Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 20
á launþega til að tryggja sér aðstöðu á vinnumarkaðinum. Það mun líka vera svo, að forgangsréttarákvæðum sé beitt með hófsemd. Al- gengt er að kjarasamningur geymi ákvæði þess efnis, að stéttarfélagi sé skylt að veita inngöngu starfsmanni, sem vinnuveitandi ætlar að ráða í þjónustu sína. Er forgangsréttarákvæðið þannig öðrum þræði skipulagsatriði af stéttarfélagsins hálfu og til þess sett að auðvelda því félagslegan aga innan starfsgreinarinnar og efla átakamátt þess í kaupgjalds- og kjaramálum. Hafi stéttarfélag náð gildum samningi um forgangsrétt félags- manna sinna verða önnur stéttarfélög að hlíta þeim samningi og geta ekki heimtað í sínar hendur þann rétt á kostnað fyrri forgangsréttar- hafa, Fd. VI. 10 og dómur Félagsdóms 25. júní 1974. Hafi vinnuveitandi ráðið til sín ófélagsbundinn starfsmann, en svo kemur félagsmaður og krefst réttar síns, getur það bakað honum skaða- bótaskyldu, Fd. III., 77,193. Friðarskyldan. Með kjarasamningi skipa aðilar kjaramálum félagsaðila sinna með þeim hætti, sem kjarasamningur kveður á um, og svo langan tíma, sem samningar standa til. Af þessum atriðum leiðir þá einnig, að kjarasamningurinn er eins- konar friðarsamningur milli þeirra aðila, er þar eiga hlut að máli. I kjarasamningi felst það m. a. að aðilar hans hafa skuldbundið sig til þess að knýja ekki á samningstímabilinu fram kröfur út af þeim at- riðum, sem um hefur verið samið. Hver þau eru er hinsvegar túlkun- aratriði, sem réttir dómstólar, hér Félagsdómur, skera úr, ef ágrein- ingur rís, þar sem þá er komið inn á svið réttarágreinings, sem leysa ber með aðstoð dómstólanna, en ekki með þeirri valdbeitingu, sem í verkfallsréttinum felst. Þessarar friðarskuldbindingar mun að vísu sjaldnast getið berum orðum í kjarasamningnum. En hún verður að teljast veruleg forsenda samningsgerðarinnar. Inntak þessarar reglu birtist fyrst og fremst í því, að stéttarfélagi er á samningstímabili óheimilt að beita verk- fallsvopninu til þess að knýja fram breytingar á gildandi samningi. Samkvæmt 17. gr. laga nr. 80/1938 er stéttarfélagi óheimilt að hefja vinnustöðvun út af atriðum, sem Félagsdómur á úrskurðarvald um, en hann dæmir skv. 44. gr. sömu laga um ágreining út af skilningi á kjarasamningi eða gildi hans. Verkfall út af kjaraatriði, sem um er samið í kjarasamningi, væri ólögmætt, meðan sá samningur er í gildi, 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.