallega á „Bóndann í Kreml,“ og þarf til þess ekki svo litla trúarhæfi- leika. Að vísu mundi það áður fyrr hafa verið talin villutrú, að hætta að dýrka skaparann, en fara í stað þess að dýrka skepnuna. En trú er það engu að síður, þó lágt sé á henni risið. Segir hann, að nú sé það „runnið upp“ fyrir sér, að „bölvaldur mannlífsins muni ekki eiga rót sína í andlegu ásig- komulagi mannkynsins," heldur eigi hinar andlegu veilur rætur í félagslegu efnahagsástandi. Þessi speki, sem er hrein- ræktuð efnishyggja, er þá trú Gunnars nú sem stendur, því að lífsskoðun hefir hann enga samkvæmt sjálfs sín vitnis- burði, og hefir aldrei haft. Og ekki hefir hann heldur skilið þetta, því að hin rökfræðilega undirstaða Marxismans segir hann að sér hafi ævinlega legið í léttu rúmi. Hér er því um að ræða algerlega trúarlega afstöðu í versta skilningi þess orðs, það er að segja: sauðtrygga og gagnrýnislausa gleypi- girni þess, sem í hann er látið af postulum Stalíns. Öllu því er rennt niður í sælli hrifning! Er þá eigi að undra, þó að ályktanir hans verði jafnöfgafullar og fáránlegar og í ljós kemur í niðurlagi greinarinnar, þar sem hann virðist ímynda sér, að „lygin sé orðin æðsta lífshugsjón hávaðans af æðstu menntastofnunum heilla þjóðfélaga, þar á meðal sumra hinna voldugustu hér á jörðunni," og að opinberar frétta- stofnanir og allur þorri blaða hér og erlendis eigi sér „ekkert annað takmark en að veita sem falskastar hugmyndir um alla þá hluti, sem mestu varðar (þ.e. kommúnismann.)“ Þessir afneita ekki sínum meistara, þótt öndvert blási! Þrátt fyrir hina ægilegu siðspillingu vestrænna ríkja, vonar Gunnar að verða sjónarvottur hinna dásamlegustu hluta, þegar sælu- ríki kommúnista rennur upp.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.