Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1949, Side 51

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1949, Side 51
HEILSURÆKT eftir Júlíus Kr. Ólafsson , Þann 24. janúar 1939 var Náttúrulækningafélag Islands stofnað af hóp manna í Reykjavík. Hinn janúar í ár átti þetta félag 10 ára afmæli. ^áttúrulækningafélag íslands naut lítillar vinsældar 1 byrjun. Því er þannig varið, að allar miklar hugsjónir Cr valda stefnubreytingum, verða í byrjun að heyja m*kla baráttu við ríkjandi skoðanir og venjur. Nú hefur mönnum skilist, að markmið og leiðir félagsins vru þýðingarmiklar fyrir einstaklinga og þjóðina. í híefni af afmælinu vil ég því árna því og forustumönn- um þess allra heilla. ^ig langaði að segja ykkur sem þessar línur lesið, Sugu af sjálfum mér eða hluta úr lífi mínu. Hvernig ^rár með góðri aðstoð, tókst að ná heilsu og komast UPP úr alvarlegum veikindum. (Ég vildi segja frá þessu, ef það gæti orðið öðrum til eftirbreytni, er sv*Pað stæði á um.) Það á ef til vill ekki við, á tímum ^aldrifjaðrar efnishyggju, að vera sannur og hrein- skilinn eða segja hug sinn allan. Það tilheyrir andrúmslofti líðandi stundar, að vera útundan sér, tviræður, brosa til hægri og vinstri, eiga ekki neitt a kættu, tilla niður fótunum, þannig, að sporin hræði ckki eða hrópi. Beggja vinur, engum trúr. Svei þessu! ^að er gæfusamlegra, að falla eða sigra á því, sem ^aður telur sannast og réttast. Einhverntíma og einhverssstaðar mætir maður sjálfum sér eða gjörð- Urn sínum og verður að svara fyrir sig! ■^að, sem ég vildi segja er þetta: Frá því ég man eftir mér j,ef.j 'g verJð heilsugóður. Það, sem hefir að mér alla tíma eru tregar 'hægðir. Ég leitaði æknis vegna þeirra, en fékk ekki bót meina minna SVn að haldi kæmi. Mér var tjáð, að ég væri með 'roniska ristilbólgu, sem væri mjög erfið viðureign- a,r> hatnaði bæði seint og í flestum tilfellum alls ekki. S fékk meðul, sem mér fundust koma að gagni að byrja með, svo sótti í sama horfið. Ég fór að trassa meðulin og hætti alveg við þau, lét ráðast hv fa: enær tæming varð. Þetta gekk ágætlega að mér nnst. Ég hafði enga verki eða tilkenningu, svo ég taldi allt í besta ásigkomulagi. Árið 1932 fékk ég fyrsta hættumerkið. Það byrjaði með lítt þolandi kvölum í kviðarholinu. Læknir var sóttur (skipið sem ég var á lá þá í Reykjavík), sagði læknirinn, eftir rannsókn, að það væri í nýrunum, að það væru senni- lega steinar sem hefðu losnað og væru að þoka sér niður. Við myndatöku kom í ljós, að steinar voru í hægra nýra. Þetta kast stóð í rúman sólarhring. Læknirinn tjáði mér, að ég gæti átt á 'hættu, að fá samskonar kast fyrirvaralaust og hvenær sem væri. Hann sagði, að ekki væri hægt, að fjarlægja steinana, með öðru en uppskurði (sem ég ekki vildi, á þessu stigi málsins), eða þá, að þeir þrengdu sér niður þvag- göngin og ylli það miklum kvölum. Rúmu ári síðar fékk ég annað kast, sem stóð yfir 11 daga, var ég þá skrambi illa haldinn. Heitir bakstrar komu þá að beztum notum við linun verkjanna. Þetta gekk yfir eins og margt ann- að mótdrægt. Ég komst á fætur og til starfs. Þegar mynd var tekin af nýrunum sáust engir steinar. Var ég þá glaður, að vera laus við grjótið, og taldi mér trú um, að þar með væri draumurinn búinn. Að sjálfsögðu breytti ég ekki lifnaðarháttum eða matar- æði eftir að ég komst á fætur, enda taldi læknir- inn þess ekki þörf. Nú líða mörg ár, ég kenni mér einskis meins, er öruggur um, að ég hafi komist yfir nýrnaveikina. Tæpum tíu árum síðar varð ég skyndilega veikur, fæ yfir 40 stiga hita og mikla innvortis köldu, að öðruleyti enga verki eða tilkenningu. Læknir var sótt- ur, eftir ransókn á mér og þvæginu gaf hann þann úrskurð, að þetta stafaði frá nýrunum. Læknirinn úr- skurðaði, að ég mætti ekki borða neitt til að byrja með, aðeins hafraseyði, vatn og pillur. Þetta kast stóð yfir í rúma viku, hitinn hvarf og ég fór á fætur eftir 10 daga. Þegar á fætur kom fann ég, að ég var enginn maður. Mér fór ekkert fram, var með innvortis- kulda og þróttlaus. Eftir nokkra daga á fótum lagðist ég aftur, með háum hita, en verkjalaus með öllu. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 31

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.