Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1929, Qupperneq 62

Eimreiðin - 01.04.1929, Qupperneq 62
150 GUÐFRÆÐINÁM OG GÓÐ KIRKJA eimreiðin göllum deildarinnar sé teygt all-mjög úr hófi fram, en kostir allir rýrðir að því skapi. Af því það er óhjákvæmilegt, að slík lýsing á einni af æðstu mentastofnunum þessa lands hljóti að rýra álit hennar í augum þeirra, er ekki hafa nánari kynni af henni, lít ég svo á, að íslenzkum almenningi sé greiði gerr, að þær upplýsingar séu gefnar, er ganga sönnu nær. Af grein R. E. Kv. verður ekki annað ráðið en að guð- fræðinámið gangi út á það eitt að kynnast fornum og úrelt- um trúarbrögðum, Gyðingatrú og trúarhugmyndum fornkirkj- unnar, og í þetta fari orka og athygli íslenzkra prestsefna óskift í þau 4 ár, sem þeir búa sig undir starf sitt. »Alt hitt er vanrækt, sem þeim er mikilvægara að átta sig á«, segir hann. Er all-furðulegt, að heyra slíku haldið fram. Hið sanna er, að í guðfræðideildinni er fyrst og fremst lesin kristin guð- fræði. En þannig nefnist vísindagrein, sem fæst við sín af- mörkuðu, ákveðnu verkefni. Það er hægt í stuttu máli að gera grein fyrir því, hvert verkefni hennar er. Það er hægt með tveimur orðum. Orðin eru Jesús Kristur. Kristin guð- fræði fræðir um ]esú Krist. Og sú vísindagrein er kend í guðfræðideild Háskóla Islands. Þar er verið að kynnast per- sónu hans, lífi hans kenningum hans og áhrifum. Ég skil' ekki, að nokkur geti setið svo í einum einasta tíma í deild- inni, að honum sé þetta ekki ljóst. Að minsta kosti verður þá að ætla, að efiirtekt og skilningur slíks manns sé furðu- lega gerður. — En þar sem Jesús Kristur er söguleg stað- reynd, hlýtur vísindaleg rannsókn, sem við hann fæst, að krefjast ítarlegrar sögurannsóknar. Þess vegna hljóta Iíka þær söguheimildir, er um hann fræða, að vera aðalgrein guðfræð- innar. Svo er það líka í guðfræðideild vorri. Rannsókn Nýja- testamentisins er þar langsamlega yfirgripsmesta verkefnið- Sé miðað við lesmálið eitt og víðáttu þess, þá hygg ég, að það láti nærri lagi, að þær bækur, er um Nýja testamentið fjalla, taki yfir röskan helming þess lesmáls, sem ætlað er til guðfræðiprófs. Grunar mig jafnvel, að hér sé væglega ágizkað, en sjálfur lauk ég svo mínu prófi, að ég hafði aldrei talið saman eða reiknað út blaðsíðufjölda námsgreinanna. Uin Gamla-testamentis námið, sem R. E. Kv. vex svo mjög ' atigum, er það að segja, að því er vitanlega haldið við af
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.