Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1963, Síða 7

Kirkjuritið - 01.12.1963, Síða 7
KIRKJURITIÐ 437 ingar. Að loknu stúdentsprófi var ég ákveðinn í því að halda til náms í byggingarlist, en það var árið 1931 að ég innritaðist í háskólann í Darmstadt í Þýzkalandi, og tók síðar fullnaðar- próf við Dresdenarháskóla í lok ársins 1936. „Hafa nokkrir sérstakir mcistarar hrifiS þig, eSa ákveSinn byggingarstíll? “ Að sjálfsögðu fer ekki lijá því í námi, að ýmsir ágætir meist- arar liafi talsverð áhrif á mann. Hlýtur svo að vera, bæði á skólabekk, og þegar starfsárin taka við. í byggingarlist, og raun- ar öllum listgreinum öðrum, er maður næmur fyrir sterkum og þroskuðum persónuleika þeirra, sem bezt hafa afrekað, og rutt eigin brautir á sínu sviði. Óhjákvæmilegt er einnig að slík álirif geri vart við sig í verkum manns sjálfs þegar frá líður. Einstök nöfn er erfitt að nefna í f jölbreyttum liópi arkitekta og kennara á sviði, sem nær yfir jafn margvísleg verkefni á ólík- um tímum. Bvggingarstíll er margbreytilegur, og erfitt að finna lionum samnefnara. Það, sem gott þótti fyrir aðeins 30 árum síðan, er talsvert öðruvísi metið í dag vegna breyttra viðhorfa í þróun byggingarmála, byggingarefnis og tækni. Saga byggingarlist- arinnar skiptist í ákveðin tímabil, livert mótað af samtíð sinni, —- en þeir meistarar liennar, sem þar og þá voru að verki, og bezt hafa gert, liafa skilað arfleifð, er seinni kynslóðir bafa byggt á. Þróunin lielst þannig í liendur að verulegu leyti, og ábrifa gætir allt frá klassiskum tímum, t. d. Forn-Grikkja, en byggingarlist þeirra er ein af undirstöðunámsgreinum bygg- ingarlistar enn í dag. List verður varla lærð, að öðru leyti en í tæknilegum undir- stöðuatriðum, sem eru sjálfsögð tæki til eigin og sjálfstæðrar listsköpunar. Arkitektinn verður að varast að verða of liáður liinum sí- breytilegu stílgerðum í byggingarlist, eða handliöfum liennar, — kunna að velja og hafna. En vissulega gætir stöðugt mikilla ábrifa í þessum efnum, frá tíma til tírna, frá manni til manns. „HvaS vildirSu helzt segja um byggingarstíl okkar tíma?“ Á síðustu tveim til þrem áratugum hefur orðið stórstíg breyt- ing. Ný og fullkomin tækni — nýtt byggingarefni og öll afstaða L

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.