Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1955, Qupperneq 23

Kirkjuritið - 01.11.1955, Qupperneq 23
FRÆÐ ÞÚ ÞÁ UNGU UM VEGINN 405 hefir einn fund vetrarins. Þáttur sveitanna er me3 ýmsu móti, söngur, hljóðfæraleikur, leikþáttur, upplestur, ávörp o. s. frv. Hæfileikar hinna einstöku félaga, framtakssemi þeirra og dugn- aður ræður miklu, um hvað gert er. Starf sveitarforinganna er að sjá um fundarsókn hinna einstöku sveita. Þeir minna félaga sína á fundina, og það er þeirra heiður, er sveitir skara framúr. Stöðugt fundarefni er framhaldssaga, stundum eru sýndar kvik- myndir. Einnig kemur fyrir að flutt er ýmiskonar dagskrárefni, sem tekið er upp á segulbandstæki, sem félagið á. Fundunum) lýkur með sambæn og lokasöng. Síðan 1947 hafa árlega verið haldnir almenn- Hinir almennu ir kristilegir æskulýðsfundir í samkomustöð- seskulýðsfundir. um Akureyrar. Æskan og allur almenningur hefur sótt fundina. Aðsóknin hefur stundum verið svo mikil, að stór fjöldi fólks varð frá að hverfa. Sérstök áherzla hefir jafnan verið lögð á almennan söng. Fundargestir hafa lært lög á fundunum og sungið við raust í fundarlok. Sein- asti almenni fundurinn fór fram í kirkjunni. Unga fólkið sér um störfin, flytur ávörp og annað fundarefni. Meðan skólar starfa kemur mánaðarlega út blað — Æskulýðs- blaðið, — Flytur það greinar, fréttir, sögur og fl. — Fyrir nokkr- um árum eignaðist félagið tvo kappróðrarbáta, og hafa drengir stundað allmikið kappróður á sumrin, keppt á sjómannadaginn °g á haustin. Ungum er holt að stunda íþróttir, einnig á því sviði er hægt að beita kristilegum áhrifum. En íþróttir mega ekki fara út í öfgar, og ekki mega þær heldur raska helgi stór- hátíöanna. Þegar haustar og námstími bamanna í skólum Hvenær byrjar fer í hönd, mæta bömin prestunum og spyrja: kirkjan? „Hvenær byrjar kirkjan?" Spurningin kemur líkt og hressandi vorblær á móti manni. Það er ósegjanleg gleði samfara því að finna áhugann hjá öðmm. í vor heyrði ég móður segja frá atviki, er skeði heima hjá henni. ^arnið hennar lá veikt í rúminu. Kirkjuklukkurnar hringdu til a<5 kalla á börnin í sunnudagaskólann. Móðirin heyrði bamið Sráta. Þá hélt hún að sjúkdómurinn væri að versna. „Af hverju ertu að gráta, barnið mitt?“ Hún fékk svarið: „Vegna þess að eS get ekki farið upp í kirkjuna." Og móðirin gat ekki huggað hamið fyrr en hún var búin að lofa því, að það skyldi fá að fara

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.