Nýjar kvöldvökur - 01.04.1950, Blaðsíða 25

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1950, Blaðsíða 25
N. Kv. LÁNIÐ 59 að athuga heilsu hans sökuin lasleika hans og hrörnunar-veiklunar, sem jafnan eru nær óhjákvænrilegir fylgifiskar síðustu ævi- áranna. Upp á síðkastið var það sérstaklega Iijartað, sem olli honum erfiðleikum, og til að forðast sérstaka áreynslu hafði ég ráð- lagt þeim að hætta við að ferðast nokkuð burt frá Heiðarmóum. Á mánudaginn var — ei, á þriðiudag, fór eg burt að „Meyjum“ að loknum rnið- degisverði. Mér leizt ekki á útlit Fiiichings. Hann var þrútinn í andliti og órólegur og átti fremur erfitt með andardrátt. F.g ráð- lagði honum að leggjast fyrir. Þegar eg fór aftur, bað eg Stellu að síma til mín morg- uninn eftir, væri hann þá ekkert hressari. Hún hringdi til mín klukkan sjö um morguninn. Eg var kominu ti.1 þeirra nokkrum mínútum síðar. Stclla tók á móti mér í dyrunum, náföl í andiiti. „Eg er hrædd um, að hann sé afar veikur," mælti hún. Hún fór með mér inn í herbergi hans og stóð að baki mér, meðan eg bjó mig undir rannsóknina. En eg sá í s.mia vetfangi, að það væri tilgangslaust. Áður en eg var kominn að rúmi hans. siokknaði blikið i augum hans, og hófuð hans fé.ll út á hlið- ina niður á svæfilinn. „Kæra —“ hóf eg máls, en áður en eg gæti snúið mér við til að segja henni, að öllu væri lokið, heyrði eg að baki mér snöggt andvarp, skrjáf í fötum og mjúkt fall á gólfið. Hún hatði sveigst út á aðra hliðina ofan á gólfið — og var algerlega ör- end. „Eins og eg sagði þér, var dauði þeirra alveg samtímis," sagði afi minn. „Eg gat skráð dánarvottorð hans, en ekki henuar Að framkvæma líkskoðun, eða frekar krufningu — eg gerði það ekki,“ hanri hrökk við, — „hefði ekki opinberað neitt. Annað andartakið halði hún verið með fullu lífi, en í hinu næsta var hún hætt að lifa. Undarlegt! Mjög undarlegt!“ Afi var nú orðinn syfjaður at of miklu koníaki, og eg taldi réttast að þrevta hann ekki. fiekar með spurningum. En í sama vetfangi opnaði hann augun. „Þakka þér fyrir athyglina,“ sagði hann. „Mér voru þau bæði mjög k;er. í>au unnu hvort öðru svo ákaflega — og nú eru þau bæði dáin. Þrátt fyrir það, að við þiggjum laun okkar fyrir að „lappa upp á“ lífið og vernda það og varðveita, þá vitum \ið raunverulega ekki mikið um það. Hvað er það eiginlega — kjarni, mögnun — eða íbúandi orka. Sérhver móðir veitir barni líf, þorpari getur deytt það með barelli. — Við vitum enn minna um ástina. Maðnr veit ekkert um, hverju raunverulega sterk ást getur afrekað. Hann snerti aðeins úln- liði hennar. Eg hef verið að velta fyrir mér —■ lánaði lianu l.enui af lífi sínu. Og er hans stytta æviskeið þraut, fell þa lánið í gjaldaga?“ (Helgi Valtýsson þýddi úr ensku). Carit Etlar. Carit Etlar er dulnefni á dönskum rithöfundi, sem hét fullu nafni Johan Carl Christian Brosböll. Hann var fæddur 7. ágúst 1816 og dáinn 9. maí 1900. Hann skrifaði fjölda skáldsagna, bæði stórar og smáar. Voru margar þeirra um sannsögulegt efni. Ein af þeim, Göngehövdingen, kom fyrst út ár- ið 1853. Hún kom út í 7. útgáfu sama árið og skáldið dó. I lifanda lífi var Carit Etlar talinn einn af fremstu, vinsælustu og mest lesnu skáldsagna- höfunda Dana, og það er hann enn þann dag í dag. Göngehövdingen kemur nú út í fyrsta sinni á ís- lenzku og hefst í þessu hefti N. Kv. og er söguheit- ið hér: Sveinn skytta. Er þess að vænta að saga þessi verði mjög vinsæl meðal lesenda N. Kv.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.