Kirkjuritið - 01.04.1975, Qupperneq 12

Kirkjuritið - 01.04.1975, Qupperneq 12
Hjá englum er ekkert tóm Gömul helgisögn frá miðöldum segir frá manni einum, sem ekki vildi trúa á tilvist engla. Alex Johnson biskup sagði hana svo: Guð vildi gjarna gefa þessum efa- semdamanni dálitla viðvörun. Því sendi hann dag nokkurn engil niður til aðslást í för með manninum, er hann var einn á skógargöngu. Engillinn fylgdi honum fast og gekk við hlið hans um skóga og engi. Maðurinn skildi, að þetta hlaut að vera engill, því að hann gat bæði séð hann og rætt við hann og komst því í dálitlar kröggur. Að nokkurri stund lið- inni hresstist hann þó nokkuð og sagði við engilinn: — Þú ert nú ekki mjög raunverulegur, svo að ég hef þá á réttu að standa þrátt fyrir allt. — Hvernig þá? svaraði engillinn. — Jú, þegar við komum að trénu, sem hafði fallið þvert yfir götuna, varð ég að klöngrast yfir það með mestu erf- iðismunum, en ég tók eftir, að þú gekkst bara þvert i gegnum það. Og einmitt þar, sem stór steinn lokaði götunni, varð ég að taka á mig krók, en þú gekkst bara beint í gegnum steininn. Þú getur þá ekki verið raunverulegur? — Tja, sagði engillinn, ég held ég muni það frá því að við gengum yfir mýrarnar þarna fyrir handan, að þar voru nokkrir þokubólstrar. Þú gekkst beint i gegnum þokubólstrana. Það var dálítið athyglisvert. — Að sjálfsögðu, anzaði maðurinn, ég gat gengið gegnum þokubólstrana, vegna þess að ég er úr miklu þéttara efni en þokan. — Einmitt, sagði engillinn. Það er þess vegna, sem ég geng í gegnum tré og steina. Ég er úr miklu þéttara efni. Og, bætir biskupinn við, steinn er að- allega tómið á milli sameindanna. Hjá englunum er ekkert tóm. Þar er allt andi. En Guð gaf mér trúna eftir því, sem ég óx og fann þörfina á frelsara og Drottni. Þetta samtal getur t. d. ekki þvingað neinn til að trúa á Jesúm, en biðji einhver Guð, þá trúi ég því, að Guð muni einhvern dag vekja þá trú til lífs í honum. Og þá verður mikil breyting. Þá verður honum Ijóst, að þetta gerbreytir öllu lífi hans. Þá verð- ur það, að Jesús er lífs, ekki einungis vitneskja um eitthvað, sem gerðist, heldur játning einstaklings. Þá erum vér komin í ný tengsl, — Jesús lifir og vér eigum að lifa, — og í þeim verður jafnt fortíð vor, framtíð og nú- tíð ný. — Hver er sú nýja framtíð, sem þér sjáið í skuggsjá? — Það er eigin upprisa vor. Með Jesú er sem sé upprisa dauðra hafin. Jesús var hinn fyrsti, en síð- an eigum vér öll að fylgja honum. Alltof margir kristnir menn nema staðar við það, hversu indælt sé að lifa hér á jörðu og vita að Jesús lifir. Það er vissulega satt, en Biblían skundar áfram. Upprisa Jesú frá dauð- um er ný sköpun jafn róttæk og þá, er Adam reis upp af moidu. Með upp- risunni er ný öld runnin. Það var margháttuð reynsla í stríð- inu, sem lauk því upp í huga Johnsons biskups, að upprisa Jesú væri fyrsta skrefið í upprisu hans sjálfs. Hann ját- ar íhugull, að þetta hafi ekki skipt hann jafn miklu máli á fyrstu prests- árum sem vitundin um að lifa með Jesú hvern dag. En það er e. t. v. eðli hinna ungu að vera einkum með hug- ann við nútíðina. 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.