Frón - 07.07.1919, Blaðsíða 3

Frón - 07.07.1919, Blaðsíða 3
FÍR'ÓIN 303 Ósjálfráður titringur fór um andlitið á Schwarz. Hann reyndi að rísa á fætur i rúminu, en lét svo brált fallast niður á koddann aftur. »Var það af slysi eða með vilja?« spurði hann. »Vertu nú rólegur, Schwarz, þú mátt ekki tala mikið. Eg slcal seinna segja þér alt«. Schwarz sneri sér til veggjar og sagði ekkert. 1 þessu bili kom spítalaþjónninn inn. »Frú Witzberg langar til að fá að tala við yður«, sagði hann við Augustinowicz. Augustinowicz fór út á eftir honum. Frú Witzberg stóð á ganginum. Hefir nokkuð komið fyrir?« spurði hann með ltvíða í rödd- inni. Er nokkur veikur? »Nei, nei«. »Hvað er þá að?« »Lula er farin«, sagði frú Witz- berg með grátstaf í kverkunum. »Er langt síðan?« »Hún fór í gærkvöld. Eg heíði átt að koma liingað fyrir löngu, því það er víst vika síðan eg hef frétt af Schwarz, en Malinka var svo sorgbitinn og grét svo mildð, að eg hef ekki viljað yfirgefa hana. Og Lula er farin«. »Hvers vegna fór hún?« »Það er bágt að segja. Hér um bil þrem vikum eftir að Schwarz veiktist, heimsótti Pelski okkur aftur og skömmu síðar bað hann Lulu á ný. Það hrygði hana mjög, þvi veslings maðurinn var svo innilega ástfanginn í henni. En hún hafnaði honum samt og færði til þá áslæðu, að hún gæti ekki gifl sig án þess að elska. Mér geðjaðist nú aldrei vel að Pelslti; en það gat nú verið rangt af mér. En okkar göfuga og hug- rakka Lula hafnaði honum. En hún kvaddi liajpn án þess að bera til hans nokkurn kala, og senni- lega hefir Pelski útvegað henni stöðu í Odessa. Þér getið gert yður í hugarlund hve hissa við urðum, þegar hún sagði okkur fyrir fám dögum, að það hefði að eins verið vegna veikinda Schwarz að hún væri ekki enn farin, en þar sem hann væri nú i afturbata, þá vildi hún nú ekki lengur vera olckur til þyngsla. Hún kvaðst sjálf ætla að vinna fyrir sér og kvaðst fara til þess. Guð minn góður! eins og hún hafi nokkurn tíma verið mér til þyngsla. Malinka hefir lært af lienni látprýði og margskonar mentun. Og auk þess elskaði eg hana eins og mína eigin dóttur«. Aumingja gamla konan var mjög hrygg. Augustinowicz varð hugsi og sagði svo að lokum: »Kæra frú Witzberg, eg skil Lulu. Þegar þér tókuð liana að yður, var hún enn þá barn, og hélt auk þess, að þér hefðuð tek- ið hana að yður einungis vegna þess, að hún var greifadótlir. Nú er þetta alt orðið öðru vísi«. »Hef eg þá nokkurn tíma gert nokkuð á hluta hennar?« sagði frú Witzberg. »Það er alls ekki það, sem um er að ræða. Eg skil vel, hve þungt yður hlýtur að falla að sjá af henni og það var ^orglegt, að þér skylduð ekki láta mig vita um þetta fyrri. Kona sú sem Schwarz ætlaði að giftast er ekki lengur á lífi«. »Er hún ekki lengur á lífi?« »Nei, en hins vegar er þessi burtför Lulu engan vegin hættu- leg. Schwarz á enn eftir að lúka prófi og verður um fram alt að hugsa um það, því af því á hann að lifa. Þegar hann er búinn með það, getur hann fundið hana i Odessa. Schwarz hefir breyst mikið. Það spillir engn að Lula tók þelta til bragðs og í minum augum hefir hún að eins vaxið við það«. Þegar frú Witzberg fór var henni þungt um hjartarætur. Augustinowicz stóð stundarkorn kyr í sömu sporum. Svo hristi hann höfuðið og sagði við sjálfan sig: »Hún hefir hafnað^ Pelski í annað sinn — og ætlar sjálf að hafa ofan af fyrir sér! Schwarz! Schwarz! Slikur sigur er dásam- legur, já, jafnvel þó hann liefði kostað þig enn meiri þjáningar«. Hann fór inn í sjúkraherbergið. »FIvað vildi hún?