Kirkjuritið - 01.06.1958, Blaðsíða 41

Kirkjuritið - 01.06.1958, Blaðsíða 41
KIRKJURITIÐ 279 til að íramkvæma með eigin höndum það, sem hinn ósýnilegi meistari hans gerir ekki lengur í efnisins heimi. Presturinn er ekki að leika Krist 1 venjulegri merkingu þess orðs, heldur mælir hann orð Krists í raun- verulegu umboði hans, — í hans nafni, eins og kirkjan kemst að orði. Þetta, sem ég hér hefi sagt um altarissakramentið, á raunar við um messugjörðina í heild sinni. Hún er ekki sýning, heldur athöfn, þar sem söfnuðurinn lifir raunverulega það undur að koma til móts við Guð og veita sitt svar við orði hans. Og þetta gerist ekki aðeins með því að mæla fram bænir, syngja sálma eða hlýða á prédikun, heldur með likamlegum athöfnum, svo sem með því að rísa á fætur til virðingar við orð heilagrar ritningar eða með knéfalli, svo sem við altarisgöngu, hjónavigslu og ferm- ingu. öll messan er í rauninni „helgileikur", þó að vitundin um það hafi af ýmsum ástæðum orðið harla óljós. En það á við helgisiði kirkjunnar, sem prestunrinn W. M. Merchant sagði á helgileikaráðstefnunni í Oxford fyrir tveim árum: „Við framkvæmd helgisiða mó viðhafa vissa leiktækni, jafnvel nokkur svipbrigði, en kjarni þeirra er ekki eftirlíking, heldur túlk- un raunverulegra staðreynda." Sænska skéldið og presturinn Olov Hart- mann hefir einnig komizt svo að orði, að með þeim helgileikum, sem hugsaðir eru sem helgiathafnir, hafi leiklistinni aftur verið borgið frá blekkingunni og inn í heim virkileikans. Báðir eiga við hið sama. í Svíþjóð starfar félag, sem nefnist „Förbundet för liturgi och dramatik" (skammstafað FLOD), og er Olov Hartmann aðalleiðtogi þess, en með honum starfar leikstjórinn Tuve Nyström. Olov Hartmann er forstöðu- maður Sigtunastofnunarinnar, sem margir Islendingar þekkja af eigin kynnum. Hann er vel kunnur sem skáld og rithöfundur. Ég hefi fengið tækifæri til að kynnast þessum mikla gáfumanni og hlýða á hann bæði á kirkjulegum fundum og rithöfundamóti. Hann hefir sjálfur samið nokkra helgileiki, sem leiknir hafa verið í heimalandi hans og annars staðar, meðal annars í Danmörku, Englandi og Ameríku. Hartmann hefir gert manna mest að því að skýra fræðilega eðli helgileikanna, og er stefna hans i sem fæstum orðum þessi: Helgileikurinn er kirkjuleg athöfn, — ekki aðeins til sýnis fyrir áhorf- endur, heldur til þátttöku fyrir söfnuð. Gerð hans miðast við kirkjuhúsið °g stendur í nánu sambandi við aðrar helgiathafnir, sem framkvæmdar eru í kirkju. Leikendurnir eru sjálfir í söfnuðinum, að sínu leyti eins og organisti og söngfólk, sem þjónar við athöfnina. Milli þeirra og fólksins á ekki að vera neinn skilveggur eða breitt bil. Hér eiga að gilda sömu sjónarmið og við messugjörð, þótt formið sé annað. Þetta er undirstrikað með ýmsu móti við flutning leiksins. Hvorki

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.