Kirkjuritið - 01.06.1958, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.06.1958, Blaðsíða 26
264 KIRKJURITIÐ Mótstaða sú, sem „Njóla“ fékk hjá almenningi, sýnir bezt, hversu annt mönnum var þá um trú sina, að minnsta kosti um lærdóminn um eilífa glötun; að bera nokkrar brigður á eilífa glötun þótti þá öllum hinum eldri mönnum hin mesta óhæfa og guðleysi. Mér er það í barnsminni, hversu ofl ég heyrði talað um þá villikenningu Njólu, að eilíf útskúfun væri ekki til, man ég eftir þvi, að hinir yngri menn, sem greindir voru, féllust á skoðun Njólu, að eilíf útskúfun væri ekki til, þó þeir þyrðu ekki að fara hátt með og væri í mjög miklum minni hluta. .. . Það er ekki efamál, að á síðustu 40 árum hefir hnignað eigi lítið opinberri bænrækni, kirkjurækni, altarisgöngum og jafn- vel húslestraiðkun, og mikið meiri efi er nú vaknaður um ýms trúaratriði, og það í fullri alvöru en áður var. . . . En þó þessu sé svo háttað, er ég alls ekki viss um, að trúarástandið sé nú í sjálfu sér lakara en áður var, ég er jafnvel þeirrar skoðunar, að það sé að sumu leyti betra. . . . Trúin var oft eins konar sparibúnaður í kveld- og morgunbænum, húslestr- um, kirkju- og altarisgöngum. Bænir manna gátu jafnvel stundum orðið unglingum til athlægis. Ég man eftir, að hjá foreldrum mínum var gamall maður, sem stundum endaði bænir sínar með því að lesa þetta erindi úr „Geðfró“ hátt: „Veiztu það ekki Heljar hundur, að hér ert þú magtarlaus, minn hefur bróðir brotið sundur bölvaðan þinn haus,“ og var ekki laust við, að brosað væri að þessu, enda ætla ég slikar bænir betur ólesnar. Guðsorðalestur var þá víst oft, eins og sjálfsagt enn, fremur vanans en hjartans verk. . . . Ég held, að mönnum skiljist öllu betur nú en þá, að trúin á og þarf át) hafa áhrif á líferniS, og að kærleikskenning lausnarans eigi ekki aðeins að vekja aðdáun vora, heldur öfluga og stöðuga viðleitni, að láta hana hafa áhrif á hugsunarháttinn og breytn- ina. Menn hugsa nú án efa miklu meira um þá trú á full- orðnum aldri, sem þeim hefir verið kennd i æsku, en áður var, af því að þekking manna er orðin miklu meiri og marg-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.