Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Page 14

Eimreiðin - 01.10.1956, Page 14
246 EIMREIÐIN að enn er hún flestum íslendingum nálega lokuð bók sökum þess, hve Nordisk Kultur er lítið útbreitt ritsafn hér á landi. Þegar Sigurður hafði fengið útsýni yfir menningarríki vort af hátindum fornbókmenntanna, sneri hann sér að kennileit- um síðari alda, ekki sízt þeirrar 19. og 20. Ritgerðir hans um Grím Thomsen, Matthías við Dettifoss, Bjarna Thorarensen, Einar Benediktsson, Steþhan G. Stephansson og Þyrna eru allar með handbragði snillingsins og mannþekkjarans, þrungn- ar skilningi á Iífi og kjörum þessara meistara, jafnframt því sem verk þeirra birtast í nýju ljósi og aukinni fjarvídd við túlkun Nordals og skýringar á þeim. Yfirgripsmestar þessara greina eru ritgerðir Sigurðar um Stephan G. Stephansson og um Þyrna. Á ritgerðina um Stephan hefur verið borið svo mikið og maklegt lof, að við það er ekki þörf að bæta miklu hér. Sigurður dregur fram andstæðurnar, sem toguðust á um Stephan í lífi hans og list, tíma og rúmi, skapi og skoðunum af svo miklum næmleika og frábærri fimi, að slíkt er ekki á færi annarra en þeirra, sem sjálfir sjá gegnum holt og hæðir. Jafnframt lýsir Nordal því á sannfærandi liátt, hvernig Stephani tókst að sameina mótsetningar tilfinninga, vits og vilja og skapa úr sinn mikla og heilsteypta persónuleika. Þó snertir ritgerð Sigurðar um Þyrna og Þorstein Erlingsson mig meir. í henni er rakinn lífsferill Þyrnaskáldsins í leiftrandi þáttum, um leið og hið táknrænasta er dregið fram í ljóð- um hans. Mest þykir mér þó um verð meðferð Sigurðar á trúarlífi og sálareigindum skáldsins, þróun hugsunar hans og' innri baráttu. Þegar ég fylgi Nprdal á ýmsum skeiðum asvi Þorsteins og sinnaskipta, efasemda og trúar, ádeilu og sam- úðar, uppreisnaranda og sáttfýsi, þá finnst mér að svo nærn hjarta nokkurs skálds hafi ég aldrei komizt sem Þorsteins, eV var gæddur svo ríkri samúð með öllu, sem þjáist, að hann gat aldrei sætzt við þá bölvalda tilverunnar, sem honum fund- ust eiga sök á ranglæti heimsins. Slík leiðsögri er aðeins örfa- um léð. Með frábærri kennslu sinni í Háskólanum, útgáfu lestrai- bóka og þessum og fleiri ritgerðum hefur Sigurður eigi aðeins fengið yngri kynslóðinni kyndla í hendur, heldur og kenn* henni að þekkja tign vorra beztu manna. Þó að Nordal kunnn

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.