Kirkjuritið - 01.06.1960, Page 45

Kirkjuritið - 01.06.1960, Page 45
Karel Capek: Marta og María. Er þeir nú voru á ferð, kom hann inn í þorp nokkurt. En kona ein að nafni Marta tók á móti honum í hús sitt. Og hún átti systur, er hét María; hún settist við fætur Drottins og hlýddi á orð hans. En Marta var önnum kafin við mikla þjónustu. Og hún gekk til hans og mælti: „Herra, hirðir þú ekki um það, að systir mín lætur mig eina ganga um beina? Seg þú henni að hjálpa mér.“ En Drottinn svaraði og sagði við hana: „Marta, Marta, þú ert áhyggjufull og mæð- ist í mörgu, en eitt er nauðsynlegt. María hefur valið góða hlutann, hann skal ekki verða tekinn frá henni." (Lúkas X, 38—1^2). Þetta kvöld leit Marta inn til Tamöru, grannkonu sinnar, k°nu Jakobs Griinfelds, en hún lá á sæng; og þegar Marta sá, að eldurinn var næstum kulnaður, bætti hún á hann nokkrum viðarbútum og settist við eldstæðið til að lífga eldinn. Og þegar fór að loga, starði Marta í eldinn og þagði. Þá sagði frú Tamara: „Þér eruð svo góð, Marta — svo hugs- unarsöm. Ekki veit ég, hvernig ég get launað yður það.“ En Marta svaraði engu, né heldur leit hún upp frá eldinum. E*á spurði frú Tamara: „Er það satt, Marta mín, að Rabbí- inn frá Nazaret hafi verið hjá ykkur í dag?“ Og Marta svaraði: „Já, hann var það.“ °g frú Tamara spennti greipar og sagði: „En gaman fyrir ^kur, ungfrú Marta. Ég veit, hann hefði ekki farið að koma ® okkar, en þér eigið það skilið. Þér eruð svo mikil hús- hióðir “ ^á laut Marta niður að eldinum, ýtti harkalega við sprek-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.