Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1930, Page 46

Eimreiðin - 01.07.1930, Page 46
254 JAN UMB eimreiðin lítið um það, hvað var að vera hafður að allra bitbeini og dáði með sjálfum mér hinn kúgaða, sem alt í einu gerðist réttlát hetja — nærri því guð — og vann á kúgurum sínum. Hann hafði líka hefnt einhvers, sem í mér bjó — og þó einkum rétt hlut minn á einhvern hátt. Eg fékk mér vinnu við höfnina, keypti munntóbak fyrir þá aura, sem ég vann mér inn með súrum svita, og laumaðist með það inn á spít- alann til hans. Hann lá og var að spila á spil við stýrimann- inn; það var það, sem ég sízt skildi. Ekkert nema lífið sjálft setur fram kenningar sínar á svona miskunnarlausan hátt; en einhver ævintýrabjarmi var þó yfir þessu atviki. Það sýndi mér í öllu úrræðaleysinu, sem f því fólst, sjálft gamla ævintýrið um olnbogabarn allra, fátæka munaðarleysingjann, sem losnar úr álögunum og finnur, að hann er konungssonur. Mér var þá þegar hjarta næst að gleyma öllum prestræðum og lexíulærdómi eins fljótt og unt væri og afla mér siðferðislegs þroska af hinum stórfenglegu viðburðum lífsins. Sem betur fór varð ég líka neyddur til þess. Það, sem mótast í sál barnsins, er sem greypt í stein, og einatt sótti ég mér í þrengingum bernsku minnar þrótt til þessarar fyrstu kynningar minnar við hinn rússneska öreiga. Hvernig gat hjá því farið, að ég kannaðist við hann, ]an Umb, þegar hann kom aftur í mynd byltingarinnar, að ég bæri lotningu fyrir honum, og mér þætti vænt um hann eins og forðum? Honum hafði aukist þróttur og jafnframt mannúð. Nú nægði honum ekki að hrista bölvunarokið af sér einum, heldur barðist hann fyrir alla, sem voru þjakaðir og kúgaðir. Hann var forðum mikill í mínum augum, en nú kom hann eins og réttlætið sjálft, sem hafði tekið sér bústað í hinum lömuðu, keyrt áfram af hinum sterku með harðneskju. Var hann of harðhentur á böðlum mannkynsins? Það réttlæti, sem þreifar upp fyrir sig með silkihönzkum, er alls ekkert réttlæti. Jehóva býr í dag hjá þeim kúguðu — það er það, sem veldur því, að tímarnir eru merkilegir og göfgandi — þeir eiga að krefja hið gamla reikningsskapar og leggja áætlanir að því nýja; þeir ráða lögum og dómi. Þetta er 6pánnýtt. Aldrei eru dæmi til þess í sögu mannkynsins, að þróunin hafi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.