Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Page 19

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Page 19
SAGAN UM SNÚNA KERTIÐ 13 Og þannig lauk viðræðu þeirri, sem T. X. hafði gert sér svo miklar vonir um. Honum var þungt í skapi, er harm hélt áleiðis til Portman Place, þar sem hann hafði lofað að hitta Belindu Mary. „Hvar ætlar Mr. Lexman að halda þennan fræga fyrirlestur sinn?“ spurði hún um leið og hún heilsaði honum, „og hvað er efnið?“ „Það er um málefni, sem mér er ákaf- lega hugleikið,“ sagði hann alvarlega. „Hann kallar fyrirlestur sinn ,Söguna um snúna kertiðÞað er enginn jafnsnjall Leili til, sem fengizt hefir við úrlausn glæpamála, og John Lexman. Og þó að hann noti hugvit sitt aðeins til þess að semja sögur, er ég hárviss um, að hann myndi ekki standa að baki nokkrum lif- andi manni í víðri veröld, væri hann starfandi í lögregluliði á lögmætan hátt. Hann er ákveðinn í að halda þennan fyr- irlestur, og hann hefir sent út allmörg boðsbréf, m. a. öllum forstjórum leyni- lögreglunnar í flestum menningarlöndum heimsins. O’Grady er á leiðinni frá Ame- ríku, hann sendi mér loftskeyti um það í morgun. Jafnvel forstjóri rússnesku lögreglunnar hefir tekið boðinu, sökum þess, eins og þér er kunnugt, að morð þetta hefir vakið heilmikla eftirtekt á stjórnmálasviðinu víða um heim. John Lexman ætlar ekki aðeins að halda fyrir- lestur sinn,“ sagði T. X hægt og gætilega, „heldur ætlar hann líka að segja okkur, hver framið hafi morðið, og hvernig það hafi verið frarnið.'1 Hún hugsaði sig um augnablik. „Hvar á að halda fyrirlesturinn?“ „Ég veit ekki,“ svaraði hann hissa, „er Það svo um að gera?“ „Það er afar mikið um að gera,“ sagði hún með áherzlu-þunga, „sérstaklega ef úg nú skyldi vilja láta halda fyrirlestur- inn á vissum stað. Viltu fá Mr. Lexman til að halda fyrirlestur sinn heima hjá mér?“ „Að Portman Place?“ spurði hann. „Nei, ég hefi hús sjálf. Hús með hús- gögnum, sem ég hefi leigt að Blackheath. Viltu fá Mr. Lexman til að halda fyrir- lesturinn þar?“ „En hversvegna það?“ spurði hann. „Æi, góði, vertu ekki að spyrja,“ sagði hún innilega, „gerðu nú þetta fyrir mig, Tommy.“ Hann sá, að henni var þetta alvörumál. „Ég skal senda Lexman línu eftir há- degið,“ lofaði hann. John Lexman símaði svarið: „Ég hefði helzt viljað vera einhverstað- ar utan Lundúna,“ sagði hann, „og úr því að Miss Bartholomew hefir áhuga fyrir málefni mínu, ætti ég að bjóða henni líka? — Ég heiti því, að hún skal ekki þurfa að verða meira skelfd/en hver góð kona þarf að verða.“ Og svo barst það út, að nafn Belindu Mary hefði bætzt við nöfn hinna útvöldu lögreglustjóra, sem rétt í þessu voru á leiðinni til Lundúna til að fræðast um morð Kara hjá manni þeim, sem hafðí ábyrgst þeim fulla úrlausn málsins og heitið að greiða úr leyndarmálum þeim, er hvíldu yfir dauða Kara, og skýra þeim frá hvað snúna kertið táknaði, er á þessu augnabliki var geymt á „Svarta safninu“ að Scotland Yard. XX. KAPÍTULI. Stofan var mjög stór og rúmgóð, enda hafði meginhlutinn af húsgögnunum ver- ið fluttur út til þess að rýma fyrir gest- unum, sem komu frá öllum heimsendum til þess að heyra söguna um snúna kert- ið og prófa hugmynd Lexman’s og úrlausn með sínum eigin rökum. Þeir sátu á víð og dreif og spjölluðu glaðlega saman um glæpamenn og glæpi,

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.