Jólasveinn - 24.12.1917, Blaðsíða 13

Jólasveinn - 24.12.1917, Blaðsíða 13
JÓLASVEINN. 13 ógæfu og mótlætis. Því bið ég yður nú að taka við bók þessari og lesa hana, ef ske mætti, að einnig þér leiddust við það á rétla veginn, sem nú er gleði mín og unun, þólt ég því miður kæmist alt of seint inn á hann«. Hér þagnaði hinn dauðvona maður og leit í kring- um sig. Voðalegt leyndarmál lá honum á hjarla og píndi hann auðsjáanlega. Hann langaði til að létta því af samvizku sinni, en blygðaðist sín hins vegar fyrir að játa brot sitt. Hann átti í baráttu við sjálfan sig um það, en þessi barátta slóð að eins skamma stund. Hann mændi augum sínum til liimins, og það skein út úr augum hans, að hann gaf sig nú alveg Gnði á vald með alt sitl og fékk krafta að ofan til þess að vinna bug á sjálfsþótta sínum og játa synd sína lireinskilnislega og afdráttarlaust. Síðan lók hann til máls aftur og skýrði lækninum með lágum rómi frá syndalííi sínu og óguðleika. Lauk hann þeirri voðalegu lýsingu með því að skýra frá, að hann hefði í ölæði tekið barnið sitt, — fjögra ára gamlan son, sem soltinn bað um brauð, — og fleygt því í sjóinn. »Guð minn góður! Skyldi það vera mögulegt?« hrópaði liinn ungi handlæknir, sem með athygli hafði hlýtt á sögu hins deyjandi manns, og það því meir sem lengra leið á söguna. »Segið mér«, mælti hann og tók í hönd gamla mannsins, »hvar á strönd Eng- lands gerðist þetta, sem þér skýrðuð frá nú siðast?« »Á ströndinni milli .Norwich og Yarmouth«, svar- aði gamli maðuiinn fullur undrunar, því að hann skildi ekkert í, hvað gekk að lækninum. »Og hve langt er nú síðan þetta gerðist?« spurði bann enn fremur. »Hér um bil 23 ár«, svaraði sjúklingurinn.

x

Jólasveinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólasveinn
https://timarit.is/publication/458

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.