Ný þjóðmál - 14.06.1974, Blaðsíða 4

Ný þjóðmál - 14.06.1974, Blaðsíða 4
4 NÝ ÞJÓÐMÁL F-LISTII VESTURLANDSKJÖRDÆMI 1. Haraldur Henrysson. Fæddur i Reykjavik 17. febrúar 1938. Lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um i Reykjavik 1958 og embættis- prófi i lögfræöi frá Háskóla Is- lands 1964. Stundaði jafnan sjó- mennsku á námsárum sinum á togurum og farskipum. Siðan 1964 hefur hann lengst af starfað sem fulltrúi bæjarfógeta i Kópavogi en var skipaður sakadómari i Reykjavik á sl. ári. Hann var all- lengi formaður útgáfustjórnar blaðsins „Frjáls þjóð”. Var einn af stofnendum Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna og hefur átt sæti i framkvæmdastjórn þeirra frá upphafi. Er kvæntur Elisabetu H. Kristinsdóttur. 6. Guðmundur Ágústsson, f. 27. mars 1948 að Stóra Skógi, Miðdöl- um Fluttist ungur með foreldrum sinum að Erpsstöðum, Miðdölum og býr þar nú með föður sinum. Fyrrverandi stjórnarmaður FUF i Dalasýslu. 2. Þorsteinn Ragnarsson.Fæddur 1. október 1936 i Reykjavik. Flutt- ist ungur með foreldrum sinum að Höfðabrekku i Mýrdal, þar sem hann ólst upp. Lauk lands- prófi frá héraðsskólanum að Skógum undir Eyjafjöllum 1953. Stundaði eftir þaö sjómennsku á fiskiskipum og farskipum til 1958, er hann hóf nám i blikksmiði á Akranesi. Rak hann þar blikk- smiðju ásamt öðrum til 1967, en þá réðist hann sem verkstjóri til verktaka við Búrfellsvirkjun. Á árinu 1970 stofnsetti hann með öðrum fyrirtækið Skagaprjón á Akranesi og hefur veitt þvi for- stöðu sfðan. Sat i bæjarstjórn Akraness siðasta kjörtimabil. Kvæntur er þorsteinn Ernu Eliasdóttur og eiga þau 3 börn. 7. Herdfs ólafsdóttir. Fædd 28. febrúar 1911 aö Vindási i Kjós. Fluttist til Akraness 16 ára að aldri og hefur átt þar heima sið- an. Hefur starfað mikið að mál- efnum verkalýössamtakanna og lengst af verið formaður kvenna- deildar Verkalýðsfélags Akra- ness, sem stofnuð var 1931. Atti um árabil sæti i sambandsstjórn Alþýðusambands Islands. Hefur tekið þátt i ýmsum öörum félags- störfum á Akranesi. Gift Hannesi Guðmundssyni, verkamanni, og eiga þau 3 börn. 3. Jón A. Guömundssoner fæddur 15. mars 1934 á Innsta-Vogi við Akranes. Flutti ^þaðan með for- eldrum sinum að Innra-Hólmi og ólst þar upp. Nám i Héraðsskól- anum að Núpi. Stundaði siðan sjómennsku og verkamanna- vinnu uns hann gerðist fram- kvæmdastjóri „Frjálsrar þjóðar” i Reykjavik 1956—1960 en eftir það varð hann framkvæmdastjóri og einn af útgefendum vikublaðs- ins „Fálkinn”. Hóf búskap á Kollslæk i Hálsasveit 1963 og hef- ur búið þar siðan. Kvæntur Elsu Engilbertsdóttur úr Reykjavik. 8. Bragi Húnfjörð. Fæddur 3. mai 1926 i Reykjavik. Ólst upp að Vig- hólsstöðum, Fellsströnd. Var bóndi þar 1950—1955. Flutti þá til Stykkishólms og hefur starfað þar lengst af sem sjómaður og vélstjóri. Lærði siðar skipasmið- ar og starfaði við þær en nú rekur hann með öðrum Rækjunes h.f. i Stykkishólmi. 4. Sveinn Jóhannesson er fæddur 31. mars 1931 á Stafnseli i Staf- holtstungum. Fluttist ungur að Flóðatanga i sömu sveit og ólst þar upp hjá foreldrum sinum. Nám i Héraðsskólanum i Reyk- holti. Stundaði alla algenga vinnu uns hann tók við búi i Flóðatanga 1962 og hefur búiö þar siðan. 1 stjórn Ungmennasambands Borgarfjarðar 1967—1971. Kvænt- ur Þorbjörgu Valdimarsdóttur af Barðaströnd. 