Ný þjóðmál - 14.06.1974, Blaðsíða 12

Ný þjóðmál - 14.06.1974, Blaðsíða 12
#ící>mál VIÐ TAKANDI: íslensk alþýða til sjávar og sveita: SAMEINUMST GEGN HÆGRIHÆTTUNNI! Það verður augljósara með hverjum deginum, að ihaldsöflin i landinu, Sjálfstæðisflokkurinn og forysta Alþýðuflokksins, stefna nú að myndun nýrrar stjórnar, ef það óhapp henti islenska kjósendur að veita þessum tveimur flokkum meiri- hiuta á Alþingi, eins og þeir höfðu fyrir siðustu kosningar. í þessu skyni mun Sjálfstæðisflokkurinn veita Alþýðuflokknum þann stuðning, i þessum kosningum, sem hann telur þörf á, til þess að Gylfi og kumpánar hans komist áfram inn á Alþingi. Þar sem þessir hægristjórnardraumar eru stórhættulegir fyrir framtíðar- kjör íslenskrar alþýðu, er mikilvægt að kjósendur rifji það mjög rækilega upp, hvað fólst i raun og veru i hægri- stjórn þessara flokka fyrir fáeinum árum. Kjósendur verða að íhuga það vandlega, hvort þeir vilja raunveru- lega kalla yfir þjóðina endurtekningu þess hörmungarástands, sem ,,viðreisnin” skapaði. Til þess aö kjósendur geti gert sér betur grein fyrir þeirri þjóðarógæfu, sem ný hægri stjórn væri, skulu hér á eftir dregin fram nokkur megineinkenni þeirra hörmungatfma i islensku atvinnu- og efna- hagslifi, sem kenndir hafa veriö viö „viöreisn” Erlendur gjaldeyrir hækkaði um 100% á einu ári A timum hægristjórnarinnar var ekki hægt aö tala um „gengisfellingar” i venjulegri merkingu þess orös, heldur hæföi oröið „gengishrun” betur þvi sem þá gerðist. Gengið var fellt hvaö eftir annað, og á 11 mánaöa timabili á seinni hluta „viðreisnaráranna” hækkaði erlendur gjaldeyrir af völdum gengisfellinga um rúmlega 100%. Þetta var á árunum 1967 og 1968 þegar gengið var tvivegis fellt, og þaö stórlega i hvert skiptið. Slikt gengis- hrun hefur verið óþekkt á tslandi bæöi fyrr og siöar. Heildar gengishrunið á „viöreisnartimanum” sést best af þvi, að við upphaf þess timabils kostaði einn Bandarikjadalur 16,32 krónur Islenskar, en viö lok timabilsins kostaði einn Bandarikjadalur 88,10 krónur. Vilja islenskir kjósendur kalla yfir sig á ný slikt gengishrun? Ef þið viljið það, þá skuluð þið kjósa Sjálfstæðis- flokkinn eða Alþýöuflokkinn. En ef þið viljið það ekki, þá er öruggasta leiöin til að hindra slikt að kjósa F-listann. 5000-6000 atvinnulausir — á annað þúsund landflótta A tima hægristjórnar „viðreisnarflokkanna” skapaðist hið alvarlegasta ástand i atvinnumálum landsins, sem leiddi til almenns atvinnuleysis. Fór svo um tima, aö milli 5000 og 6000 einstaklingar voru skráðir atvinnulausir, og voru þó á annað þúsund Islendingar komnir I atvinnu i öðrum löndum — sumir hinu megin á hnettinum I Astralíu. Þaö gefur nokkra hugmynd um, hversu alvarlegt atvinnuleysiö var, að áriö 1968 töpuðust 269 þúsund vinnudagar vegna atvinnuleysis, 589 þúsund vinnu- dagar árið 1969 og 333 þúsund árið 1970, eða samtals 1.191.000 vinnudagar á þremur árum. —■■' - . ’ /* " A atvinnuleysisárum „viðreisnarstjórnarinnar”. Nú riður á fyrir launþegastéttirnar I landinu að bægja hægri hættunni frá. Vilja kjósendur kalla þetta ástand aftur yfir landsmenn? Vilja þeir aftur slíka hægristjórn? S tyrjalda rástand á vinnumarkaðinum Verulegur hluti svonefnds „viðreisnartlmabils” hægriflokkanna einkenndist af stöðugu striði viö samtök launþega og Itrekaðri kjaraskerðingu. Þessar aðgerðir leiddu til neyðaraðgerða af hálfu verkalýðshreyfingarinnar. Afleiðingin var heims- met i verkföllum samkvæmt opinberum skyrslum. Sem dæmi má nefna, að árið 1961 voru tapaðir vinnudagar vegna verkfalla liðlega 278 þúsund, árið 19631iðlega 206 þúsund, árið 1968 um 216 þúsund og árið 1970 rúmlega 295 þúsund, svo nokkur ár séu tekin af handahófi. Þetta ástand er hægt að bera saman við almennan vinnufrið á tima núverandi rikisstjórnar. En kjaraskeröingarstefnan bar þann árangur, þrátt fyrir varnaraðgerðir launþegasamtakanna, að lifskjörin bötnuðu ekkert. Þannig sýndu opin- berar skýrslur, að