Þjóðmál - 06.03.1974, Blaðsíða 13

Þjóðmál - 06.03.1974, Blaðsíða 13
Þ J Ö Ð M Á L 13 Lögbamsmál Bjarna — Framhald af bls. 1 Forsaga máls þessa var sú, að í desember f972 sagði Bjarni Guðnason sig úr þingflokki SFV. Flokksstjórnarfundur samtak- anna, sem haldinn var 28. janúar 1973 túlkaði þessa ákvörðun hans á þann veg, að með henni hefði hann „haslað sér völl utan Sam- takanna“. Þeirri eindregnu ósk var þó beint til hans, að hann hyrfi á ný til starfa I þingflokkn um. Hann varð ekki við þeirri áskorun. Neitaði að halda félagsfund. Félagar í SF í Reykjavík reyndu mjög að fá fund í félag- inu til að ræða ákvörðun Bjarna. Honum lá hins vegar ekkert á að skýra félögum sínum frá máli þessu og leyfa þeim að taka af- stöðu til þess, enda virtist honum meira um vert að fá að baða sig í ljósi fjölmiðlanna, sem jafnan hefur verið hans heit- asta ástríða. Eftir að tilskilinn fjöldi félagsmanna hafði tvívegis krafist félagsfundar skriflega gat hann ekki lengur staðið í vegi þess að félagsfundur yrði hald- inn um málið 1. marz 1973. Fundurinn hafnaði Bjarna. Á fundi þessum var með at. kvæðum mikils meiri hluta fund armanna samþykkt ályktun, þar sem sagði m. a.: „Fundurinn samþykkir álykt- un flokksstjómarfundar SFV, 28. janúar s. 1., sem ályktaði, að Bjarni Guðnason hefði með til- kynningu sinni á Alþingi um brottför úr þingflokki SFV „hasl að sér völl utan samtakanna“, jafnframt því sem flokksstjórnar fundurinn beindi þeirri ein- dregnu ósk til hans að hverfa aftur til starfa í þingflokknum. Þar sem Bjarni Guðnason hef- ur ekki orðið við þeirri ósk að liðnum mánaðarfresti og hefur í raun opinberlega hafnað þeim sáttamöguleikum, lítur fundur- inn svo á, að hann sé utan sam. takanna og geti þvi ekki verið félagsmaður SF i Reykjavík. Fel- ur fundurinn því varaformanni félagsins að gegna formanns- störfum til næsta aðalfundar". Varaformaður tók við formennsku. Samkvæmt þessari ályktun boð aði Guðmundur Bergsson, vara- formaður SF í Reykjavik, til stjórnarfundar næsta dag og var bæði aðalstjórn og varastjórn boð uð. Félagar Bjarna í aðalstjórn- inni mættu á fundinum, en sögð- ust þangað komin samkvæmt boðun Bjarna, en hann mætti þó ekki sjálfur. Neituðu þessir félagar að hlíta fundarstjórn og formennsku Guðmundar Bergs- sonar, en kváðust hafa kosið Ottó J. Björnsson varaformann og samþykkt að víkja Guömundi úr þvi starfi! Þetta var reyndar ekki í fyrsta sinn, sem þessir félagar töldu sig hafna yfir lög félagsins og ákvarðanir meirihluta í sam- tökunum. Það er því broslegt þegar þetta fólk er með fjálg- legum orðum er að lýsa sér í „Nýju landi“ sem hinum sönnu fulltrúum lýðræðisins. Fyrri fé- lagar þekkja það af öðru. Lögbann við félagsstarfi. Þegar umræddir félagar i aðal- stjórninni neituðu að hlíta fyrir. mælum félagsfundar hélt Guð- mundur Bergsson áfram stjóm. arstörfum í félaginu með vara- stjómarmönnum, en þeir vom: Einar Hannesson, Haraldur Henrysson, Ámi Markússon, Ó1 afur Hannibalsson og Steinunn Harðardóttir. Fljótlega varð ljóst, að grundvöllur var miklu betri til öflugs og heilbrigðs fé- lagsstarfs eftir brottför framan- greindra félaga. Þetta gátu þeir hins vegar ekki þolað og var þá gripið til þess ráðs að fá sett lögbann við fundahaldi í félag- inu og mun sllkt einsdæmi. Urðu Bjarni og félagar að leggja fram 75 þúsund krónur til trygging- ar vegna lögbannsins, en að jafnaði er orðið við kröfum um lögbann án þess að efnislegur grundvöllur málsins sé kannað- ur, en mál verður að höfða inn- in viku til staðfestingar lögbann inu. Slíkt mál var höfðað af Bjarna og félögum 1 nafni SF í Reykjavík og var það dómur í því máli, sem gekk í