« spurði Scliwarz kæruleysislega. Lula er farin til Odessa«. »Það var sorglegt. Lula var gott barn«. Augustinowicz beit saman tönn- unum og svaraði engu. Loksins fór Scliwarz af spítal- anum og mánuði siðar hatði liann lokið prófi. Góðviðrisdag einn um haustið, gengu báðir vinirnir lieim á leið, með próf- sldrleinin í vösunum. Á andliti Schwarz mátti enn sjá þess menj- ar, að hann hefði legið veikur,— annars var liann vel hress. Á leiðinni töluðn þeir saman um liðna tímann. Við skulum setjast þarna á bekkinn«, sagði Augustinowicz, þegar þeir komu inn í lystigarð- inn. »Veðrið er svo yndislegt og geislar haustsólarinnar koma manni í gott skap«. Þeir settust og Augustinowicz hélt áíram kátur: »Eiginlega áttum við nii að hafa fengið þessi skirteini í hendur fyrir þrem mánuðum, þó að við fáum þau nú fyrst í dag«. »Já, og nú er komið haust«. »Já, blöðin falla af trjánum og fuglarnir leita til súðrænni landa«, sagði Augustinowicz og bætti svo víð með lágri rödd: »Ætlar þú líka að halda i suð- urátt ?« »Eg? Hvert þá?« »Til Svartahafsins, til Odessa«. Schwarz draup höfði og þagði lengi. Þegar hann loksins leit úpp, var hann næsfum því ör- væntingarfullur á svipinn. Eg elska hana alls ekki lengur, Adam«, hvíslaði hann. Um kvöldið, þennan sama dag, sagði Augustinowicz við Schwarz: »Við eyð.um alt of miklu aí lífsafli okkar í það, að eltast við ástir kvenna — — lífið flýr eins og fugl, kröftum okkar höfum við sóað, og sjálfir liggjum við eftir — sundurflakandi i sárum«. Endir. Stj órnarskrá (grundvallai’lög) fyrir hið rússneska lýðveldi. Saiuþykt á 5. alþjóðarþiugi rússneska lýðveldisins 10. júlí 19i8. Þfiðji kafli. Grundvallarlög lýðveldisins. A. Skipulag miðstjórnarinnar. 6. gr. Allsherjarþing hinna rússuesku vcrka- manna, bænda, kósakka og full- trúa rauðu herdeildarinnar. 24. AHsherjarþing lýðveldisins hef- ir æðsta V3ld herstjórnarinnar á Rúss- landi. 25. Allsherjarþing lýveldisins er skipað fulitrúurn frá borgarstjórnum (einum fullttúa fyrir 25,000 kjósend- ur) og fulltrúum frá íylkjaþingum Iýðvcldisins (einum fulitrúa fyrir hverja 125 OOO fbúa). Athugesemd 1, — Sé fyikjaþing ekki kallað saman áður en allsherj- arþing lýðveldisins mætir skulu full- trúar á allsherjarþingið sendir beint frá héraðsþingum. Athugasemd 2. — Séu miðhéraðs- þing komin saman áður en allsherj- arþingið mætir skulu fulltrúar á alls- herjarþingið sendir af þeim. 26. AUsherjarþing lýðveldisins er kallað saman af framkvæmdarnefnd allsherjar miðstjórnarinnar að minsta kosti tvisvar á ári. 27. Sérstakt allsherjarþing lýð- stjórnarinnar er kallað saman af framkvæmdarnefnd allsherjar mið- stjórnarinnar, þegar henni þurfa þykir eða þegar héraðsstjórn æskir þess, í nafni að minsta kosti eins þriðja hluta allrar þjóðarinnar. 28. Allsherjarþing lýðveldisins kýs framkvæmdarnefnd allsherjar mið- stjórnar, sem ekki sé skipuð fleirum en 200 manns. 