Sumargjöf - 01.01.1905, Side 60

Sumargjöf - 01.01.1905, Side 60
58 hún er að segja, að svanir syngi þá fögur kvæði. Kannske þið ætlið að kvaka? Komið þið til mín hingað. Setjist þið hérna svanir á sólroðinn bláan fjörðinn. Eg tek mér sæti við sjóinn, svolitið hærra, hjá læknum; horfir við hliðin á móti, hún er svo dæmalaust falleg, snarbrött með grænum geirunt og gróandi skriðum á milli. Eg sezt hér i lautu við lækinn i lyngið og tini berin; það er angandi ilmur ennþá i þessari brekku. Lizt ykkur ekki landið ljómandi gott og fallegt? Það er þó unun að eiga ættjörðu svona fagra. Já, víst er hér kalt á vetrum, ég veit það, því ég hef reynt það, þegar víkur og vogar verða fullir af ísi, þá er nú bágt um bjargir og borgar sig illa að lifa þeirn, er á sumrin sungu um sólarbros liðlangan daginn.

x

Sumargjöf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.