Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1986, Blaðsíða 40

Ægir - 01.01.1986, Blaðsíða 40
„Ef of mikill ormur er í fiskinum, þá er ekkert annað fyrir okkur að gera, en að hífa upp og stíma burtu á aðra slóð." Nú eru sex togarar hér á landi sem frysta aflann algerlega um borð, og aðrir þrír sem heilfrysta grálúðu og karfa, en landa þorsk- fiskinum í frystihús. Þá eru um 10 skip á leiðinni í eða úr breytingu, og svo eru margir að spá í spilin. Hvernig endar þetta? „Frystingin mun dragast saman í landi. Það vilja allirferskan fisk. — Ég segi fyrir mig, ég myndi éta nýjan fisk fremur en gamlan. - Það er ekkert heilagt að vinna fiskinn í landi. — Ég held að það sé ágætt að hafa frystitogarana við hliðina á hinum. Þó ekki fleiri en svona tíu til tuttugu skip, það væri nóg. En okkur vantarað eiga eitt stórt og fullkomið frystiskip, sem gæti unnið það sem hag- kvæmast er hverju sinni; fljótandi frystihús. Þá fyrst sæjust mögu- leikarnir í þessu." Tvífrysting var nokkuð rædd í sumar. Að frysta fiskin úti á sjó, en þýða hann upp og vinna til fullnustu í landi fyrir útflutning. Guðjón segist ekki sjá hvernig að þetta geti komið frystiskipunum við, eins og ástatt er. „Það þyrfti þá að hækka fisk- verðið um helming, því frysti- húsin yrðu að borga heimsmark- aðsverð til að keppa við það verð sem fæst nú fyrir aflann á frysti- togurunum. Það er vonlaust dæmi". Kvótinn endaleysa Örvar aflaði á árinu 1984 rúm 4500 tonn, og hafði hæst afla- verðmæti allra íslenskra togara það árið. Og þetta þráttfyrir kvóta- kerfið. Skýringin er auðvitað sú, að keyptur var kvóti til viðbótar. Áþessuári hefurÖrvarhinsvegar verið á sóknarkvóta. Hann má þá vera 270 daga á sjó, og þorsk- aflinn er takmarkaður við 1950 tonn. Sóknin hefur því ekki verið eins stíf og í fyrra, það er minnst þriggja daga stopp milli túra, og eftir 10. desember er skipið alveg stopp. — Búið að fylla kvótann. „Kvótinn er endaleysa í heild- ina tekið. Það er óþolandi að vinna undir þessu; þetta drepur allt niður í mönnum. Menn þurfa að hætta í miðjum klíðum, og þeir eru á þeytingi um allan sjó á eftir einstökum tegundum. Þaðer ekki mikið talað um, hvernig kvótinn gerir veiðarnar þannig óhagkvæmar. Kvótasölur ætti algerlega að banna. Menn fá úthlutað ár eftir ár þorskafla, en eru svo á öðrum veiðum allt árið um kring. Ef menn veiða ekki sinn kvóta, á að endurúthluta honum og dreifa á hina, annaðhvort seinni hluta ársins, eða bæta því við kvóta næsta árs. Það á ekki að vera hægt að mismuna skipum eins og gert er nú, með því að ákveða hver á hvað í sjónum. Það eiga allir að hafa jafna möguleika. Nú mega menn ekki sýna hvað þeir geta." Og Guðjón nefnir dæmi: „Árið 1984 fiskuðum við 4500 tonn, með því að kaupa kvóta, eða jafnmikið ogAkureyrin. Hins vegar fáum við úthlutað meira en þúsund tonnum minni aflakvóta, þó svo við sýndum það að við gátum fiskað eins. Þetta er ekki réttlæti. Að miða kvótann við eitt- hvert árabil, 1981-1983 eins og nú er gert, er algerlega óraun- hæft. Þá voru sumirað byrja með sín skip, eða lentu í einhverjum erfiðleikum og það kemur þá niður á þeim nú. Það sitja ekki allir við sama borð í þessu efni. Það er ekki bjart framundan, ef þessu verður haldið áfram, og Guð hjálpi okkur ef það verður fest íþrjú ár í viðbót, eins og talað var um." Þegar svo kröftuglega er mælt, verður manni á að spyrja hvað annað sé til ráða. Og það stendur svo sem ekki á svari: „Ef á að takmarka aflann, á að setja ramma og leyfa síðan að veiða innan hans. Ekki láta ein- hvern einstakling eða nefnd ráða því hvernig veiðunum er framfylgt, eins og nú er. Þá fer 32-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.