síðustu viku. Dómkröfur þeirra Bjarna vom þessar: Að staðfest yrði með dómi, að Bjami Guðnason væri að lögum enn félagsmaður í SF í Reykjavik og eigi að lög- um sæti i aðalstjóm samtakanna og að Ottó Björnsson sé að lög- um varaformaður þeirra. Krafist var staðfestingar á lögbanninu og að stefndu, sem vom framan- greindir varastjómarmenn, yrðu dæmd til að greiða allan máls- kostnað, þar á meðal kostnað af lögbannsmálinu. Nýtt félag stofnað. Áður en skilið verður við að rekja aðdraganda máls þessa þyk ir rétt að geta þess, að til þess að félagsstarf legðist ekki niður meðal félaga samtakanna 1 Reykjavík var horfið að því ráði að stofna nýtt félag og hlaut það nafnið: Samtök frjálslyndra og vinstri manna í Reykjavík. 1 stjórn þess voru m.a. kjörnir allir þeir varastjórnarmenn, er áður er getið um og formaður þess var kjörinn Guðmundur Bergsson. Hefur þetta félag starf að af miklum þrótti allt frá stofnun, haldið fjölda funda, skemmtikvölda og efnt til ferða- lags. Hefir meginþorri þeirra, er áður störfuðu í SF í Reykjavík, starfað í þessu félagi, enda hefur í reynd verið litið á þetta sem sama félagið, enda þótt nauðsyn legt hafi verið af tæknilegum á- stæðum vegna hinna furðulegu lögbannsaðgerða, að stofna nýtt félag að forminu til. Bjarni og félagar hafa hins vegar starfað áfram undir nafni Samtaka frjálslyndra í Reykjavík að svo miklu leyti sem unnt er að tala um félagsstarf, þvl það mun hafa verið mjög fáskrúöugt. For maður þar á nú að heita Torfi Ásgeirsson. Notkun þeirra á nafni SF er auðvitað með öllu ólögmæt, það hefur nú verið stað fest með dómi í því máli, er þess ir menn stofnuðu sjálfir til. Niðurstaða dómsins. Hér fara á eftir tveir síðustu kaflar dóms bæjarþings Reykja- víkur, en í fyrri hlutanum var lýst aðdraganda málsins og mála vöxtum. Dómari málsins var Stefán Már Stefánsson, borgar- dómari. Hörður Einarsson, hrl., flutti málið fyrir hönd Guðmund ar Bergssonar o.fl., en Logi Guð brandsson, hdl. fyrir hönd Bjarna Guðnasonar o.fl. Þar segir: „Stefnendur halda því fram, að félagsfundur sá, sem haldinn var í Samtökum frjálslyndra í Reykjavík, hafi ekki haft vald tii að víkja Bjarna Guðnasyni úr samtökunum eða stjóm þeirra. Þetta sé ljóst, þar eð stjórnin sé kosin í allsherjaratkvæða- greiðslu, sem m.a. standi minnst eina helgi. Slík allsherjarat- kvæðagreiðsla sé æðra vald inn- an félagsins en félagsfundur. Af því leiði, að félagsfundur geti ekki breytt niðurstöðu allsherjar atkvæðagreiðslu, nema slíkt sé heimilað sérstaklega. Þess sé einnig að gæta, að kjörtimabil stjórnar sé ákveðið fyrirfram í lögum félagsins og verði ekki við því hróflað. Ennfremur bendir stefnandi á, að í lögum Samtaka frjálslyndra í Reykjavík séu engin ákvæði um brottrekstur félagsmanna og sé hann því tæpast heimill. Alla vega sé ljóst, að þetta geti ekki gilt um stjórnarmenn. Því hafi félagsfundur 1. marz 1973 farið út fyrir valdsvið sitt, þegar hann samþykkti að fela varaformanni félagsins að gegna formanns- störfum til næsta aðalfundar. Eins og ástatt hafi verið, var nauðsyn að víkja Guðmundi Bergssyni úr stjórninni og kjósa nýjan varaformann, Ottó J. Bjömsson. Þeir ,sem að máls- rannsókninni stóðu, hafi því ver- ið rétt stjóm í Samtökum frjáls lyndra I Reykjavík. Stjómin hafi lögmæta hagsmuni af því að fá úr þeim dómkröfum skorið, sem gerðar séu í málinu. Sé rétt að stefna hverjum þeim, sem and- mæli þeim kröfum, sem gerðar séu. Stefnandi telur, að full nauð- syn hafi borið til að leggja lög- bann við þeim athöfnum, sem tilteknar séu í lögbannsbeiðni. Ljóst hafi verið ,að stefndu hafi haft í hyggju að breyta nafni fé- lagsins i Samtök frjálslyndra