Jólasveinn - 24.12.1917, Blaðsíða 14

Jólasveinn - 24.12.1917, Blaðsíða 14
14 JÓLASVEINN. »Og hét drengurinn ekki Jakob?« spurði læknirinn með öndina í hálsinum og fölur sem nár. »Jakob! Jú, það hét hann«, svaraði sjúklingurinn og vissi sýnilega ekkert, hvaðan á sig stóð veðrið. »Blessaðu son þinn, faðir minn!« mælti ungi mað- urinn og féll á kné við rúmstokkinn hjá hinum deyjandi manni. »Blessaðu son þinn áður en þú deyr! Þetta er alt frá drotni. Honum liefir þóknast að haga því svo, að við skyldum fá að sjást aftur og ég fá að vera vottur að afturhvarfi þínu«. Gamli maðurinn þagði lengi. Hann gat auðsjáan- lega engu orði upp komið og vissi ekki, livort hann mátli trúa augum sínum og eyrum eða hvort hann var að dreyma fagran, indælan draum. Um siðir fékk hann það vald yfir sjálfum sér, að hann gat spurt hinn unga lækni um það, sem liann myndi frá barnæsku sinni. Og við það hvarf allur eíi burt úr sálu hans. Hann sá nú, að það gat ekki annað verið: Ungi maðurinn, sem stóð frammi fyrir honum og hafði lijúkrað honum með svo mikilli alúð, þótt hann vissi, hver endir mundi verða á sjúkdómi hans, maðurinn, sem allir á skýpinu elskuðu og virtu svo mikils, — hann var einkasonur hans! Og brennheit runnu gleðitárin niður eflir kinnum hins deyjandi manns, sem með brestandi augum og bljúgum rómi hvíslaði í innilegri bæn: »Nú lætur þú, drottinn! þjón þinn í friði fara!« Þetta voru síðustu orð hans. Nokkrum augnablik- um síðar skildi liann við í faðmi sonar síns. Þessi óvænti en dásamlegi viðburður fékk svo mjög á hinn unga lækni, að liann sköminu seinna sagði skilið við læknisstörfin lil þess að gerast boð- andi Guðs orðs. Og því var það mörgum árum

x

Jólasveinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólasveinn
https://timarit.is/publication/458

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.