Þjóðmál - 06.03.1974, Blaðsíða 8

Þjóðmál - 06.03.1974, Blaðsíða 8
Uppsátur við Ægissíðu. Leynimýri. Uppsátur Tillaga frá Steinunni Finnbogadóttur: í Ijósi vaxandi skilnings á gildi þjóðlegrar arfleifðar og þeirri staðreynd, að senn hverfur möguleiki Reykja- víkurborgar til að varðveita svið gamalla atvinnu- hátta til lands og sjávar, ályktar borgarstjórn að rétt sé að vernda og færa í sitt upprunalega horf þá fáu staði, sem gefa möguleika til slíks, — svo sem bónda- bæina Leynimýri í Öskjuhlíð og Laugarnes svo að jarðnæði þeirra, og einnig varirnar í nágrenni við Lambhól og Þormóðsstaði, ásamt sögulegum minjum. Vísað til Náttúruverndarnefndar er skili álitsgerð til borgarráðs. — Samþykkt með 15 samhljóða atkvæð- um. Þeir, sem tóku til máls um efni tillögunnar voru: Markús Örn Antonsson, Kristján Benediktsson og Albert Guðmundsson. Steinun fylgdi tillögu sinni úr hlaði með þessum orðum: Breyttir þjóðfélagshættir. Þjóðfélagshættir hafa breyst svo ört og afgerandi á stuttum tíma — að kalla má algjört stökk — að maður segi ekki heljarstökk. Til skamms tima bjó þorri þjóðarinnar við kröpp kjör og atvinnuhætti svo gjörólíka þeim sem við búum við nú og höfum búið við síðustu áratugi að æfintýri er líkast. Enginn vill hverfa til fyrri atvinnuhátta þeg- ar orfið og hrífan voru nær einu tækin, sem bóndinn hafði til umráða og stutt er síðan að is- lenskir sjómenn beittu afls við árina á fleytum sínum og hifðu báta sína allt að 10 tonna báta upp á sjávarkambinn með ein- földu spili og studdu bátinn með bökum sínum. Það er ótrúlega stutt síðan að atvinnuhættir voru '--------------------- Steinunn FinnboS v á þennan veg. Þessi mynd sem ég slæ hér upp er fábrotin, en í samfloti við hana eru ótalmarg- ar myndir merkar og lærdóms- rikar fyrir alla og ekki sist ungu kynslóðina — sem á að erfa landið eins og landsfeður orða það oftsinnis og þá með viðeig- andi andagt. Útvegsbændur fjölmenn stétt í landinu. Hugum þá fyrst að bændabýl- um, sem gjarnan voru byggð nálægt sjó, því til sjávar þurftu

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.