Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1946, Blaðsíða 20

Ægir - 01.08.1946, Blaðsíða 20
210 Æ G I R l'eir liafa lifað það að fá 4—5 aura fyrir í islckílóið og allt upp í 4G—50 aura eða jafnvel meira eins og átti sér stað á styrj- aldarárunum seinustu Verðið á fiskinum er háð verðsveiflum. Umsköpun sú í sjávar- útveginum að taka upp vélknúna báta í stað árabáta gefur góða lmgmynd um þá stöð- ugu þróun, er finna má dæmi um í hverju samfélagi. En fiskimennirnir liafa ekki verið mörg ár að veiðum í Lófót, þegar þeir komast að raun um, að afkoma þeirra er ekki eingöngu lcomin undir bættri aðstöðu við veiðarnar og verðlaginu á afurðunum. Ekki má gleyma því að veiði gefst misjafnlega. Mörgum er gjarnt á að halda því frain, að Lófótveiðarnar séu reknar með gamal- dagsaðferð. Menn, sem ekki koma nærri sjávarútveginum, ganga upp í þeirri trú, að betur mundi reynast að veiða með botn- vörpu á þessum fiskislóðum. En því er til að svara, að í Lófót er eltki hægt að toga með þeim togútbúnaði, sem þegar er þekkt- ur, og er það af þeirri einföldu ástæðu, að fiskurinn í Lófól er allur upp í sjó. Með þessu stórtæka veiðarfæri er því ekki liægt að leysa það viðfangsefni, sem mest er að- kallandi i samhandi við Lófótveiðarnar. Eiskgöngurnar koma til Lófót svo að segja á sama tíma á hverju ári, en eru mis- jafnlega stórar. Á vertíðinni í ár fékkst nokkur reynsla með ný veiðarfæri, en með- an verið er að revna þau, er ekki annars kostur en að hagnýta þau veiðarfæri, sem ]>egar eru þekkt þar. svo skynsamlega sem verða má. A þann hátt er hka liægt að reka Lófót- veiðarnar með ódýrara hætti en nokkrar aðrar fiskveiðar. Mikill hluti af þeitn fiskimönnum, sem veiðar stunda við Lófót, stunda eigin at- vinnu utan verlíðar eða þeir vinna hjá for- eldrum sínum eða bændum. Margt mælir með því, að sömu mennirnir stundi ekki háða ]>essa atvinnuvegi, sem eru i raun og veru mjög ólíkir. Með því að menn gefi sig að öðrum hvorum atvinnuveginum notast betur að vinnunni. Landbúnaðurinn er svo lítilfjörlegur, að þeir, sem stunda hann, eru neyddir til að leila sér atvinnu annað. En það er ekkerl upp úr því að hafa að stunda veiðar við Lófót, segja sumir. Þessi slaðhæfing er vítanlega út í bláinn og eng- inn leyfir sér að bera hana á borð, er nokk- uð þekkir til þessara mála. Árið 1936 var fyrst gerð athugun á tekj- um fiskimanna við Lófótveiðarnar. Það ár var lítil veiði. Menn báru almennt mjög lítið úr býtum, meira að segja enn minna en almennt hafði verið krafizt minnst, en það voru 20 króna hreinar tekjur á viku. IJessi varð árangurinn þrátt fyrir það, að ríkið ábyrgðist lágmarksverð til fiskimann- anna. En að ])essari vertíð undanskilinni var góð veiði fram að styrjaldarbyrjun og þá um leið betri fjárhagsafkoma. Vegna styrjaldarinnar hækkaði fiskverðið, en jafn- lramt því minnkaði þátttakan í veiðunum, en þetta livorttveggja hafði það í för með sér, að árangur af veiðunum varð betri fvrir hvern einstakan bát, vegna hækkandi verðs og meiri afla. Hins vegar liækkaði úí- gerðarkostnaðurinn. Verð á veiðarfærum tvöfaldaðist og á vertíðinni 1942 var verð á olíu orðið fimmfalt hærra en fyrir styrj- öldina. Miklir erfiðleikar voru á að fá veiðarfæri, og því gátu fiskimennirnir ekki hagað veið- iinum svo sem ákjósanlegast hefði verið, en þrátt fyrir það urðu hlutir sjómanna tvisvar til þrisvar sinnum meiri en fyrir styrjöld- ina. Segja má, að ])eir hafi upp og nið.ur h.a'kkað um 150% • Þegar á það er lilið, að nauðsynjar hækkuðu um 80%, hefur því hin raunverulega liæltkun á tekjum fiski- manna orðið 70%. Miðað við árangurinn af Lófótveiðunum lagaðist hagur fiskiinann- anna um fram það, sem gerðist hjá öðrum stéttum og sá enginn ofsjónir yfir því. Fiskimennirnir fóru á síðustu vertíð með hálfuin huga. Þeir höfðu lítil veiðarfæri og ]>eir ætluðu að verðið væri ekki jafnhátt og húasl hefði mátt við. En verðtíðin 1946 var óvenjulega góð. Fiskgengd var óvenju mikil og veðursæld að sama skapi. Það var eins og allt legðist á eitl um það, að vel notaðist

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.