Þjóðmál - 06.03.1974, Blaðsíða 2

Þjóðmál - 06.03.1974, Blaðsíða 2
2 Þ J Ó Ð M Á L Ingólfur A. Þorkelsson: Þingflokkur Alþýðuflokksins styður öfgurnur lengst ræða sjálfboðavinnu eins og Kristín Bjnrnndóttir: Á að lögfesta sjálfboðavinnu? Nokkrir frámsóknarþing- menn hafa lagt fram frumvarp til laga um landgræðslustörf skólafólks. Samkvæmt því skal heimilt að kveðja til starfa við landgræðslu a.m.k. tvo daga á hverju skólaári hvern þann nemanda, sem orðinn er 12 ára að aldri eða eldri og stundar nám í skóla, sem kostaður er af ríkinu að einhverju eða öllu leyti. Landgræðslustörf í þessu sambandi eru græðsla lands og hvers konar vinna vegna gróð- urverndar, gróðursetning trjá- planta, grisju skóga og fegrun skóglendis, gróðursetning skrúð jurta, lagfæring og fegrun um- hverfis skóla, gistihús, sjúkra- hús og opinberar menningar- og líknarstofnanir. 1 greinargerð er þess getið að tilgangur þessa frumvarps sé að efla landgræðslustörf með því að auka starfsemi sjálfboða liða í því efni og glæða áhuga nemenda í skólum, sem ríkið kostar, á þessu viðfangsefni, en ekki síður lögð áherzla á, að starfsemi af þessu tagi muni hafa heillavænleg uppeldisáhrif á hið unga fólk. Þar sem 25 þúsund nemend- ur falla undir það sem hér um ræðir, er reiknað með að af- raksturinn verði 50 þús. dags- verk á ári. Það væri hreint ekki svo lítið, ef allt nýttist nú til fulls. Hitt er ljóst, að á miklu velt- ur, hvernig tekst til við fram- kvæmdina. Vart þýðir að hefja landgræðslustörf fyrr en um miðjan maímánuð og 1. júní er afskiptum skóla af nemendum yfirleitt lokið. Þeir eru komnir út um allar jarðir í atvinnu eða ferðalög og ógerningur að safna þeim saman nema í mesta lagi fram til 10. júní. Allt þetta starf þarf því að fara fram á 2—3 vikum. Væntanlega yrði þetta nemendum kærkomin til- breyting og upplyfting eftir langan og strangan próflestur. Þeir kæmu fullir galsa eins og kýr á vordegi, en þyrftu án efa góða leiðsögn og styrka stjórn, ef ekki ætti allt að fara í handaskolum. Óvíst er hvort kennarar sæju sér yfirleitt fært að fara með, þar sem þeir eru flestir önnum kafnir við úr- vinnslu prófa á þessum tíma, íþróttakennarar þó undaskild- ir. Um hlutverk kennara er ekki getið í frumvarpinu en vart yrði hjá því komizt að stór hluti þeirra er verkinu stýrðu væru ókunnugir skólafólkinu og mundi þá enn vandast mál- ið að laða fram góðan árangur af tveggja daga vinnu óþjálfaðs fólks. Ef 50 þúsund dagsverk eiga að fást á 10—15 virkum dögum, verðu rað reikna með að 4000 skólanemendur séu að verki daglega, og yrði lítið gagn af, ef leiðbeinendur og verkstýr- endur væru færri en 3—400. Hver maður þyrfti áhöld og flesta þyrfti að flytja til og frá vinnustað, og færi tilkostnaður þá að aukast, þótt engin vinnu- laun væru greidd. Ef landgræðslustarf sjálfboða liða verður þaulhugsað og skipulagt út í æsar, getur það orðið bæði landi og fólki til gagns. En vandséð er að þörf sé á að setja um það lög og þreyta þingmenn á að fjalla um hluti, sem e.t.v. eru ófram- kvæmanlegir. Skynsamlegra væri kannske að fara hægt af stað og gera tilraun með hvemig slíkt starf yrði best framkvæmt. Framkvæmdaaðil- ar, sem hér er gert ráð fyrir að séu skógrækt ríkisins og Landgræðsla íslands ásamt bún aðarsamtökum í hverju héraði, leituðu þá til fræðsluyfirvalda og fengju leyfi til að gera um það tilraun í samstarfi við einn eða fáa skóla í upphafi. Ef það gæfi góða raun, mætti færa út kvíarnar og taka slíkt starf upp í öllum skólum og jafnvel setja um það lög. En þegar svo væri komið, væri ekki um að það er látið heita, heldur þegn- skylduvinnu sem er líka ágætur hlutur, en engan veginn sá sami. Það er áferðarfallegt yfir- skin að tala um að glæða áhuga skólafólks á góðu málefni og heillavænleg uppeldisáhrif, en það vekur athygli að talað er um nemendur í skólum, sem ríkið kostar. Það skyldi þó ekki vera eitt höfuðatriðið að láta nú skólaæskuna endurgjalda eitthvað af öllum þeim kostn- aði, sem þjóðin hefur af upp- eldi hennar og skólagöngu? Sé svo, er hætt við því að þar sé slegið högg í vindinn. Skóla- æskan veit sem er, að hún gengur í skóla fullorðna fólks- inu til þægðar engu síður en sjálfs sín vegna. Þjóðin vill fjárfesta í menntun. Að telja það eftir er jafn fráleitt og að mæður teldu eftir sér að hafa amstur af hvítvoðungum