Sumargjöf - 01.01.1905, Page 56

Sumargjöf - 01.01.1905, Page 56
54 vírtist söngur hennar breittur, fanst hún hafa fléttað inn í lagið tónum er létu svo annarlega í eirum mér. Þó — er ég hafði hvílt höfuðið á mosahægindinu um stund og látið óminn vagga tilfinningum minum, kannaðist ég aftur við gamla lagið hennar. Nú rann það saman við goluhjalið og vorfuglakliðinn. Skildi Álfhildur nú vita af mér? — 0, að hún vildi lofa mér að sjá sig einusinni enn þá — rött í svip. En það verður ekki. Álf- hildur stendur við það, sem liún hefir sagt. Stráin hvísluðu fast við vangann á mér, beigðu sig og réttu á ni. Mður i grasrótinni sá ég örsmáa, gullgræna hnappa og ljósgul samanvafin smáblöð, er stungu inn undir sig kollinum, þorðu naumast að líta upp. En þessi ungbörn vorsins verða eftir því upp- litsdjarfari, sem sólin hoi’fir lengur á þau og nátt- döggin baðarþau i ingingarlaugum sinum. Einhvern- tíma verða þau ilmandi, litfögur blómstur, er gleðja þá, sem framhjá ganga, einhveratima blikna þau og, eins og þau, sem greru i firra. — Hvað var þetta? Mér sínist ég sjá björtum hárlokkum bregða fyrir klettinn þarna neðra. Ég ris á fætur og stari þangað. Nei, það eru aðeins sólgeislarnir. Og ég halla mér aftur út af og fer að skoða litlu, rauðbrúnu sandsteinana á lindarbotninum mér finnst ég þekkja þá alla, þeir liggja alveg í sömu skorðum og í firra. Eg rétti höndina ofan i svalan strauminn og gríp einn þeirra. Hvað hann er fallega litur! Hann glitrar í sólarljósinu og vatnið dripur af honum eins og demantstár. Ég greipi hann í lófa mínum og finn hvernig kuldann af honum leggur inn í höndina.

x

Sumargjöf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.