Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1949, Síða 26

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1949, Síða 26
Útverðir hajsins. Þannig kynnast sjómenn hajísnum ojt á Halamiðum. sömuleiðis milli Noregs og Svalbarða. Aðalútgöngudyr íssins eru því milli Grænlands og Svalbarða suður með austurströnd Grænlands. Nokkuð af ís rekur og suður með Labrador, en mest kveður að borgarís á þeim slóðum. Talið er, að um 20000 teningskílómetrar af ís reki árlega frá íshafinu til suðurlægari hafa. Mikið af ís þiðnar að sumrinu eða gufar upp, einkum í eyja- hafinu norðar af Kanada og fyrir ströndum Síbiríu. Mikið af ísnum velkist mörg ár í íshafinu, eftir að hann myndast, þangað til honum skolar út í hlýrri hafsvæði. Þennan tíma: er ísinn á hægu reki undan vindi og straumi frá. norðurströndum Síbiríu og heimsskautinu að sundinu milli Svalbarða og Græn- lands. Þekkingu á ísrekinu er áfátt, en norðurför Friðþjófs Nansens og rússneska Papanini-leiðangurs- ins hafa sýnt meginhreyfingu ísfillunnar. Það er örlagaríkt fyrir okkur, að meginþungi íss- ins frá Norðurskautshafinu skuli leggjast suður með austurströnd Grænlands — því nær í beina stefnu á Island. Til allra hamingju liggur allharður hafstraum- ur fast fram með austurströnd Grænlands og heldur ísnum að ströndinni og hraðar mjög för hans suður eftir. Undan Scoresbysundi greinist þó kvísl úr Græn- landsstraumnum suðaustur á bóginn, og nær hún aust- ur fyrir ísland og suður um Færeyjar, þar sem hún blandast Atlantshafsvatni eða hverfur undir það. Nefnist straumkvísl þessi Austur-íslandsstraumur. Með honum berst stundum ís austur á móts við Langanes og getur þá sett upp að ströndinni í hörðum norðan- áhlaupum. í öðru lagi er sundið milli Vestfjarða og Grænlands svo þröngt, að það getur hæglega fyllzt landa á milli af ís, einkum ef suðvestan og vestan- átt gerist þrálát. Vestanáttin dregur úr suðurfallinu í Grænlandsstraumnum, en eykur suðaustanfallið 1 Austur-íslandsstraumnum. Verður þetta hvorttvegg)2 til þess að þrýsta ísnum að Vestfjörðum og austur me^ landi að norðan. Auk þess liggur mjó kvísl af Atlants' hafsvatni norður með íslandi að vestan og austan me^ landi að norðan. Er það segin saga, ef ís kemst upp að Horni, að hann rekur viðstöðulaust inn á Hun*1' flóa, nema A-strekkingur standi á móti honum. Vin^' ar hafa mikil áhrif á yfirborðsstrauma hafsins og þar með á ísrekið. Er talið, að 100 cm vindhraði á sekunóu (andvari) valdi straumhreyfingu um 1.77 cm á seh- eða 1.5 km á sólarhring. Venjulegur hraði á ísrekmu í Norðurskautshafsins er talinn 1—2 km á dag, meSt' ur í sept., minstur í aprílmánuði. En vitanlegu er þetta mjög breytilegt. Þess ber að gæta, að hafstraum' ur, sem vindar valda, stefnir um 45° til hægri v1^ vindáttina. Það er auðsætt, að ísrek er miklu h*ttU' legra, ef mikil frost eru samtímis. Þegar ísinn kemst inn á firði og víkur, þar sem sjór er tiltölulega kytr’ frýs hann fljótt í hellu og verður þá þungur í vöfuU' um, þótt vindur standi af landi. , Til eru margar kuldalegar lýsingar á ísárum her 3 landi, en ekki verða þær raktar hér. Sem dæmi m*ctl minna á ísasumarið 1882. í apríl um vorið sást ísbruu úti fyrir öllu Norðurlandi, og dagana 24—26. aprl1 setti ísinn inn í alla firði norðan lands og austa11, Rak ís suður fyrir land og vestur um Ingólfshöfó3- í öðrum og verri ísárum hefur ísinn komizt til Vest' mannaeyja og jafnvel fyrir Reykjanes inn í Faxafl°3' Þegar leið á sumarið, lónaði ísinn sundur annað sl3§' ið, en ekki fór hann að fullu frá Norðurlandi fyrr e11 um höfuðdag. Jók þetta mjög á trú manna á veðuf' bata með höfuðdegi, þegar tíðarfar var erfitt. 6 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.