kaupmáttur tlmakaups var lægri árið 1970 en við upphaf hægri stjórnar. Þetta kom berlega i ljós, þegar athugaöur var kaupmáttur vegins meðaltals dagvinnutaxta Dags- brúnar á hverja greidda vinnustund án orlofs, og þá miðað við visitölu vöru og þjónustu. Visitala þessa kaupmáttar var sett á 100 árið 1963, en hún reyndist vera nokkru hærri, eða 119,9 stig, árið 1959, heldur en 1970, er hún var 109,9 stig. Þetta sýnir greinilega hvernig kaupmáttur timakaupsins þróaðist á timum hægristjórnarinnar. Vilja launþegar kalla yfir sig nýtt slikt timabil kjaraskeröingar? Eða setja traust sitt á þá vinstri menn, sem bjóða fram I nafni F-listans og vilja varðveita kaupmátt launanna og leysa efnahags- vandann án þess að skerða kjör láglaunafólksins? Vantrú á íslenskum atvinnuvegum Eitt af megineinkennum hægristjórnarinnar — og ein af ástæðunum fyrir atvinnuleysinu og vand- ræðaástandinu i efnahagsmálunum á þeim tima — var sú mikla vantrú, sem hægrimenn höfðu — og hafa vist enn — á islenskum atvinnuvegum. Þessi vantrú birtist sérstaklega i þvi, að viðreisnarherr- arnir töldu erlenda stóriðju vera framtiðaratvinnu- veg landsmanna. Þeir lögðu þvi allt kapp á að fá hingaö erlenda stóriðju og erlent einkafjármagn, en vanræktu islenska atvinnuvegi. Þetta kom skýrt fram annars vegar I draumum sumra ihaldspostul- anna um 20 álverksmiðjur, og hins vegar i þvi, hvernig togarafloti landsmanna grotnaöi niður, svo að hann var vart umtalsverður I lok hægristjórnar- timabilsins. A siöustu árum hefur þveröfug stefna rikt: stefna, sem byggir á trú á Islenska atvinnuvegi og eflir þá umfram allt en lætur erlenda stóriðju lönd og leið. þessi stefnubreyting hefur sýnt sig I verki. Vilja kjósendur skipta á ný? Vilja þeir veita postulum erlendrar stóriðju á ný stjórnartaumana, svo draumurinn um 20 álbræðslur ráði á ný meiru hér á landi en uppbygging Islenskra atvinnuvega vlða um landið? Aðgerðarleysi í sjálfstæðismálunum Enn eitt einkenni hægristjórnar „viðreisnar- flokkanna” var algjört aðgerðarleysi þeirra I sjálf- stæðismálum þjóðarinnar. Að sjálfsögöu gerðu þeir ekkert til að losa Islendinga við erlenda hersetu, enda báðir flokkarnir fylgjandi þvi, aö hún verði sem lengst og mest. En þeir gerðu heldur ekkert i landhelgismálinu, annað en binda Islendinga á klafa smánarsamningsins frá 1961, sem siöan hefur verið erfiður þröskuldur I landhelgisbaráttu Islendinga. Þetta aðgerðarleysi var algjört I 12 ár, og það þurfti vinstri stjórn til þess aö koma hreyfingu á málið og vinna umtalsverðan áfanga- sigur. Sá áfangi hefur átt hvað mestan þátt I þvi, að nú blasir við viðtæk viðurkenning á 200 sjómilna efnahagslögsögu. Treysta kjósendur hægriflokkunum til þess að bregða út af áratuga vana aðgerðarleysis I land- helgismálinu? Eða vilja þeir gera sitt til að tryggja rikisstjórn, sem vitað er að mun vinna að frekari útfærslu fiskveiðilögsögunnar eins og kostur er? Valið er skýrt: F-listann eða hægristjórn Þetta eru nokkrar þeirra spurninga, og stað- reynda, sem kjósendur verða að velta fyrir sér áður en þeir ganga að kjörborðinu 30. júni næstkomandi. Svör þeirra við þessum spurningum verða afdrifarlk fyrir þjóðfélagiö i heild, og þá ekki síst fyrir islenska alþýðu. Hver og einn cinasti kjósandi, hvaða flokk sem hann hefur stutt i liðnum kosningum, þarf að svara þessum spurningum i huga sér áður en hann setur kross sinn á atkvæða- seðilinn. Þeir, sem standa að F-listanum, trcysta á dóm- greind kjósenda. Þeir óttast þvi ekki úrslitin 30. júni. En á það skal þó sérstaklega bent, að til þess að sá árangur náist, sem aö er stefnt, þarf sigur F-listans að veröa umtalsverður, og þingstyrkur hans verulegur. Með þvi móti tryggja kjósendur best hagsmuni Islenskrar alþýðu til sjávar og sveita. EJ VIÐ VILJUM RÓTTÆKA BYGGÐASTEFNU

x

Ný þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný þjóðmál
https://timarit.is/publication/553

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.