Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 16
vera beinir aðilar að þeim samningi, sem gerður er. Hefur á þessa aðstöðu reynt sérstaklega, t. d. í sambandi við uppsögn kjarasamnings, Fd. V. 54. Þegar ekki er um að ræða kaup og kjör þeirra launþega, sem lög nr. 46/1973 taka til, semur ríki, sveitarfélag eða aðrar opinberar stofnanir við stéttarfélög á sama hátt og aðrir vinnuveitendur, og gilda sömu reglur um þessa kjarasamninga og aðra slíka samninga. Spurning gæti risið um það, hve formbundinn félagsskapur þarf að vera til að geta verið aðili að kjarasamningi, — stéttarfélag. Geta tveir eða þrír menn talist stéttarfélag eða gæti t. d. vinnuflokkur, sem ekki hefur bundist öðrum félagstengslum en þeim sem leiðir af vinnu þeirra, gert kjarasamning? 1 1. gr. laga 80/1938 segir aðeins, að mönnum sé rétt að stofna stéttarfélag í þeim tilgangi að vinna sameiginlega að hagsmunum launtaka, en lögin setja ekki önnur skilyrði en þau, að félögin séu opin öllum ? hlutaðeigandi starfsgrein og að félagssvæðið sé eigi minna en eitt sveitarfélag. En hvað sem um þetta er, má full- yrða, að einn maður getur ekki gert kjarasamning. Þegar rætt er um aðild að kjarasamningi, er rétt að drepa á það, að 45. gr. laga nr. 80/1938 setur þá aðalreglu, að sambönd verkalýðs- félaga, þ. e. stéttarfélaga, reki fyrir hönd meðlima sinna mál fyrir Félagsdómi, með þeim undantekningum þó, sem nánar er kveðið'á um í nefndri grein. Rétt mun að líta á þetta ákvæði sem einskonar mál- flutningsumboð samböndum stéttarfélaga til handa. Þeim er hér gefið nokkuð agavald, ef til vill mætti að einhverju leyti líkja því við fjár- haldsmennsku. Samband getur þó ekki hindrað málssókn stéttarfélags, stéttarfélagið er tvímælalaust rétthafinn, samningsaðilinn. Þessi málflutningsregla er eins og segir í athugasemdum við frv., sett til að stuðla að því, að færri mál fari fyrir Félagsdóm en ella. Það breytir ekki aðild stéttarfélags að kjarasamningi þótt félag þurfi samkvæmt samþykktum þess sambands sem það er í að leita samþykk- is sambandsins á kjarasamningsgerð sinni. Efni kjarasamninga. Með kjarasamningi eru settar reglur um laun og önnur kjör laun- þega, sem gilda skulu á samningstímabilinu. Kveðið er almennt á um kaup, mánaðar-, viku- eða tímakaup, lengd dagvinnutíma, eftirvinnu, vaktavinnu, aðbúnað á vinnustað og ýmis almenn atriði. Þá geymir kjarasamningur einnig mörg atriði, sem lúta beint að samskiptum samningsaðilanna og samningsgerð þeirra, svo sem um samningstíma, 78
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.