Nýjar kvöldvökur - 01.04.1950, Blaðsíða 35

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1950, Blaðsíða 35
.V Kv. SVEINN SKYTTA 69 mynduðu hálfhring í öðrum enda riddara- salsins og var viðstödd, ásamt hirðmeyjum sínum, kynningu aðalsins, sem hafði lagt leið sína til hallarinnar um leið og hann fékk fregnir af komu konungshjónanna. Á meðan konungsheimsóknin stóð yfir, stóðu hirðmeyjarnar bak við stól drottning- arinnar og gestirnir voru leiddir inn hver á fætur öðrum eftir stöðu og nafnbót og dyra- vörðurinn kallaði upp nafn hvers og eins. Kaj Lykke stóð með brugðnu sverði rétt fyrir innan dyrnar og við hliðina á honum var lítil riddarasveit, sem gegndi starfi líf- varðarins í kvöld. Kaj var hár maður og þrekvaxinn og ann- álaður fyrir fríðleiks sakir. Hann hafði ferðast víða og séð margt. Eftir að hafa dvalið langvistum við allar helztu hirðir Evrópu hafði hann tileinkað sér alla þá siðfágun og háttprýði, sem Iiverj- um sönnum aðalsmanni er talið skylt að hafa til að bera.' Alls staðar hafði hann látið mikið til sín taka. Hann þekkti allar mynd- ir ástarinnar: hina fórnfúsu ást og þá ástríðufullu, sömuleiðis hina kaldrifjuðu ást og þá tillitlausu, aðeins ekki hinna sönnu ást. Kynning aðalsins var heldur tilbreyting- arlaus og varð til þess að þreyta konunginn. Drottningin tók aðeins undir kveðjur hinna tignari aðalsmanna á þann hátt, að hún kinkaði til þeirra kolli bæði fljótt og kæru- leysislega. Hún hélt áfram samræðunum við hirðkonurnar og hallarfrúna, konu Jörgens Reedtz lénsmanns. Þegar dyravörðurinn tilkynnti loksins, að það væru ekki fleiri, sem æsktu áheyrnar, lifnaði yfir konungi. Með greinilegum ánægjusvip gekk hann út í horn á salnum og settist þar við borð, þar sem Gabel liirðritari var í óða önn að skrifa. Gabel var trúnaðarvinur konungsins, og sá, sem síðar meir var gerður að hirðstjóra í Kaupmannahöfn. .Jaeja, Gabel!“ sagði konungurinn eftir að hafa skoðað skjölin, sem hirðritari hans hafði fengið honum. „Hvað finnst vður um öll þessi tíðindi? Þetta eru svei mér ekki nein gleðitíðindi.“ „Það er hverju orði sannara, yðar hátign! En samt finnst mér það ekki svo raunalegt að óvinurinn vilji ráða lögum og lofum í því landi, sem hann hefur lagt undir sig eins og hitt, að einn af sonum ættjarðarinnar, þessi föðurlandssvikari Ulfeldt, hefur vogað sér að senda skilaboð til fylkisdómaranna á Jótlandi og ráðlagt þeim að gera liðhlaup. Þeir svöruðu honum um leið með skammar- bréfi, eins og þetta skjal sýnir og sannar. Hann gerði áreiðanlega ráð fyrir stuðningi vina sinna." „Vina sinna,“ át konungurinn upp eftir honum og biturt bros lék um varir lians, „vitið þér það ekki, Gabel, að sá, sem í raun- ir ratar, á sér engan vin? Hverjir eru vinir mínir? Allar tilraunir sendiherra okkar til að fá bandamenn Danmerkur, kjörfursta Brandenborgar og hans lið til þess að gera árás á Svíana af landi, hafa verið unnar fyr- ir gíg, og hvernig lízt yður á undirtektir ríkisþings Hollendinga, sem sendifulltrúi vor í Haag skýrði okkur frá í sínu síðasta bréfi? Þeim stendur ótti af öllum og þora hvergi að fara, þvi að eiginhagsmunirnir er það eina afl, sem megnar að knýja menn til athafna.“ Ólafur Brokkenhuus hafði rætt við drottn- inguna frarn að þessu. Þessar samræður urðu helzti skrykkjóttar vegna stirðleika léns- mannsins í þýzkri tungu. Þrátt fyrir allt annað, þá þurfti mikil hyggindi til þess að fá konu, sem hafði eins næma fegurðarskynjun og Soffía Amalía, til þess að sætta sig við ytra útlit lénsmanns- ins. Jafnframt því sem liann var haltur og eineygður, var hann einnig kengboginn og hinn ófrýnilegasti. Vegna aukinnar sjón- skerpu starði þetta eina auga hans á menn á mjög svo óhugnanlegan og ónotalegan hátt.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.