Nýjar kvöldvökur - 01.04.1950, Blaðsíða 32

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1950, Blaðsíða 32
66 SVEINN SKYTTA N. Kv. frammi fyrir hennar hátign, drottningu Danmerkur." „Drottningunni!" át flækingurinn undr- andi eftir og það kom mikið fát á hann. „Guð minn góður! Er það drottningin?" endurtók hann og þreif húfuua ofan. „Si/.t af öllu hélt eg, að eg ætti eftír að verða þeirrar ánægju aðnjótandi í þessu lífi.‘: „Og hvers vegna ekki?“ spurði Soffía Amalía brosandi, því að henni geðjaðist vel að manninum, bæði vegna þess, að hann hafði svarað skipun hennar í sama tóni og hún hafði verið gefin og líka vegna þeirra greinilegu hollustu, sem skein út úr hinum undrandi og hrifnu augum hans. „Hvers vegna hélztu ,að þú myndir aldrei fá að sjá drottninguna?" „Sökum þess, að eg verðskuldaði það ekki,“ svaraði Ib. „Þú hefur samt bjargað lífi mínu. Get eg gert þér greiða í staðinn? Hvers óskar þú?“ Ib átti bágt með að svara þessari spurn- ingu. Það mátti greinilega sjá, að honum var mikið niðri fyrir, eða öllu heldur, að hann átti erfitt með að koma orðum að því, sem hann vildi segja. „Ó,“ sagði hann að lokum. „Ef eg ætti einhver laun að fá, þá á eg eina ósk, sem eg hef alið í brjósti lengri tíma, en sem því miður mun víst aldrei rætast.“ „Hvað áttu við?“ „Framar öllu öðru vildi eg verða gerður að ráðvöndum manni.“ „Gerður að ráðvöndum manni,“ endur- tók drottningin undrandi og leit spyrjandi til höfuðmannsins. „Slíkt hið sama henti einn af okkar mönn- um, og það í liði höfuðmannsins þarna.“ „Hvað ertu?“ „Fátækur maður, sem flestír kalla Ib i daglegu tali.“ „Hennar hátign er að spyrja um stöðu þína og starf,“ sagði Kaj. „Mín örlög eru þau að vera hrakinn úr einum stað í annan eins og dýr merkur- innar, úr því ég átti ekki betra láni að fagna en að vera umrenningur og tatari. Og starf mitt. — í borginni spái eg í bolla fyrir Pétur og Pál, og úti í skóginum ræð ég niðurlögum þeirra villidýra, sem ætla að vinna hennar hátignar mein, og fari eg niður að sjó, þá veit ég hvar ég get dregið vænan fisk, sem ég sel síðan einhverjum stórbóndanum í sveitinni. En mér hefur ætíð leikið mestur hugur á að verða skytta, og það sérstaklega núna, þegar sagt er að sé svo mikill hörgull á góðum skyttum." Drottningin og fylgdarmaður hennar lilógu að þessari skýringu flökkumannsins. „Komdu í fyrramálið til Jungshöfða,“ sagði hún og steig síðan á bak og reið í burtu. Flökkumaðurinn beygði sig næstum til jarðar, er hann kvaddi þau. Hann brosti um leið og hann setti rauðu húfuna sína á höfuðið. Hann stóð kyrr og starði á eftir drottningunni, þangað til hún hvarf bak við trén. Þegar drottningin og Kaj Lykke riðu aftur í gegnum skóginn, byrjaði að skyggja Margsinnis heyrðu þau merki og raddir veiðimannanna sem Körbitz hafði sent í allar áttir til þess að leita að drottning- unni; en Soffía Amelía skeytti ekki um þessi merki veiðimannanna. Hún virtist einna lielzt vilja forðast leitarmennina, og hún reið áfram eftir þeim þröngu skógar- stíg, sem þau höfðu valið. „Við skulum ríða dálítið greitt, herra Lykke, og sjá, hvort við getum ekki kom- ist út úr þessum dimma skógi,“ sagði drottningin. „Hesturinn minn hrasar næst- um því í hverju spori. Danskir liestar eru svei mér ekki betri en danskir menn, þeir gefast alltaf upp á heimleiðinni. Þér eigið hins vegar ágætis reiðskjóta; vart trúi eg, að hans líki finnist í hesthúsum konungs. „Eg hef líka komið með hann langt að,“ svaraði Kaj Lykke. „Hann var keyptur á

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.