Ný þjóðmál - 14.06.1974, Blaðsíða 2

Ný þjóðmál - 14.06.1974, Blaðsíða 2
2 NY ÞJOÐMAL ÞETTA VILJUM VIÐ GERA Sköpum hér á landi þjóðfélag jafnaðar og búsetudreifingar til þess þarf nýja og stórhuga hyggðastefnu, sem F-listinn berst fyrir Eitt af stærstu stjórnmála- verkefnum vorra tfma hér á landi er að snúa við þeirri geig- vænlegu byggðaröskun, sem orðið hefur i landinu á undan- förnum áratugum, og skapa hér þjóðfélag jafnaðar og búsetu- dreifingar. Til þess að leysa þetta verk- efni, þarf mun róttækari og um- fangsmeiri aðgerðir i byggða- málum en hingað til hafa tiðk- ast. Þessar aðgerðir verða að byggjast á skipulegri byggða- stefnu, sem hefur það markmið að viðhalda og efla blómlega byggð um landið allt, og koma á efnalegu menningarlegu og stjórnarfarslegu jafnrétti þegn- anna hvar á landinu sem þeir búa. Stefna F-listans M^lefnagrundvöllur F-listans er það sameiginlega kosninga- ávarp, sem SFV, Möðruvalla- hreyfingin og Samtök jafnaðar- manna hafa samþykkt. Þar er m.a. rakin sú byggðastefna, sem F-listinn berst fyrir i þess- um þingkosningum, og sem þeir þingmenn, sem af F-lista verða ’kjornir, munu leggja allt kapp á að koma i framkvæmd að kosn- ingum loknum. Þar kemur fram, aö i barátt- unni fyrir málefnum lands- byggðarinnar verður af hálfu F- listans lögð höfuðáhersla á eft- irfarandi atriði: A. Lagt verði fram fjármagn, sem raunhæfar úrlausnir i byggðamálum krefjast. Ár- lega verði lagðurákveðinn hundraðshiuti af þjóðartekj- um i Byggðasjóð, sem skipt verði niður i deildir eftir landshlutum. Hlutverk Byggðasjóðs verði að veita fjármagnitil þeirra verkefna, sem brýnust cru talin hverju sinni til þess að stuðla að við- haldi og eflingu byggða i hin- um einstöku landshlutum. Landshlutasamtök eigi aðild að ráðstöfun fjármagnsins. B. Landinu verði skipt i þróun- arsvæði eftir þvi hver byggðavandinn er, en þessi svæðaskipting verði siðan lögð til grundvallar aðgerðum i fjárfestingarmáium, skatta- málum, húsnæðism álum, samgöngumálum, mennta- málum, heilbrigðismálum og öðrum málaflokkum, sem hafa áhrif til lausnar byggða- vandans. Á þeim svæöum, sem lögð verður mest áhersla á, verði fyrirtækjum veitt meiri fyrirgreiðsla, lán til húsbygginga verði hagkvæm- ari, framkvæmdum við bygg- ingar skóla og sjúkrahúsa hraðað og önnur opinber þjónusta sniðin að skipting- unni i þróunarsvæði, en sú skipting verði endurskoðuð á fjögurra ára fresti. C. Gerð verði heildaráætlun um æskilega þróun byggðar á Is- landi fram til ársins 1990. Þessi áætlun nái jafnt til byggðaþróunar i hinum cin- stöku landshlutum, sem nýt- ingar landsins og gæða þess i heild. I). Félagslegt framtak njóti forgangs i atvinnuuppbygg- ingu landsby ggðarinnar. Iteynslan sýnir, að fyrirtæki fólksins sjálfs hafa rcynst hinuin dreifðu byggðum heilladrýgst. . Valdakerfi rikisins verði endurskipulagt með flutningi opinberra stofnana til hinna cinstöku landshluta til að skapa lýðræðislegt jafnvægi i stjórn landsins og styrkja Skagaströnd. framfaraþrótt landsbyggðar- innar. F. Meginforsenda öflugrar byggðastefnu er sú, að undir- stöðuatvinnuvegum þjóðfé- lagsins sé jafnan tryggð við- unandi rekstrarskilyrði. — ibúai strjálbýlisins eiga mest undir þvi komið, að jafnvægi riki i þjóðarbúskapnum. Nýtt skipulag