Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 4

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 4
KJARASAMNINGAR OPINBERRA STARFSMANNA Eins og sagt er frá í fréttagrein í þessu hefti, mun setning laga nr. 46/1973 um kjarasamninga opinberra starfsmanna hafa veruleg áhrif á starfsemi Lög- fræðingafélags islands. í samræmi við 3. gr. í lögum þessum hefur Bandalag háskólamanna (BHM) fengið viðurkenningu til að vera í fyrirsvari ríkisstarfs- manna í aðildarfélögum sínum og ófélagsbundinna manna, sem í þeim fé- lögum gætu verið. Mun BHM gera svokallaðan aðalkjarasamning, en skv. 5. gr. laga nr. 46/1973 skal í honum kveðið á um fjölda launaflokka, meginreglur til viðmiðunar um skipan í launaflokka, föst laun, vinnutíma, laun fyrir yfir- vinnu og orlof, svo og ferðakostnað. Þar sem Lögfræðingafélag íslands er eitt af aðildarfélögum BHM, mun það síðan semja um þau atriði, sem talin eru í 6. gr. laganna: skipan starfsheita og manna í launaflokka og fleira. Haldinn var fundur lögfræðimenntaðra ríkisstarfsmanna 12. júní s. I. til að ræða og álykta um aðild félagsins að gerð væntanlegra kjarasamninga og um gjaldtöku vegna þeirra. Vert er að vekja athygli á, að hér er um að ræða málefni, sem geta varðað menn, er nú eru ekki í lögfræðingafélaginu. Um gjöld þeirra til BHM og félagsins er ákvæði í 6. mgr. 3. gr. laga nr. 46/1973. Frá fundinum er sagt á öðrum stað í þessu hefti. i hinum nýju lögum segir, að ríkisstarfsmenn einir velji fulltrúa í samninga- nefndir. Verður að stofna innan félagsins einhvers konar deild ríkisstarfs- manna, þó að varla sé unnt að koma fastri skipan á hana fyrr en á aðalfundi síðar. Kjaramálanefndin, sem kosin var á aðalfundinum í desember s.l., getur ekki annazt samningagerð fyrir félagið, og var af þeim sökum kosin sérstök samninganefnd á fundinum 12. júní. Vekja má athygli á, að lög nr. 46/1973 gilda ekki um ráðherra, hæstaréttar- dómara, saksóknara ríkisins, starfsmenn Alþingis, starfsmenn ríkisbanka eða starfsmenn annarra lánastofnana ríkisins. í 32. gr. laganna segir, að þau gildi um starfsmenn sveitarfélaga með þeirri breytingu, að fyrir þá semja einstök félög starfsmanna, sem sveitarstjórnir viðurkenna. í þessu felst, að BHM sem- ur ekki fyrir starfsmenn sveitarfélaga, en hugsanlegt er, að deildir innan lög- fræðingafélagsins geri það. Er það þó enn ekki ákveðið. Af framansögðu sést, að nú bíða BHM og lögfræðingafélagsins ný verk- efni, sem eru mikilvæg, en geta jafnframt reynzt erfið, meðan verið er að móta starfið og öðlast reynslu. Verða allir þeir lögfræðingar, sem málið varðar, að stuðla að því, að vel takist. Þór Vilhjálmsson 2

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.