29. Framkvæmdarnefnd allsherjar- miðstjórnar ber fulia ábyrgð geröa sinna fyrir ailsherjarþingi lýðveldisins. 30. A milli þinga eru æðstu völd þjóðarinnar í höndum framkvæmdar- nefndar miðstjórnarinnar. 7- gr. Framkvæmdarnefnd allsherjar miðstjórnar. 31. Framkvæmdarnefnd allsherjar miðstjórnar myndar yfir löggjafa- vald, framkvæmdarvald og stjórnvald hins rússneska lýðveldis. 32. Framkvæmdarnefnd allsherjar miðstjórnarinnar hefir umsjón með störfum lýðstjórnarinnar og öllum stofnunum hennar í landinu og hún lítur eftir lögum landsins og sér um framkvæmdir þeirra. 33. Framkvæmdarnefnd allsherjar miðstjórnarinnar yfirvegar allar til- lögur sem fram koma frá fulltrúa- nefndum fólksins eða frá einstökum fulltrúum deildanna, og ræður fram- kvæmdum í þeim efnum. Sömuleiðis kemnr nefndin með cigin tillögur og ákvæði. 34. Framkvæmdarnefnd allsherjar miðstjórnarinnar kallar saman þjóð- þingið og leggur hún þar fram skýrslu yfir gerðir sínar og gerir tillögur um landsmál yfitleitt. 35 Framkvæmdarneínd allsherjar miðstjórnarinnar myndar nokkurs kon- ar ráð með fuiltrúum frá fólkinu sem hefir á hendi aðalumsjón með mál- efnum lýðveldisins. Sömuleiðis'mynd- ar nefndin deildir til þess að líta eftir hinum ýinsu deildum og fram- kvæmir hver einstakur það sem nefndin f heild sinni felur honum. 36. Þeir sem skipa framkvæmdar- nefnd alisherjar iniðstjórnarinnar vinna í hinum ýmsu deildum og framkvæmir hver einstakur það sem nefndin í lieild siuni felur honum. 8. gr. Þjóðfulltrúaráðið. 37- Þjóðfulltrúaráðinu er falið á hendur að frsmkvæma þau atriði sem miðstjórn allsherjarlýðveldisins ákveður. 38. Til framkvæmda gefur Iýðfull- trúaráðið út yfirlýsingar, ákvarðanir og fyrirskipanir, og gerir alt nauð- synlegt til þess að flýta öllum stjórn- arstörfum. 39. Þjóðfulltrúaráðið tilkynnir taf- arlaust framkvæmdarnefnd miðstjórn- arinnar allar tilskipauir og ákvarðanir. 40. Framkvæmdarnefnd miðstjórn- arinnar hefir vald til þess að nema úr gildi allar ákvarðauir og öll fyrir- mæii þjóðfulltrúaráðsins. 41. Allar fyrirskipanir og ályktan- ir þjóðfulltrúaráðsins sem hafa stór- kostlega stjórnmábþýðingu koma fyrir framkvæmdarnefud miðstjórnar- innar til íhugunar. Athugasemd : — Málefni sem þarfu- ast tafarlausra framkvæmda getur þjóðfulltrúaráðið afgreitt og fram- kvæmt beinlínis. 42. Þeir sem skipa þjóðfulltrúa- ráðið eru forstöðumenn hinna ýmsu deilda í stjórninni. 43. Þjóðfuiitrúaráðið er skipað seytján ráðherrum eða embættis- mönuum. Þeir eru þessir: a. — Utanrikisráðherra. b. — Hermálaráðherra. c. — Fiotamálaráðherra. d. — Innanríkisráðherra. e. — Dómsmálaráðherra. f. — Verkamálaráðherra. g. — Félagsvelferðarráðherra. h. — Mentamálaráðherra. i. — Póstmálaráðherra. j. — Þjóðmáiaráðherra, k. — Fjármálaráðherra. l. — Samgöngumálaráðherra. m. — Búnaðarmálaráðherra. n. — Verzlunar- og iðnaðarmálaráðh. o. — Þjóðvistamálaráðherra. p. — Ríkisstjórnarráðherra. q. — Yfirfjármálaráðherra. r. — Iieilbrigðismálaráðherra. Frh.

x

Frón

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frón
https://timarit.is/publication/451

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.