Frón - 07.07.1919, Síða 2

Frón - 07.07.1919, Síða 2
302 FRÓN II æstiréttur fluttur lieiiti. í nærfelt 7 aldir hefir æðsta dóms- vald f íslenzkum málum verið í öðru ríki, í mörg hundruð mílna fjarlægð, þar sem margt er ólíkt og hér, með- al annars tungan, svo þýða varð öll málsskjölin svo að dómendur og mál- flytjendur skyldu. Auk þess sem breyting þessi er sjálfsögð, — því fullvalda ríki getur varla sóma síns vegna, látið dóm- stóla annarra þjóða dæma um mál þegna sinna — er húa að sjálfsögðu hið mesta gleðiefni öllum þeim er við málarekstur verða riðnir, að geta nú fengið fullnaðarúrslit mála sinna í sínu eigin landi. Ætti það og að vera ólíkt hagkvæmara að ö!lu leyti að tá mál sín dæmd hér, heldur en að þurfa að leggja í mikinn kostnað og fyrirhöfn, til þess að komast á dómsstaðinn, og skilja þá ef til vil! ekki það sem fram fer í dómnum Birtum hér nokkra kafla úr frumv. því er stjórnin leggur nú fyrir Al- þingi um þetta mál. 1. kafli Almenn ákvœði. 1. gr. Stofna skal hæstarétt á ís- landi, og er dómsvald hæstaréttar Danmerkur í íslenzkum málum jafn- framj afnumið. 2. gr. Lundsyfirdóminn í Reykja- vík skal leggja niður, þegar hæsti- réttur tekur til starfa. Til hæstarétt- ar má skjóta málum þeim, sem dæmd hafa verið eða úrskurðuð í héraði, samkvæmt þv/, er í lögum þessum segir. 3. gr. Synodairéttinn skipa 5 dóm- endur, dómstjóri hæstaréttar sem formaður, 2 hæstaréttardómarar, hin- ir elstu að embættisaldri, og 2 guð- fræðingar, er dómstjóri kveður ti). Dómur þessi skal vera æðsti dóm stóll í málum þeim, sem að lögum heyra undir prófastsdóm f héraði og í málum gegn biskupum út af sam^ svarandi afbrotum og þeim afbrot- um’ annara kennimanna þjóðkirkj- unnar, er prófastadómur tekur yfir. 2. kafli. Um skipun hœstaréttar 0. fl. 4. g’r.' Hæstarétt skipar dórnstjóri Og 4 meðdómendur, og veitir kon- ungur þau embætti. Dómstjóri hefir að launum IOOOO kr. á ári og hæsta- réttardómarar 8000 kr. 5. gr. Eigi má dóminn setja með færri dómendum en 5. Ef autt verður sæti dómstjóra, skal sá hæstaréttardómari, sem lengst hefir gegnt því embætti, stýra dómi. Ef autt verður sæti hæstaréttar- dómara, skipa kennarar lagadeildar háskólans það eftir þeim reglum, sem gilt hafa um landsyfirdóminn. 6 gr. H^staréttardómari hver skal, auk almennra dómaraskilyrða, full- nægja eftirfarandi skilyrðum: 1. Hafa lokið lagaprófi með 1. einkunn. 2. Hafa verið 3 ár hið skemsta dómari í landsyfirréttinum, skipaður kennari í lögum við háskóiann, skrif- stofustjóri í stjórnarráðinu, dómari (bæjarfógeti) í eiahverjum af ka«p- stöðum landsins eða málaflutnings- maður við hæstarétt. Rétt er að skipa þann hæstarétt- ardómara, sem hefir gegnt samanlagt alls 3 ár fleiri en einni af áðurnefnd- um stöðum. Þiggja má undan þessu skilyrði, ef hæstiréttur mælir með því og telja má dómaraefni sérstak- legá hæft. 3, Sé 30 ára gamall. 4. Hafa sýnt það með því að greiða íyrstur dómsatkvæði í 4 mál- um og sé að minsta kosti eitt þeirra einkamál, að hann sé hæfur til þess að skipa sæti í dóminum. 7. gr. Eigi má hæstaréttardómari taka þátt í meðferð máls, 1. Ef hann er sjálfur aðili eða úr- slit þess skifta hann máli. 2. Ef hann er skyldur eða mægð- ur aðilji í einkamáli eða ákærum f opinberu máli að feðga tali eða niðja eða að öðrum til hliðar eða nánari, eða ef hann er maki aðilja eða á- kærðs, fjárhaldsmaður, kjörfaðir eða fósturfaðir, kjörsonur eða fóstursonur. 