og vinstri manna í Reykjavík, en þetta hafi verið ólöglegt sam- kvæmt lögum Samtaka frjáls- lyndra í Reykjavík. Ennfremur hafi stefndu gefið tilefni til að ætla, að þeir hygðu á útgáfu félagsskírteina og innheimtu fé- lagsgjalda. Allt þetta hafi verið yfirvofandi og falið í sér réttar- brot gagnvart löglegri stjóm Samtaka frjálslyndra í Reykja- vík, ef framkvæmt hefði verið. Stefnandi hefur að nokkru ját að, að lögbannsgerðin sé haldin formgöllum. Hann telur þó, að bæjarþing geti ekki dæmt um formgerðir hliðsetts dómstóls. Einungis eigi að meta ,hvort lögbann var í upphafi lagt lög- lega á. Stefndu véfengja, að Bjami Guðnason sé enn félagsmaður í Samtökum frjálslyndra í Reykja vík. Þeir telja eðlilegast,' að sama regla gildi um brottvikn- ingu úr félaginu og um inn- göngu nýrra félagsmanna, en í því efni nægi einfaldur meiri- hluti á félagsfundi samkvæmt 3. gr. laga samtakanna. Einnig sé á það að líta, að samkvæmt nið- urlagi 4. gr. laga samtakanna sé tekið fram, að félagsfundur fari með æðsta vald. 1 þessu valdi hljóti að felast heimild til brott- vikninga manna úr félaginu. Gegn þessum skilningi stoði ekki að benda á, að stjórnin sé kjör- in með sérstökum hætti, þar sem ætlunin geti ekki verið að veita stjórnarmönnum friðhelgi umfram aðra félagsmenn. Stefndu benda ennfremur á, að stefnandi sé ekki réttur aðili að þessari kröfu ,heldur Bjarni Guðnason sjálfur. Réttur varnar- aðili að kröfunni ætti félagið sjálft að vera. Stefndu vefengja, að Bjarni Guðnason sé enn stjórnarmaður í Samtökum frjálslyndra í Reykja vík. 1 2. mgr. 4. gr. laga sam- takanna sé berum orðjim byggt á því, að félagsmenn einir séu kjörgengir við stjórnarkjör, en auk þess sé það í samræmi við almennar félagsreglur, að félags- menn einir séu kjörgengir til æðstu trúnaðarstarfa. Stefndu vefengja, að Ottó J. Björnsson sé varaformaður Sam taka frjálslyndra í Reykjavík. Samkvæmt lögum samtakanna eigi aðalstjórn að skipta með sér verkum. Guðmundur Bergsson hafi verið' kjörinn varaformað- ur stjórnarinnar til næsta aðal- fundar. Þegar litið sé til þess og þess með hvaða hætti kjör Ottós J. Björnssonar bar að, verði að hafna kröfu stefnanda að þessu leyti. Stefndu telja, að krafan í lög- bannsmálinu um það, að stefndu hvert fyrir sig, eða tvö eða fleiri saman, boði ekki til félagsfund- ar í nafni Samtaka frjálslyndra í Reykjavík eða í nafni stjórnar samtakanna sé allt of víðtæk og beri því að synja um staðfest- ingu á þessum lið lögbannskröf- unnar. Stefndu séu réttilega kjömir í stjórn samtakanna og ákvarðanir um fundarhald á veg um þeirra sé eðlilegur þáttur í stjórnarstörfum. Því verði stefndu ekki meinað að taka þátt í slíkum ákvörðunum. Af þess- um sökum sé ekki þörf á svo víðtæku banni, sem lögbanns- beiðendur kröfðust. Svipuð sjón armið eigi við um þann þátt lög- bannsins, sem veit að útgáfu fé- lagsskírteina. Þó benda stefndu á, að engar ráðagerðir hafi verið uppi hjá stefndu að hefja inn- heimtu á félagsgjöldum. Lög- bannið sé því einnig að þessu leyti lagt á að ófyrirsynju og beri að synja um staðfestingu. Enn telja stefndu, að máls- meðferð og gerð lögbannsúrskurð ar sé í mörgu áfátt. Er m.a. bent á, að í úrskurði fógeta sé máls- atvika engu getið og mjög óveru lega málsástæðna aðila, ekki sé tekin afstaða til málskostnaðar. kröfu stefndu, niðurstaða fógeta sé lítt rökstudd ,ekki sé tekið fram, að lögbann sé lagt á og ýmist sé ekki tekin afstaða til breytinga sem gerðarbeiðandi óskaði að gera á kröfum sínum eða breyting gerð andstætt ákvæðum réttarfarslaga. Allt þetta leiði til þess að synja beri um staðfestingu á lögbannsgerð- inni. Þess má loks geta, að