Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1986, Blaðsíða 32

Ægir - 01.01.1986, Blaðsíða 32
Mánavör h.f. Á Skagaströnd eru framleiddir fiskibátar, jullur, laxeldisker, fóður- kassar, vatnstankar, setlaugar og fleira, allt úr trefjaplasti. Raunareru tvö fyrirtæki starfrækt á staðnum í þessari grein. Plastiðnaðurinn og skipasmíðarnar auka fjölbreytni í atvinnulífi bæjarins, sem annars byggist nær algerlega á fiskverkun og -vinnslu. Fiskiskip úr trefjaplasti Annað fyrirtækið hefur nýlega verið nefnt Mánavör h.f. og er í eigu Hólaness h.f. á Skagaströnd, hreppsfélagsins og nokkurra ein- staklinga, sem flestir eru starfs- menn fyrirtækisins. Mánavör á rót sína að rekja til Trésmiðju og skipasmíðastöðvar Guðmundar Lárussonar, sem stundaði skipa- smíðar allt frá árinu 1970. Fram- kvæmdastjóri Mánavarar er Ómar Haraldsson, en verkstjóri Ólafur Guðmundsson skipasmið- ur, sem eraðalheimildamaðurað þessari grein. Hitt fyrirtækið, Mark sf., er ný- stofnað af tveim ungum mönn- um, sem áður höfðu unnið við slíka plastframleiðslu hjá Guð- mundi Lárussyni. Nú rétt fyrir áramótin afhenti Mánavör 15 tonna bát úr trefja- plasti er nýlokið var smíði á. Kaupandinn er ríkissjóður fyrir hönd Hafrannsóknastofnunar og fleiri stofnana á vegum ríkisins. Fleyið verður notað sem rann- sókna- og skólaskip á vegum Haf- rannsóknar, Stýrimannaskólans og Líffræðistofnunar. Báturinn er sérhannaður til þessara starfa; í honum er sætapláss fyrir 12 menn, svefnaðstaða fyrir þrjá og margvísleg tæki sem ekki eru í venjulegum bátum af þessari gerð. Skipasmíðastöð- Guðmundar Lárussonar hóf smíði fiskiskipa árið 1970. Fyrstu árin voru ein- göngu smíðaðir trébátar 12-30 tonn að stærð. Vegna ýmissa erf- iðleika við smíði trébáta, svo sem dýrari aðföng og minnkandi lána- fyrirgreiðslu til smíði fiskiskipa, þá var ákveðið að snúa sér að plastinu. Trefjaplast Trefjaplast er fremur auðvelt í framleiðslu, en efnið er búið ýmsum eiginleikum sem henta ágætlegatil bátasmíða. Þaðerlétt en níðsterkt, og viðgerðir eru auðveldar og ódýrar. Reynslan af plastbátunum er sú, að þeir hafa sýnt sig vera fullt eins öruggir og traustir og bátar úr hefðbundnari byggingarefnum. Sjóhæfni þeirra er heldur ekki síðri en annarra báta, nema síður væri. Allir bátar sem framleiddir eru á Skaga- strönd hafa fengið viðurkenningu Siglingamálastofnunar ríkisins. Hið nýja skip Hafrannsóknastofnunar og fleiri aðila á lokastigi hjá Skipasmíðastöðinni Mánavör á Skagaströnd. Báturinn er 15 bri. að stærð úr trefjapiasti. 24-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.