3 Ef hann er skyldur eða mægð- ur málflutningsmanni að feðgatali eða niðja, eða maki hans, kjörfaðir eða kjöiíonur, fósturfaðir eða fóstur- sonur. 4. Ef hann hefir leiðbeint aðilja í málinu eða flutt það eða verið vitni í því eða matsmaður. 5 Ef hann hefir felt dóm eða úr skurð í málinu í héraði. 6 Ef svo er sð öðru leyti ástatt, að telja má hætt við að hann geti eigi Iitið óhlutdrægt á málavexti. 8. gr. Bæði aðiljar, dómari sjálfur og aðrir dómendur í hæstarétti, gefa krafist þess eða átt frumkvæði að því að dómari víki úr sæti í einstöku máli af ástæðum þeim, er í 7. gr. segir. Dómurinu úrskurðar þau atriði allur í heild sinni. 9. gr. Konungur skipar hæstarétt- arritara. Skal hann hafa að byrjunar árslaunum 3500 kr., er hækki um Joo kr. á hverjum 3 ára fresti uns þau hafa náð 5000 krónum. Hæstaréttarritari skal hafa lokið lagaprófi og að öðru leyti fullnægja almennum skilyrðum til þess að vera dómari á íslaudi. 10. gr. Hæstaréttarritari hefir þessi störf á hendi.: 1. Gefur út stefnur til ha^faréttar. 2. Heldur bækur hæstaréttar. 3. Annast upplestur skjala í dóm- inum og tilkynningar frá honum, þinglýsingar o. s. frv. 4. Lætur í té eftirrit af bókum dómsins og skjölum. 5 Varðveitir skjöl dómsins og bækur. 6. Tekur við dómsgjöldum og stendur skil á þeim, og heldur aðra reikninga dómsins. 7. Ianir þau önnur störf af hendi, er lög mæla, í þarfir domsins. Samsvarandi störf öll vinnur hæsta- réttarritari fyrir synodalrétti. 11. gr. Hæstiréttur heldur þessar bækur: I. Þingbók, og skal skrá í hana ágrip af því, er í hverju þinghaldi gerist. 2. Dómabók, og skal rita í hana dóma alla og úrskurði. 3. Atkvæðabók, og skal skrá í dómsatkvæði og úrskurða. 4. Málaskrá, og skal rita í hana skýrslu um öll mál, sem til dómsins er skotið, hvenSer stefna hafi verið gefin út í hverju máli, í hvaða mán- uði það skuli þingfesta, og hvaða dag það hafi verið þingfest og hva nær dæmt, hvort ný gögn o. s. frv. hafi verið framlögð, hvenær það hafi verið dæmt o. s. frv. 5 Dagbók. 6. Bréfabók. 7. Aukatekjubók. 8. Þinglýsingabók og yfirlýsinga. Dómsmálaráðherra getur sett nán- ari reglur um bókhald. 12. gr. Hæstiréttur slcal haldinn í Reykjavík. Dómsmálaráðherra ákveður að öðru leyti að fengnum tillögum hæsta- réttar, hvar og hvaða daga og á hvaða tíma dags halda skuli dóm- þing, svo og hvenær þingleyfi skuli vera. 3. kafli. Um málafhitningsmenn fyrir hœstarélti. 13. gr. Dómsmálaráðherra getur veitt hverjum þeim, sem er 25 ára gamall, hefir ríkisborgararétt, er fjár síns ráðandi og hefir óflekkað mann- orð, leyfi til málflutningsstarfa í hæstarétti, ef hann hefir: 1. Lokið Iagaprófi með 1. einkunn. 2. Gegnt málflutningsstörfum að afloknu prófi 3 ár annaðhvort á eigin hönd eða á skrifstofu málflutn- ingsmarms eða um jafnlangan tíma gegnt embætti eða stöðu, sem laga- próf þarf til. 2. Sýnt það með flutningi 4 mála, og sé eitt þeirra að minsta kosti opinbert mál, að hann sé að dómi hæstaréttar hæfur til að verða hæsta- réttarmálafíutningsmaður. Enginn má oftar en þrisvar þreyta þá raun, og skal hann, áður en hann gerir það leggja fyrir dóminn yfirlýsingu dóms- málaráðherra um það, að hann full- nægi öðrum lögmættum skilyrðum til að verða málflutningsmaður fyrir hæstarétti. 