byggðamála i þessari byggðastefnu, sem i öllum meginatriöum er i sam- ræmi við þá stefnu i byggðamál- um, scm ungir framsóknar- menn hafa barist fyrir á undan- förnum árum en forysta Fram- sóknarflokksins hafnað, er i fyrsta lagi lagt til, að komið verði á nýju skipulagi byggða- málanna. Þettaskipulager i meginatrið- um á þann veg, að landinu verði skipt niður i þróunarsvæði eftir þvi hver byggðavandinn er á hverjum stað, og verði þessi svæðaskipting endurskoðuð á fjögurra ára fresti. Með þessum hætti er tryggt, að á hverjum tima sé mest áhersla lögð á að leysa byggðavandann þar sem hann er mestur, þvi þessa svæðaskiptingu á að leggja til grundvallar aðgerðum i fjár- festingarmálum, skattamálum, húsnæðismálum, samgöngu- málum, menntamálum, heil- brigðismálum, og öðrum mála- flokkum, sem hafa áhrif til lausnar byggðavandans. Sömu- leiðis er til þess ætlast, að á þeim svæðum, sem hverju sinni verður lögð mest áhersla á, verði fyrirtækjum veitt meiri fyrirgreiðsla, lán til húsbygg- inga verði hagkvæmari, fram- kvæmdum við byggingar skóla og sjúkrahús hraðað og önnur opinber þjónusta sniðin að skiptingunni i þróunarsvæði. Jafnframt er lögð á það á- hersla, að þegar verði hafist handa við gerð heildaráætlunar um æskilega þróun byggðar á tslandi fram til ársins 1990, og falli skipting landsins i þróunar- svæði að þeirri heildaráætlun á hverjum tima. Með slikri skipulegri byggða- stefnu er hægt að sigrast á byggðavandanum Nýtt fjármagn og aukin áhrif landshlutanna Ljóst er, að til þess að fram- kvæma þessa byggðastefnu þarf mikið fjármagn. Bæði þarf að einbeita þvi fjármagni, sem þegar er fyrir hendi, enn frekar en hingað til að þeim verkefn- um, sem brýnust eru, og einnig þarf að afla viðbótarfjármagns til byggðaframkvæmdanna. F- listinn leggur til i þvi efni, að ár- lega verði ákveðinn hundraðs- hluti af þjóðartekjum lagður i Byggðasjóð, sem skipt vcrði niður I deildir eftir landshlutum. Hlutverk sjóðsins vcrði að veita fjármagni til þeirra verkefna sem brýnust eru talin hverju sinni til þess að stuðla að við- haldi og eflingu byggða i hinum einstöku landshlutum. Jafnframt þvi, sem þannig verður lagt fram það fjármagn, sem raunhæfar úrlausnir I byggðamálum krefjast, verður landshlutasamtökunum veitt aðild að ráðstöfun fjármagns- ins, ef tillögur F-listans i byggðamálum ná fram að ganga. Það verður þvi aðeins, að kjósendur viðs vegar um land veiti F-listanum það braut- argengi, sem þarf til þess að tryggja nýrri félagshyggju- stjórn þingmeirihluta á Alþingi. —E.J. sta bingó ársins að Hótel Sögu á fimmtudaginn F-listinn heldur stórbingó í súlnasal Hótel Sögu fimmtudaginn 20. júní n.k., og hefst það kl. 20.30. FIMM SÓLARFERÐIR A þessu glæsilegasta bingó ársins verða margir vinningar, samtals að verðmæti um 200 þúsund kr! Meðal vinninga eru tvær sólarferðir til Mallorca og tvær ferðir til Costa del Sol Ferð til Rómar verður vinningurinn í happdrætti, sem dregið verður í á staðnum! 'íesii SSlKK ass £S8 ■ ■ '• Stjórnandi verður Baldur Óskarsson Fjölmennið á bingó ársirtsl HBBHBBBHnBnnnHBBnHHHiBHHHnBBHHHHHBBBnnHn

x

Ný þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný þjóðmál
https://timarit.is/publication/553

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.