Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Page 10

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1963, Page 10
vel kunnug á Islandi, því að þau eru í stjórnarlögun- um, en samt takmörkuð. I lögunum er kafli um verksvið sáttasemjara og gerð- armanna. Heppnist sáttatilraun ekki, þá skulu málsaðilar skyldir, ef annarhvor óslcar þess, að leggja málið i gerð fimm óvilhallra manna, málsaðilar nefna sína tvo hver, en þingráðsstjóri er sá fimmti, án efa formaður gerðar- nefndarinnar. Einnig er kafli um dánarbú og gjald af þeh”, og er nákvæmlega farið út i þau mál. Sumar greinarnar varða atriði, sem sjá má í kanadisk- um sveitarlögum. Allt bendir til þess, að þeir, sem stóðu að lagasamningunni liafi verið furðu vel að sér i islenzk- um stjórnarlögum og þekkt dálítið inn á kanadísk sveita- iög, og mun John Taylor hafa frætt þá um þau. Hann var umboðsmaður sambandsstjórnarinnar í þessu land- námi. Jafnvel eftir að bvggðin færðist inn í Manitóbafylki, en það var árið 1881, lét Manitóbastjórnin þessa íslenzku bvggð sig engu skipta, fyrr en árið 1887, en þá var Gimli- sveitin mynduð samkvæmt almennum sveitalögum fylk- isins. En sveitin náði ekki vfir allt Nýja-ísland eins og það var í fyrstu útmælt. Það var ekki fyrr en árið 1897, að sambandsstjórnin lét afnema þann einkarétt, sem Yatnsþing öðlaðist árið 1875. Þess vegna má segja, að þetta íslenzka goðorð vestanhafs hafi haldizt við í 22 ár. Blöðin. Það er margt annað í sögu þessara fyrstu landnáms- manna, sem vert er að geta um. Allir vita, að þegar tré er fært og gróðursett á nýjum stað, verða allar ræturnar að fylgja, bæði bær, sem ná djúpt i jörð ofan og einnig hinar „bárfinu rótartægjur“, eins og Guttormur kemst að orði. Landnámsmenn fluttu með sér allar rætur. Þess vegna lýsa athafnir þeirra mörgu, sem er afar djúprætt i hinni islenzku þjóð. Snemma á árinu 1876 kom út skrifað blað í byggð- 8 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.