Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1946, Page 23

Eimreiðin - 01.07.1946, Page 23
EIMREIÐIN Prédikun í Helvíii. Eftir Helga Konráðsson. I. Mér finnst ég niega til með að segja frá þessum undarlegasta degi ævi minnar. Eða var það draumur? Það lief ég aldrei getað gert mér ljóst. Og ekki lieldur, hvar ég var staddur í þessari tilveru, sem líkami minn og andi ferðast um. Ég held þetta liafi byrjað þannig, að ég sat heima og liorfði út um gluggann og sá, livemig morgunsólin var á leið- inni niður fjallshlíðina ofan í dalinn. Þá hljóp lítil telpa út á götuna, en gætti sín ekki og datt og fór að gráta. Mamma hennar kom lilaupandi, tók liana í fangið og kyssti hana. Og telpan ^ór að hlæja og brauzt úr faðmi móður sinnar og hljóp af stað aftur, og mér fannst veröldin ægilega stór framundan lienni, en Éún sjálf svo lítil. En af því að sólin skein svo björt og fögur þennan morgun, lijaðnaði kvíði minn jafnfljótt og tár barnsins, eit þessi undarlega gleði, sem stundum gagntekur okkur mennina, þegar við sjáum eitthvað fagurt, kom og fyllti brjóst mitt ójarð- tteskri sælu. Á samri stund finn ég, að líkami minn situr eftir og liorfir út utn gluggann, en sjálfur svíf ég burt, upp, finnst mér, liærra og liærra, unz ég lieyri, að einliver ávarpar mig einhvers staðar úr geimnum, djúpri, þýðri röddu. «Ég þarf að tala við þig,“ segir röddin. „Já,“ svara ég og finn, hvernig gleði mín eykst, því að röddin er gædd undramætti, óskiljanlegri fyllingu, friði og blessun. Mér finnst ég ganga inn í mátt hennar, og það er eins og að ganga llln í mikið ljóshaf neðan úr dimmu og köldu jarðliýsi.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.