9. Hrafnhildur Ingibergdóttir. Fædd 7. september 1926 að Núp- um, ölfusi. Stundaði nám i hér- aðsskólanum að Laugarvatni og við húsmæðraskóla i Danmörku. Hefur búið að Hreðavatni ásamt eiginmanni sinum, Þórði Kristjánssyni, siðan 1950. 5. ólafur Egilsson Fæddur 16. ágúst 1939 i Borgarnesi. Ólst þar upp og stundaði þar störf'hjá Kaupfélagi Borgfirðinga uns hann hóf búskap 1973 að Hunda- stapa á Mýrum. Kvæntur Ólöfu Guðmundsdóttur. 10. Hjörtur Guömundsson, fæddur 13. april 1901 I Stykkishólmi. Starfaði þar við fiskverkun, verk- stjórn og verslun. Var lengi i stjórn Verkalýðsfélags Stykkis- hólms sem ritari og formaður. Fluttist til ólafsvikur 1955 og starfaði þar við byggingavinnu, fiskeftirlit og fiskmat. Kvæntur var Hjörtur Kristrúnu Zakarias- dóttur, er lést 1961. K osningaskrifs tofur F-LISTANS A Akureyri Kosningaskrifstofa F-listans á Akureyri er að Brekkugötu 5. Simi er 11516. Skrifstofan er opin daglega frá 9-12 og 13-19. í Kópavogi Kosningaskrifstofa F-listans i Kópavogi er að Hjallabrekku 15. Simi er 43160. Skrifstofan verður fyrst um sinn opin öll kvöld kl. 20.30-22.30, og um helgar frá kl. 2-6. I Reykjavik Kosningarskrifstofa F-listans í Reykjavik er að Ingólfsstræti 18. Siminn er 27894. Skrifstofa málgangs F-listans er að Ingólfsstræti 18, sími 19920. Hafið samband við skrifstofurnar! Úr stefnuávarpi Möðruvallahreyfingarinnar: Kjarni stefnunnar Á siðastliðnum vctri sendi Möðruvallahreyfingin út stefnu- ávarp, þar scm hún skilgreindi jafnt þá grundvallarstefnu, sem og stefnu i einstökum mála- flokkum, sem hún vildi vinna að. I fyrstu tveimur köflum þessa stefnuávarps er sérstaklega rakið annars vegar hvernig farið getur fyrir stjórnmála- flokkum, þegar þeir foringja sinna vegna týna þeim hugsjón- um, sem kraftar þeirra voru i upphafi helgaðir, og hins vegar hver ætti að vera kjarninn i stefnu og störfum Framsóknar- flokksins að áliti Möðruvalla- hreyfingarinnar — sá kjarni, sem hreyfinginn vildi berjast fyrir. Þessir kaflar stefnuávarpsins lýsa mjög vel þvi, sem Möðru- vallahreyfingin hefur sett á oddinn i baráttu sinni, og eru þeir þvi birtir hér á eftir: Hagsmunatæki fáeinna oddamanna „Það hendir stundum, að flokkar týna á löngum ferli þeim hugsjónum, sem kraftar þeirra voru i upphafi helgaðir. Fámennar sveitir forystu- manna missa sjónar af mark- miðum, sem hinn almenni liðs- maður taldi tilgang baráttunn- ar. Flokkurinn hættir að vera vettvangur umbótastarfs og al- hliða þjóðmálaumræðu. Hann verður hagsmunatæki fáeinna oddamanna, sem beita valdinu fyrst og fremst til styrktar eigin hag, krefjast lofsöngs og hlýðni i röðum liðsmanna og verða ókvæða við, ef örlar á gagn- rýni. Völd hversdagsins verða leiðarljós baráttunnar. Hug- sjónum um nýtt og betra þjóð- félag er varpað fyrir borð. Þótt oddamennirnir týni Framhald á 9. siðu. Kosningasjóður F-listans Framlögum i kosningasjóð F-listans er veitt mót- taka á kosningaskrifstofum listans viða um land. í Reykjavik verður framlögum veitt móttaka að Ingólfsstræti 18. Styðjið baráttu F-listans með fjárframlögum. F-listinn

x

Ný þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný þjóðmál
https://timarit.is/publication/553

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.