Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1983, Blaðsíða 40

Ægir - 01.04.1983, Blaðsíða 40
Jónassen sagði: „Hér á dögunum kom hingað þýzkur maður á gufuskipi. Hann fór útí flóann og reyndi með botnvörpu. Sópaði hann þá öllu, sem í botninum var og skemmdi vörpuna. Ég talaði við mann, sem fór út með honum héðan og sagði hann, að varpan hefði sópað hinum minnstu murtum, auk heldur öðru ..." Þrjár breytingatillögur komu fram við frum- varpið og miðuðu þær allar að hækkun sektar- ákvæða. Frumvarpið að fyrstu botnvörpulögunum var stjórnarfrumvarp og Jón eignar stjórninni frum- kvæðið, en það var aftur á móti hjá Magnúsi Stephensen, svo sem bert kemur fram í greinar- gerðinni, þar sem segir, að þessi veiðiaðferð eyði fiskinum og spilli viðkomunni og ástæða sé til að óttast, að farið verði að nota þessa veiðiaðferð og ,,hefur því þótt réttast, eins og landshöfðingi hefur lagt til (undirstrikun min) að fara þvi fram, að lögleidd verði á íslandi ... lög er banna þá veiðiað- ferð . . .“ Rétt um 100 síður bókarinnar af 237 alls, fara undir umfjöllun um fiskveiðideilurnar 1896—97 og landhelgissamninginn 1901. Öll sú umfjöllun er nýstárleg og kemur eflaust mörgum íslenzkum les- anda á óvart. Jón fjallar ítarlega um hinn munnlega samning sem þeir gerðu með sér Atkinson flotaforingi og Magnús Stephensen, landshöfðingi, og sýnir framá að hlutur Magnúsar var góður; hann hélt vel á spil- unum. Bretar leiddust til að viðurkenna þörf ís- lendinga á friðun Faxaflóa, og neituðu henni aldrei eftir þetta, heldur vildu ná fram skiptum á Faxa- flóa og Suðausturlandsmiðum, það er, fá að sækja á kolamiðin fyrir Suðausturlandinu, sem íslend- ingar nýttu þá ekkert. Danir lögðust gegn þessum skiptum, því þeir vildu knýja fram heildarsamning við Breta og alls ekki hleypa þeim inn í landhelgina neins staðar við landið. Fyrir íslenzku alþingis- mönnunum snerist málið hins vegar alla tið mest um Faxaflóa. Svo vel sem mér líkar öll frásögn Jóns og um- fjöllun af viðskiptum þeirra Atkinssons og Steph- ensens og jafnframt aðdragandanum að landhelg- issamningnum 1901, þá er ég hissa á, að Jón skuli ekki fjalla um frumvarp það, sem nokkrir merkir alþingismenn báru fram á þinginu 1899. Þetta frumvarp sýnir, hve margir alþingismenn voru reikulir í landhelgismálunum og vildu ná samningum við Breta. í frumvarpinu var lagt til að leigja landhelgina fyrir Suðausturlandinu (milli Hjörleifshöfða Vestra-Horns) gegn 100 sterlingspunda gjaldi n skip, en í staðinn áttu Bretar að kaupa af okkur sauðfé á fæti. Við íslendingar höfum kallað landhelgissanin' inginn 1901, ,,svínakjötssamning“ og þá átt viOj að Danir hafi samið okkur íslendingum í óhag u að geta selt Bretum svínakjöt, en hins vegar höfunl við verið hljóðir um það, að merkir þingme1111 okkar, vildu leigja landhelgina gegn kaupum Breta á sauðum. Það er nauðsynlegt að hafa þetta frumvarp 1 huga, þegar að því kom að samið var við Breta an mótmæla af okkar hálfu, íslendinga, sem vissu ntl1 samningsgerðina. íslendingar vildu sem sagt ekk1 síður en Danir ná samningum við Breta. Frumvarpið var að vísu kolfellt en að það skýW vera borið fram, skýrir að nokkru afstöðu alþtn§lS til samnings þess, sem Danir gerðu 1901. Það vorn engin mótmæli höfð uppi. Þá getur Jón ekki heldur frumvarpanna, senl komu fram á þinginu 1901, en þau voru fjögnr’ þótt ekkert yrði að lögum. Nú er frá þvi að segja; að með samningum 1901, náðist veruleg friðun a árabátamiðunum víða við landið og það var ekk> fyrr en vélbátaöld hófst, að í ljós kom, hvers'-1 ófullnægjandi 3 sjóm. landhelgin var okkur lendingum og þá byrja menn af fullum krafti n finna samningum allt til foráttu. Eitt var það, a hann hefði ekki verið lagður fyrir alþingi, svo sent stjórnarskráin 1874 gerði ráð fyrir að væri um ö mál, sem ,,sérstaklega“ snertu ísland. JafnfratTl1 var þvi haldið fram, að Danir hafi farið á bak vt alþingi í samningsgerðinni. Þingið hafi ekki vita hvað var að gerast. Ég hef aldrei pælt í allri þvælunni um þennan samning, heldur talið hann eðlilegan miðað V1 tímann. Þetta var sá samningur sem gilti með fis^ veiðiþjóðum við Norðursjó nær óbreyttur og Þaf með þriggja sjóm. landhelgi. Jón Þ. Þór gefur skýra og læsilega grein fyr'r öllu málinu í bók sinni. Hann bendir á að Danir voru einnig að semJa um landhelgina fyrir Færeyinga og reyndar aÞa danska þegna, en ekki ,,sérstaklega“ fyrir íslanCÍ' og í annan stað kunni þeir að hafa túlkað þntta orðalag ,,sérstaklega“ sem ,,einungis“ fyrir ísland. Þá bendir Jón á, að stjórnin lagði fram frur11 200 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.