Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1930, Side 90

Eimreiðin - 01.07.1930, Side 90
298 RAUÐA DANZMÆRIN eimreiðin og er nú ekkert sem skyggir á hamingjuna um hríð. Þannig segist Mötu Hari frá. En barnið lifði ekki lengi, því ein af þernum hennar gefur barninu inn bráðdrepandi eiturtegund eina, sem aðeins er þekt í Ausfurlöndum. Mata Hari lýsir því mjög átakanlega, hvernig áhrif þetta ódæði hefur á hana. Hún verður svo yfirkomin af harmi og reiði, að hún ræður ekki við villimannseðlið í sjálfri sér og kyrkir í greipum sér þernuna, sem hafði svikið hana og rétt barninu eiturbikarinn. Þessi saga, sem Mata Hari gaf út um fortíð sína, skapaði um hana æfinfýraljóma, gerði líf hennar að leyndardómi og jók á seiðmagn hennar. Það var Iitið á hana eins og opin- berun úr austurvegi, enda styrkti alt útlit hennar þá trú manna, að hún væri Austurlandakona. Þótt hún væri hollenzk og fædd í Hollandi var andlitsfall hennar einkennilega austrænt. Auk þess var hún rauðbrún á hörund. En þetta einkenni hafði hún erft frá forfeðrum sínum, sem voru Gyðingar — en ekki frá Hindúum. Mata Hari og æfisaga hennar, eins og hvorttveggja var í raun og veru. Þess gerist ekki þörf að skýra hér ítarlega frá æskuárum Mötu Hari, enda skal Iátið nægja að segja frá þeim í örfáum dráttum, til þess að sýna og sanna hvílíkur uppspuni það var, sem hún sagði sjálf um fortíð sína. Hún var fædd í borginni Leeuwarden í Hollandi 7. ágúst 1876 og skírð Margrét Geirþrúður. Eini skyldleikinn við Austurlandamenn var sá, að í æðum hennar rann Gyðingablóð, því faðir hennar var af Gyðinga-ættum. Hann hét Adam Zelle og var efnaður fjár- sýslumaður, en móðir hennar var af Van der Meulen-ættinni, sem var vel metin og kunn ætt þar í bæ. Æska Margrétar mur. ekki hafa verið neitt viðburðaríkari en títt var uin ljós- hærðari leiksystkin hennar þarna í borginni, sem gengu með Margréti í barnaskólann og hoppuðu með henni glöð og áhyggjulaus á bökkum mórauðra síkjanna. Þegar Margrét var fjórtán ára, var hún send í kaþólskan klausturskóla. Þar var hún í fjögur ár, en að þeim tíma liðn- um dvaldi hún um hríð í Haag, höfuðborg Hollands. Þar kyntist hún gervilegum liðsforingja af nafnkunnum skozkum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.