Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Side 54

Eimreiðin - 01.07.1975, Side 54
EIMREIÐIN Og hann bætti við: „Þar eð ríkisvaldið á að vera í höndum þjóðar- innar í lýðræðisríki, verður þar að vera andlegt frelsi." En ekki nægði það þó Gylfa: „En í lýðræðisríki verður ekki aðeins að vera andlegt frelsi, heldur verða borgararnir einnig að njóta þar réttaröryggis og ýmissa slíkra mannréttinda." Og hann rak smiðshöggið á hugleið- íngar sínar um lýðræði: „Þar sem listir og vísindi eru ekki frjáls, er framtíð sjálfrar menningarinnar í voða. Þess vegna er spurningin um lýðræði eða einræði ekki einungis spurning um stjórnarhætti og stjórnmálaréttindi, hún er meira en spurning um hin ómetanlegustu mannréttindi, hún er spurning um sjálf þroskaskilyrði mannsand- ans.“ Og þar hitti Gylfi naglann á höfuðið! Bróðursonur Gylfa, Þór Vilhjálmsson, taldi lýðræði í tímarits- grein „tilteknar aðferðir til að taka ákvarðanir um landsmál. Þær verða að vera þannig, að sem flestir borgarar ráði sem mestu um sem flest málefni ríkisins.“17 Síðar í sömu grein reit hann: „Það er vafasamt, hvort það felst í lýðræðinu, að meiri hlutinn eigi alltaf að koma öllu sínu fram. Lýðræðið er í eðli sínu stjórnarfyrirkomulag málamiðlunarinnar, umræðnanna, sáttanna og friðarins.“ Og enn reit hann: „Lýðræði byggist á hugmyndum um sjálfsákvörðunarrétt jafn- rétthárra þjóðfélagsborgara og er í órofatengslum við hugmyndirnar um mannréttindi, um virðinguna fyrir einstaklingnum.“ Leggja verð- ur þann skilning í skilgreiningu Þórs, að stjórnskipun sé því nær lýð- ræði sem hún feli fremur í sér (1) almennari þáttöku þegnanna í stjórnun eða (2) beinni stjórn þeirra eða (3) ótakmarkaðra vald þeirra. Henni svipar þá til skilgreiningar Næss, hún er tæknileg leið- sögn um lýðræði sem stjórnskipun. En Þór gerir auk þess ráð fyrir sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins og almennum mannréttindum sem forsendum lýðræðis, sem Næss gerir ekki beint. Einn ráðherranna í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar, Ólafur Jó- hannesson (sem ekki er tengdur áðurnefndum þremenningum, svo að vitað sé) lýsir svo lýðræði í kennslubók í lögum, en sú bók er reyndar kunn orðin íslenzkum almenningi, þar sem illkvittnir and- stæðingar hans hafa gjarnan lesið úr henni valin orð fræðimannsins Ólafs í ræðum sínum um athafnir stjórnmálamannsins Ólafs:18 Allir þegnar þjóðfélagsins, er fullnægja tilteknum almennum skilyrðum kjósa æðstu valdhafana, þ. e. þá, sem fara með löggjafarvaldið og æðsta framkvæmdar- valdið. Kosningar eru leynilegar. Ríkisstjórnin ber ábyrgð á gerðum sínum og er undir eftirliti af hálfu þjóðfulltrúasamkomunnar, Alþingis. Handhöfum fram- kvæmdarvaldsins ber í hvívetna að fara að lögum og eru bundnir af þeim. Þegnarnir hafa rétt til að láta í ljós skoðun sína og þeim eru í stjórnarskránni 230
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.