14 gr. Áður en manni sé veitt leyfí til málflutningsstarfa í hæsta- rétti, skal hann heita því skriflega og leggja þar við drengskap sinn, að flytja með trúmensku og sam- vizkusemi mál þau, er hann tekur að sér. 15- Sr• Fyrir leyfi til málflutnings fyrir hæstarétti skal greiða 200 kr. í rfkissjóð. 16. gr. Hafa skulu hæstaréttar- málfiutningsmenn skrifstofu í Reykja- vík og vera þar búsettir eða f grend Skylt er þeim að inna sjálfum af hendi þau störf fyrir dómi, er aðilj- ar hafa falið þeim. Þegar mál er flutt skrifíega er þeim þó rétt að fela full- trúa sínum eða öðrum hæstaréttar málaflutningsmanni að sækja dóm- þing og leggja fram skjöl eða talca frest. 1 sama skyni geta þeir og annars sent sömu menn í sinn stað, ef þeir geta eigi sjálfir sótt þing sakir skyndilegra nauðsynja. 17. gr. Skylt er hæstaréttarmál- flutningsmönnum að flytja opinber mál, er dómstjóri skipar þá til að sækja eða verja. Annars er þeim eigi skylt að annnst mál manna fyrir * hæstarétti. Nú óskar sökunautur í opinberu máli eða gjafsóknarhafi eða gjafvarn- ar sér skipaðan ákveðinn hæstarétt- armálflutningsmann, og skal honum þá sá maður skipaður, nema ein- hverjar sérstakar ástæður mæli því í gegn. 18. gr. Rétt er aðilja, þar á með fjárhaldsmanni ólögráðs manns og stjórnanda félags eða stofnunar, að flytja sjálfur mál sitt fyrir hæstarétti. Einnig er honum rétt að fela flntn- ing máls síns maka sínum, frændum að feðgatali eða niðja, systkinum sínum, tengdaforeldrum eða tengda- börnum, svo og þjónum er eigi hafa verið sérstaklega ráðnir til máiflutn- ings, enda hafi þeir verið fastráðnir að minsta kosti 6 mánaða tíma. Eigi má maður flytja mál í annars nafni eða fyrir annars hönd eða annars mál í sínu nafni, nema hæstaréttar- málaflutningsmaður sé eða samband hans við aðilja sé slíkt sem nú var mælt. 19. gr. Rétt er hæstaréttarmál- flutningsmönnum að áskilja sér hæfi- Iegt endurgjald fyrir störf sín, þar á meðaT hluta af málsupphæð og hærra endurgjald, ef mál vinst en ef það tapast. , 20. gr. Ef hæstaréttarmálflutnings- maður missir einhvers þeirra skilyrða, sem í 13. gr. segir, þá hefir hann og fyrirgert Ieyfi sínu, meðan svo er ástatt. Sama er, ef hann hefir eigt skrifstofu í Reykjavík eða flyst bú- ferlum. Ennfremur sk«.I dómsmála- ráðherra, ef hæstiréttur leggur það til, svifta málflutningsmann leyfi, ef hann hefir þrisvar sinnum verið sekt- aður af hæstarétti fyrir óhæfilegan drátt á opinberum málum, vísvitandi ósannindi { sókn eða vörn eða önn- ur slórkostleg skyldubrot. I sárum. Saga eftir Ilenryk SienkioTvicz. Frh. »Og þó er hér lýst lífinu eins og það er. Hún fjallar um kon- ur, sem . . « »Hvað varðar mig um konurI« »Áður stóð þér þó ekki á sama um þær«. Schwarz svaraði engu, en varð hugsi. Eftir stundarþögn sagði hann: »Hvernig líður Helenu, liefir hún komið hingað?« »Já, hún hefir komið hingað«. »Og hvar er hún nú?« • »Nú er hún veik — mjög veik«. Schwarz var rólegur og kæru- leysislegur á svipinn. »Hvað gengur að henni?« spurði hann. »Hún-------nei annars, það er bezt að eg segi þér sannleikann. Hún er ekki lertgur álífi. Hún — — druknaðk. 7

x

Frón

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/451

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.