Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Page 3

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Page 3
TÍMARIT LÖGFRÆÐINGA U. hefti, desember 1953. Árni Tryggvason: Aðstaða dómara til andsvara við gagnrýni. I 1. hefti Tímarits lögfræðinga þ. á. ritar dr. jur. Einar Arnórsson grein, er hann nefnir Gagnrýni dómsúrlausna. Hreyfir greinarhöfundur hér athyglisverðu efni, sem mér þykir rétt að ræða nokkuð nánar. Það munu vera fáir opinberir starfsmenn, sem reyna eins og við dómendur sannindi þeirra orða, að erfitt er að gera svo öllum líki. Óánægjan með gerðir okkar, dóms- úrlausnirnar, birtist síðan á ýmsan hátt og meðal annars í rituðu eða töluðu máli. Stundum er þessi gagnrýni órök- studd meiðyrði, sem beinast jafnvel frekar að dómurunum persónulega en dómum þeirra. Ef ástæða þykir til, er slík- um árásum svarað með opinberri rannsókn og málshöfð- un, ef því er að skipta, en annars mun það almennt talið ósamboðið virðingu dómstóla, að dómarar taki á annan hátt til andsvara af slíku tilefni. Sama máli mun og gegna um ýmsa gagnrýni um dóma, sem einkum leikmenn láta stundum uppi og byggist á auðsæjum, fáránlegum mis- skilningi eða vanþekkingu. Eg get þó ekki stillt mig um að minnast á eina athugasemd, sem heyrist hér stundum manna á meðal, og það er sú staðhæfing, að einstaklingum þýði lítt að hugsa til málssóknar á hendur stjórnvöldum ríkisins, því að ríkið eigi jafnan sigurs von fyrir dóm- stólunum. Að sjálfsögðu ber þessi athugasemd nokkurn keim af meiðandi aðdróttun í garð handhafa dómsvalds-

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.