Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Side 25

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Side 25
MONA 19 hinni óþreytandi forsjón, sem læknar allar benjar. Þaó var draumur. Ó, hvað er það, sem ekki er draumur?« 1. KAPITULI. Knockeloe er stórbýli, sem stendur á vestanverðri Manareyju, skammt fyrir sunnan sjóþorpið Peel. Frá bænum sést höfnin og hafnargarðurinn og fiskibát- arnir, sem liggja innan við hann, en ut- an við sést hið opna ~haf. Milli bæjarins og strandarinnar, sem er klettótt og brött, liggur alllöng hæð. Uppi á hæðar- brúninni rís ferstrendur turn, á alþýðu- máli nefndur »Corins Folly«, en neðan við hann er kirkjugarður, umluktur blá- grýtishlöðnum veggjum. Staðurinn liggur of langt inni í landi til þess að drunur hafsins heyrist þar, nema á vetrum, en er þó svo nærri ströndinni, að finna má þar salta sjávar- goluna á sumrin. Héraðið er ekki frjó- samt, þó að það liggi vel við sól og vindi, og gætu menn álitið, að áður fyrr hefði jökull runnið þar yfir. Og friður- inn, sem ávalt ríkir yfir Knockaloe, minnir á þann frið, sem hlýtur að hvíla yfir óendanlegum ísauðnum. Bærinn stendur í dalnum, í skjóli við hæðina. Þar er ramgjör bygging og stor úthýsi, og meðfram langa, beina og þrönga stígnum, upp að bænum, eru gróðursett lág tré.. Ábúandi jarðarinnar er Róbert Craine, skörulegur, aldurhniginn maður, sem daglega gengur snöggklæddur. Hann hef- ur rekið búskap þar frá bernsku, því að jörðin hefur verið leigð af ætt hans í þrjá eða fjóra liði. Hann er nú kominn af bezta aldrinum og yfirgefur sjaldan heimilið, nema á sunnudögum, þegar hann ekur til einnar nærliggjandi kirkju, því að hann er staðbundinn prédikari Wesleyanna.1) »Það kveður ekki milíið að vinnu minni á heimilinu«, segir hann, »en að prédika, það er mitt yndi«. Kona hans er dáin og grafin í kirkju- garði Patrickskirkjunnar við landamæri jarðarinnar, þar sem vegurinn liggur niður til járnbrautarstöðvarinnar. Hann á einn son og eina dóttur. Sonurinn, sem einnig heitir Robert, en jafnan kallaður Robbie, er laglegur, þroskamikill piltur, 26 ára að aldri. Hann er beinvaxinn og frjálslegur, eins og lyngið á fjallabrún- unum og hægri hönd föður síns. Dóttirin heitir Mona. Hún er 23 eða 24 ára göm- ul, fögur, hávaxin, með hvelfd brjóst og granna en þróttmikla útlimi. Hútí- er réttvaxin og hreyfingar hennar fjaður- magnaðar. Stóru, brúnu augun hennar og tinnusvart hárið bénda ásamt líkams- byggingu hennar á hreysti og þrek. Síð- an móðir hennar dó, hefur. hún verið bú- stýra á heimilinu og stjórnað öllu og öllum, vinnufólkinu, bróður sínuum og jafnvel föðurnum. Mona er ekki trúlofuð, en biðlamir eru margir. Ákafastur þeirra er erfingi kuldalega steinbæjarins, sem næstur er Knockaloe. Hann er kallaður »langi John Corlett«, og bónorðsferðir hans eru við- líka klúrar og persóna hans. »Væri það ekki ágætt, ef við ættum svo margar kýr í félagi, að við gætum selt mjólk til Douglas?« En Mona les á hann eins og opna bók og tekur ekki hið minnsta tillit til hans. Á Knockaloe er nokkuð af ræktuðu landi, en mest af jörðinni er notað til beitar. Kýrnar þar mjólka næstum nóg handa öllum íbúum í Peel. Klukkan sex að morgni mjólka stúlkurnar þær, og enskur trúflokkur (meþódistar). 3*

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.