sínum. Enginn trúi ég að vilji í raun og veru vera án tæknimennt- aða fólksins, er stjórnar mjólk- urbúunum, fiskiskipunum, sjón vörpunum, telexunum, orkuver unum, verksmiðjunum og vega- kerfinu, eða án verzlunarfólks- ins sem annast inn- og útflut- ing, þótt til sanns vegar megi færa að sums staðar gefi fjár- festingin ekki arð sem skyldi. Það er nú svo að eigi að kalla fólk til sjálfboðaliðsstarfs, þarf að vinna þannig að málum, að fólk kæmi af áhuga og sjálfs sín hvötum. Ekki er víst nema það kæmi málefninu að betra gagni að leita raunverulegra sjálfboðaliða á opnari grund- velli. Hópferðir skipulagðar í samráði við frjáls æskulýðssam tök eða stéttarfélög t.d. vakta- vinnufólks eða húsmæðra með stálpuð börn gætu verið fólki upplyfting og tilbreyting frá hversdagsamstri. Ef starfið er vel skipulagt og öllum er ljóst hvert verkefni hans er, þegar gripið er inn í eina eða tvær dagsstundir, gæti almennur áhugi vaknað og þá er engin hætta á öðru en unga fólkið legði sjálfviljugt hönd á plóginn. Það er eðli æskunnar að vilja vera þar sem eitthvað er um að vera. til hægri — Að kvöldi miðvikudagsins 27. febr. s. 1. fóru fram athyglis- verðar umræður um herstöðv- armálið í sjónvarpinu. Varaformaður og þingmaður Alþýðuflokksins, Bcnedikt Gröndal, var meðal þátttak- enda. Hann þóttist afskaplega hneykslaður á ummælum eins þátttakenda, er vék að Kefla- víkursjónvarpinu, en bliknaði ekki sjálfur, er hann fór með ósannindi í lok þáttarins. Hann sagðist vilja feta hinn gullna meðalveg milli öfgana, sem beitt hefur verið í herstöðvar- málinu. Svo mörg voru þau orð. Telur þessi þingmaður í raun og veru, að menn séu svo græn- ir orðnir, að þeir muni ekki eftir yfirlýsingu þingflokks Al- þýðuflokksins varðandi stefnu „Varins Iands“ í herstöðvarmál inu? Morgunblaðið birti þessa yfirlýsingu á baksídu 23. janú- ar sl. og fagnaði því mjög, að þingmenn Alþýðuflokksins skuli vera sammála þeirri stefnu, sem í undirskriftaskjal- inu felst. En hún er fólgin í því, að ameríski herinn verði hér áfram. Þingflokkur Alþýðu flokksins hefur þannig lýst yfir fylgi við öfgarnar lengst til Sameiningarmdlið úr sögunni? hægri þ. e. áframhaldandi her- setu — við mikinn fögnuð íhaldsmanna og herstöðvasinna í landinu. Benedikt Gröndal, og aðrir þingmenn Alþýðuflokksins, hafa í þessu máli snúist gegn vinstri mönnum í sínum eigin flokki til þess að geta áfram þjónað undir það íhald, sem þeim samkvæmt stefnuskrá Al- þýðuflokksins ber að berjast gegn. Og það, sem furðulegra er: Þeir hafa — í herstöðvarmál- inu — sagt bæði já og nei í sömu setningunni með því að flytja fyrr í vetur tillögu á AI- þingi — sem gengur þverrt á umrædda yfirlýsingu um að í Keflavík verði óvopnuð eftir- litsstöð, en ekki herstöð. Annað hvort er hér um að ræða einstæðan pólitískan fá- vitaskap eða þá ögrun við vinstri menn og herstöðvaand- stæðinga í Alþýðuflokknum og Samtök frjálslyndra og vinstri manna, sem hafa brottför hers- ins á stefnuskrá sinni — nema hvort tveggja sé. Ef síðustu viðhorf þingflokks ins í herstöðvarmálinu verða ríkjandi i Alþýðuflokknum, er augljóst að fyrirhuguð sam- eining Samtakanna og Alþýðu- flokksins er úr sögunni. Framboðslistinn Dagana 7., 8. og 9. mars n.k. liggur frammi á skrifstofu félagsins, Ingólfsstræti 18, tillaga kjörnefndar um skipan fulltrúa félagsins á sameiginlegan lista Alþýðuflokksins og SFV við borgarstjórnarkosningar í vor. Þar gefst félögum tækifæri til að kynna sér tillögu kjörnefndar og gera breytingartillögur þar á, ef þeir óska. Frekari upplýsingar verða veittar á skrif- stofunni, sem verður opin ofangreinda daga kl. 13—21 (kl. 1—9 e.h.). KJÖRNEFNDIN Flóamarkaður Á vegum SFV-félagsins í Reykjavík verður haldinn Flóamarkaður að Hallveigarstöðum, sunnudaginn 17. mars kl. 2. — Tekið er á móti munum á markaðinn að Ingólfsstræti 18 alla daga frá kl. 1—5 e.h. og á miðvikud. 13. og fimmtudaginn 14. til kl. 9 að kvöldi. STARFSNEFNDIN. srv SFV-félagið í Reykjavík Almennur félagsfundur verður haldinn að Haliveigar- stöðum þriðjudaginn 12. mars, og hefst hann kl. 20.30. Fundarefni: 1. Kosning 15 fulltrúa á sameiginlegan lista Alþýðuflokksins og SFV við borgarstjórnar- kosningar í vor. 2. Kosningarundirbúningurinn. 3. Upptaka nýrra félaga. 4. Önnur mál. STJÓRNIN.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.