Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1946, Blaðsíða 6

Ægir - 01.08.1946, Blaðsíða 6
196 Æ G I R sjónarmiöi okkar fslendinga, sem næst slöndum því máli, heldur einnig frá al- þjóðasjónanniði. Kins og kunnugt er, var málaleitun íslendinga um friðun Faxaflóa, fyrst komið á framfæri á fiskiveiðaráðstefn- unni í Lundúnum 1937, en þann fnnd sátu Sveinn Björnsson, núverandi forseti, og Árni Friðriksson fyrir liönd íslands. Þaðan vár málinu vísað til Alþjóðahafrannsóknar- ráðsins og var tekið fyrir á ársfundi ráðs- ins í Kaupmannahöfn sama ár. Þar var kos- in nefnd, er hafa skyldi meðferð málsins með höndum, Faxaflóanefnd (The Faxa Bay Sub-Committee). ]>essi nefnd hefnr nú skilað af sér eftir níu ára starf. Síðasti fundurinn i Faxaflóanefndinni var haldinn sunnudaginn 11. ágúst í Stoklc- hólmi. Þar skilaði ritnefnd sú, sem valin hafði verið s. I. haust i Kaupmarinahöfn (The Editorial members), af sér störfum, en í þeirri nefnd áttu sæti A. \redel Táning, M. Graham og Árni Friðriksson. Ritnefndin lagði fram skýrslu uin málið ásamt 26 fylgi- skjölum og mælti með því að Faxaflói yrði friðaður i 10 ár í tilraunaskyni, en hafður lokaður 5 ár lengur til ])ess að tími gæfist li! að vinna úr niðurstöðunum, gera al- þjóðasamninga um áframhaldandi friðun, ef til kæmi o. s. frv. Nokkrar umræður spunnust um málið 11. ágúsl, og löldu sumir fundarmenn, þar :i meðal I)r. Clark frá Aberdeen, að við þyrft- um enn að safna miklum gögnum til þess að öðlast nægilega þekkingu lil að byggja frið- un flóans á. Ætti þetla sérstaklega við um flyðruna og lifnaðarhætti hennar. Árni Friðriksson og A. Vedel Táning færðu á hinn bóginn rök að því, að nægilega mikið væri vilað um lifnaðarhætti flyðrunnar, lil þ.ess að styðja það, að hún yrði friðuð eins vel og hægt væri á meðan hún væri í upp- vexti. Að lokum var samþykkt að senda skýrslu ritnefndarinnar og niðurstöður (proposed recommendations) að gerðum Iveimur litlum breytingum til norðvestur- nefndarinnar (Northwestern Area Com- mittee). Þar var svo málið tekið fyrir mið- vikudaginn 14. ágúst og hlaut meðmæli nefndarinnar eftir nokkrar umræður. I þeirri nefnd var einnig samþykkt að mæla með því að flyðran í Norður-Atlantshafinu verði tekin til nákvæmrar rannsóknar á næstu árum. Úr Norðvesturnefndinni var Faxaflóa- málið siðan sent til ráðgjafanefndarinnar (Consultative Committee) og þaðan aftui' sent með meðmælum til miðstjórnarinnav (The Bureau). Miðstjórnin taldi sig ekki geta mælt með því að þeim skipum, sem hlytu að sjá af afla við friðun Faxaflóa, yrði bætt tjónið að nokkru eða öllu leyti. Taldi hún þáð atriði frckar stjórnmálalegs eðlis en vísindalegs eðlis, og þólti henni því ekki rétl að láta það atriði lil sín taka. Þó sam- þykkti hún skýrslu Faxaflóanefndar öbreytta og mælti með benni að öllu leyti- Að lokum var Faxaflóamálið afgreitt á allsherjarfundi ráðstefnunnar laugardaginn 17. ágúst kl. 5. Var var einróma samþykkt að mæla með því, að Faxaflói verði friðaðuv í tilraunaskyni, eins og Faxaflóanefnd hefði lagt til. í íslenzkri þýðingu eru nið- urstöðurnar, sem samþykktar voru, á þessa leið: „Það er mælt með því: A. 1. Að alþjóða tilraun verði gerð, með því að friða íslenzkt hafsvæði, þ;U’ sem mikið er um uppvaxandi fisk. Til þessarar tilrauriar er mælt með Faxaflóa innan linu frá Garðskaga að Malarrifi. 2. Á þessu svæði skyldi banna alhu' veiðar með botnvörpu og dragnót, greiða skaðabætur fyrir veiðitap leggja verður megin áberzlu á ör- ugga alþjóða strandgæzlu í flóaniim nieðan á friðuninni stendur. 3. Friðunartimabilið ætti að vera 10 ár og skyldi flóanum haldið lokuðum 1 5 ár í viðbót, svo að tími gæfist td þess að ganga frá samningum um ævarandi friðun flóans ef þess geris* þörf. 4. Það er talið mjög nauðsynlegl 111 haíizt verði handa þegar í slað m"

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.