Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1964, Page 58

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1964, Page 58
samtök á ferðinni og' að háskólamenn ættu að til'lieyra almennu starfsmannasamtökunum. TCO sagði SACO stríð á hendur; lýst var yfir, að samtök liáskólamanna myndu fá að starfa í beinni andstöðu við TCO. Samningsrétturinn. Auðvitað voru vinnuveitendur ófúsir á að veita SACO og aðildarfélögum þess samningsrétt. SACO varð að þvinga fram sanmingsrétt með því að hóta kjarabar- áttuaðgerðum (fjöldauppsögnum og banni við að skip- að væri í nýjar stöður). Við einkaaðila .semur SACO ekki. Venjulega er hér eingöngu um einstaklingsbundna samninga að ræða fvr- ir háttsetta starfsmenn. Að svo miklu levti sem um samninga er að ræða liafa aðiidarfélögin þau með höndum. Við opinbera aðila sér SACO um samninga; hér lief- ur „sentraliseringin“ í samningsgerð náð lengst. Samn- ingar eiga sér reglulega stað á ári hverju um flutn- inga innan launaflokka og aðrar endurbætur á stai-fs- kjörum,og auk þess er samið annað hvert ár um al- menna hækkun á launum. Það er talinn kostur að gera árlega vissar l'eiðréttingar á launum í samræmi við al- menna þróun þeirra; þannig geta launabrevtingar átt sér stað á friðsamlegri liátt og án þess að í kjölfarið fylgi stórar „sprengingar“, sem bæði þjóðfélagslega og sál- fræðilega eru taldar óheppilegar. Akveðið gerðardóms- kerfi er ekki til; Iitið er þannig á, að af frjálsum samn- ingaviðræðum hljóti að leiða, að aðilarnir sjálfir jafni deiluatriðin án íhlutunar þriðja aðila. Nái hlutaðeig- endur ekki samkomulagi, verður því að líta svo á, að gripið verði til kjarabaráttuaðgerða. Samtökin geta bæði staðið fyrir fjöldauppsögnum með tilliti til gildandi uppsagnartíma (1—3 mánuði) og hindrunum á að nýj- ar stöður séu veittar. Áður fyrr átti SACO í fjölmörgum vinnudeilum við ríkið eða bæjar- og sveitarfélög; þær 52 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.