Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Síða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Síða 8
goðorð eða umdæmi. í janúar 1877, áður en bólusóttin hafið rénað, var hafizt handa um samningu stjórnarlaga. Fundir voru oftlega haldnir, hæði að Gimli og Lundi allt árið, mörg uppköst og frumvörp gerð, og starfi lokið 11. janúar 1878. Stjórnarlögin öðluðust gildi 14. jan., er þau komu út á prenti í Framfara, og var það samkvæmt seytjánda kafla laganna. Þess her að gæta, að nefndin, sem samdi lögin, þurfti ekki að fá samþykki sambands- stjórnarinnar, enda var þess ekki æskt. Fylkis-samþykki kom ekki til greina, þvi að héraðið var ekki í Manitóba- fylki, eins og það var þá. Þegar litið er yfir lögin í lieild sinni, þá er auðsætt, að lýðræðið er liinn rauði þráður þeirra laga. Þessi stjórnarlög, sem samin voru svo að segja undir- eins og land var numið, eru einsdæmi í sögu Kanada, enda sæta þau undrun allra, sem sögunni eru kunnugir. Það er afar fróðlegt að athuga, hvað það var, sem land- nemarnir höfðu í huga. Þótt landið, sem blasti við fólk- inu, væri óskipulagt, var það öllum ljóst, að verið var að hyggja í nýju landi og að hér var að skapast ný þjóð, og að austur í Ottawa væri landsstjórnin og þar með hið æðsta vald. Fyrsta blaðsiðan i siðasta uppkasti stjórnarlaganna her því ótvirætt vitni, hvað hefur verið aðalumi-æðuefnið, og ef til vill aðalþrætuefnið, þegar ver- ið var að semja lögin. I fyrstu var skráin kölluð „stjórnarfyrirkomulag“. En einliver hefur bent á, að á enskri tungu þýddi það orð „a form af government" og það kvnni að verða misskilið, sumir kynnu að líta svo á, að innflytjendur væru að reyna að mvnda sjálfstætt riki. Fvrirsögninni var þvi hreytt og orðið „stjórnarlög“ samþykkt, en i íslenzku hefur það orð mjög viðtæka merkingu, það er t. d. not- að hæði um félagslög og formreglur. Fyrst var hið nýja goðorð nefnt „Nýja lsland“, án hands á milli orðanna. En að siðustu, þegar lögin koniu á prent, hefur handinu verið hætt milli orðanna, „Nýja- 6 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.