stefndu kröfðust upphaflega frávisunar málsins á þeim grundvelli, að stjórn Samtaka frjálslyndra hefði sem slík ekki tekið lögmæta ákvörðun um málshöfðun þessa eða um höfðun lögbannsmálsins. Stefndu hafa nú fallið frá þess ari kröfu sem fyrr greinir. Fram er komið, að þau Bjarni Guðnason, Torfi Ásgeirsson, Brynjar Viborg, Inga Birna Jóns- dóttir, Haukur Óskar Ársælsson, Ottó J. Björnsson, Kristján Jó- hannsson, Haukur Sigurðsson og Guðmundur Bergsson, voru kos in í aðalstjórn Samtaka frjáls- lyndra í Reykjavík í allsherjar- atkvæðagreiðslu í samtökunum samkvæmt 4. gr. félagssamþykkt anna. Af gögnum málsins og málflutningi hér fyrir dómi er ljóst, að umræddir stjórnarmenn, að undanskildum Guðmundi Bergssyni, stóðu að ákvörðun stjórnar Samtaka frjálslyndra í Reykjavík fyrir hönd félagsins um höfðun máls eþssa hér fyrir dómi í marzmánuði 1973, svo sem fyrr greinir, var samþykkt svo- felld ályktun á félagsfundi í aSm tökum frjálslyndra í Reykjavík þann 1. marz 1973 vegna úrsagn- ar Bjarna Guðnasonar úr þing- flokki samtakanna: „Fundurinn samþykkir ályktun flokksstjórnar fundar SFV 28. janúar s.l., sem ályktaði að Bjarni Guðnason hefði með tilkynningu sinni á Alþingi um brottför úr þing- flokki SFV „haslað sér völl utan samtakanna“, jafnframt þvi sem flokksstjömarfundurinn beindi þeirri eindregnu ósk til hans um að hverfa aftur til starfa í þing- flokknum. Þar sem Bjarni Guðnason hef- ur ekki orðið við þeirri ósk að liðnum mánaðarfresti og hefur raunar opinberlega heifnað þeim sáttamöguleika, lítur fundurinn svo á, að hann sé utan samtak. anna og geti því ekki verið leng- ur félagsmaður SF í Reykjavík. Felur fundurinn þvi varafor- manni félagsins að gegna for. mannsstörfum til æsta aðalfund- ar.“ Ágreiningslaust er að líta beri á þessa ályktun félagsfundarins sem brottvikningu Bjama Guðna sonar úr Samtökum frjálslyndra í Reykjavík, en deilt er um lög- mæti brottvikningarinnar. Telja verður, að félagsfundur hafi verið bær um að taka þessa ákvörðun. Sú niðurstaða styðst við 3. gr. félagssamþykktanna og almenn lagasjónarmið, enda fer félagsfundur með æðsta vald í félaginu, sbr. 4. mgr. 4. gr. og 1. mgr. 5. gr. félagssamþykkt- anna. Ekki er um það deilt í máli þessu, að réttilega hafi verið boð að til þessa félagsfundar og að öðmm formsskilyrðum hafi verið fullnægt til lögmætrar ályktunar, enda styðja gögn málsins að svo hafi verið. Líta verður svo á, að það hafi varðað félagssamtökin miklu, hvort Bjarni Guðnason hefði „haslað sér völl utan samtak- anna“, ekki síst þar sem hann var formaður stjórnar svo sem fyrr greinir. Ekki hefur verið sýnt fram á, að umrædd ályktun hafi verið reist á ólögmætum sjónarmiðum eða falið ísér sér- stakt réttarbrot g’agnvart Bjarna Guðnasyni ,en hvorki samþykktir né eðli félagssamtakanna veittu Bjarna Guðnasyni sjálfstæóan rétt til veru í félaginu. Ber því að meta brottvikninguna lög- mæta þótt heimild til hennar sé ekki getið. í samþykktum félags- ins. Af þessu leiðir, samkvæmt 2. mgr. 4. gr. samþykktanna og almennum lagarökum um slík fé- lög, að Bjarni Guðnason var jafn framt sviptur umboði til að fara með stjórn í félaginu. Af þessum ástæðum var fram- angreind ákvörðun um málsókn þessa á vegum félagssamtakanna ólögmæt. Ekkert liggur fyrir í málinu um, að rétt stjórn í fé- laginu hafi staðfest : málsókn þessa. Að svo vöxnu máli ber að vísa máli þessu frá dómi jafnvel þótt krafa sé nú ekki gert í þá átt. Málskostnaður á að falla niður. Stefán M. Stefánsson ,borgar- dómari, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá dómi. Málskostnaður fellur niður.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.