Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1955, Page 30

Kirkjuritið - 01.04.1955, Page 30
172 KIRKJURITIÐ skoðanir fyrri tíðar manna getur ekkert bundið oss, nema vaninn einn. Kringum það verður aldrei komizt, að heimsslit og endurkoma gerðust ekki með þeim hætti, sem Jesús boðaði og vænti. En þó að vér komumst að þeirri niðurstöðu, að hann hafi að þessu leyti verið barn síns tíma, þá er persónuleiki hans þó svo stór í þessari trú, fórnarlund hans og miskunnar- lund svo mikil, glöggskyggni hans á það, hver verða ættu grundvallarlög og einkenni hins komanda ríkis og hverjir væru hæfir inn í það að ganga, að samt hlýtur hann um alla tíma að verða andlegur drottinn vor. Hollusta við sannleikann í þessu máli er jafnnauðsynleg og alls staðar annars staðar. Það er lítil trú, sem kveinkar sér við að játa óhrekjandi staðreyndir. Það, að halda dauðahaldi í úreltar skoðanir, eftir að vér vitum að þær eru blekkingar, hjálpar engum. En sannleikurinn verður ævinlega til ávinnings, hversu erfitt, sem vér eigum með að sætta oss við hann. Guðsríkisboðun nútímans. Skoðun nútímaguðfræðinnar á eðli guðsríkisins og skilyrð- unum fyrir komu þess skapar viðhorf í andlegum efnum, sem áþekkt er því, er áður var í frumkristninni. Aftur, eftir alda- raðir, er guðsríkið orðið að lifandi veruleika í hugum manna, ríki, sem unnt er að trúa á. Og mannkynið er aftur tekið að skilja, hvað það raunverulega þýðir. Enn getum vér litið svo á, að Jesús sé stofnandi ríkisins með þeim sterku áhrifum, sem kærleiksandi hans kom til að hafa á örlög heimsins og með sinni hetjulegu kærleiksfórn. En vér megum ekki lengur vaða í þeirri villu, eins og kynslóð- irnar á undan oss, að halda að oss höndum og vænta þess, að guðsríkið komi af sjálfu sér og án vors tilverknaðar, við enda- lok tímanna. Hver stund, sem vér lifum, krefst þess, að vér vinnum með meistaranum og í anda hans. Hið ægilega ástand nútímans sýnir oss, að ef vér ekki tökum sinnaskiptum og vinnum með ugg og ótta að því, sem guðsríki heyrir til, mun- um vér farast. Við oss blasir tortíming, ef lengra verður haldið eftir leiðum guðlausrar efnishyggju. Spurningin, sem allt veltur á, er sú, hvort mannkynið vill nota þá krafta, sem vísindin hafa lagt því í hendur, til ham- ingjusamlegra hluta eða fjandskapar og eyðileggingar. Eins

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.