Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Side 20

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Side 20
á launþega til að tryggja sér aðstöðu á vinnumarkaðinum. Það mun líka vera svo, að forgangsréttarákvæðum sé beitt með hófsemd. Al- gengt er að kjarasamningur geymi ákvæði þess efnis, að stéttarfélagi sé skylt að veita inngöngu starfsmanni, sem vinnuveitandi ætlar að ráða í þjónustu sína. Er forgangsréttarákvæðið þannig öðrum þræði skipulagsatriði af stéttarfélagsins hálfu og til þess sett að auðvelda því félagslegan aga innan starfsgreinarinnar og efla átakamátt þess í kaupgjalds- og kjaramálum. Hafi stéttarfélag náð gildum samningi um forgangsrétt félags- manna sinna verða önnur stéttarfélög að hlíta þeim samningi og geta ekki heimtað í sínar hendur þann rétt á kostnað fyrri forgangsréttar- hafa, Fd. VI. 10 og dómur Félagsdóms 25. júní 1974. Hafi vinnuveitandi ráðið til sín ófélagsbundinn starfsmann, en svo kemur félagsmaður og krefst réttar síns, getur það bakað honum skaða- bótaskyldu, Fd. III., 77,193. Friðarskyldan. Með kjarasamningi skipa aðilar kjaramálum félagsaðila sinna með þeim hætti, sem kjarasamningur kveður á um, og svo langan tíma, sem samningar standa til. Af þessum atriðum leiðir þá einnig, að kjarasamningurinn er eins- konar friðarsamningur milli þeirra aðila, er þar eiga hlut að máli. I kjarasamningi felst það m. a. að aðilar hans hafa skuldbundið sig til þess að knýja ekki á samningstímabilinu fram kröfur út af þeim at- riðum, sem um hefur verið samið. Hver þau eru er hinsvegar túlkun- aratriði, sem réttir dómstólar, hér Félagsdómur, skera úr, ef ágrein- ingur rís, þar sem þá er komið inn á svið réttarágreinings, sem leysa ber með aðstoð dómstólanna, en ekki með þeirri valdbeitingu, sem í verkfallsréttinum felst. Þessarar friðarskuldbindingar mun að vísu sjaldnast getið berum orðum í kjarasamningnum. En hún verður að teljast veruleg forsenda samningsgerðarinnar. Inntak þessarar reglu birtist fyrst og fremst í því, að stéttarfélagi er á samningstímabili óheimilt að beita verk- fallsvopninu til þess að knýja fram breytingar á gildandi samningi. Samkvæmt 17. gr. laga nr. 80/1938 er stéttarfélagi óheimilt að hefja vinnustöðvun út af atriðum, sem Félagsdómur á úrskurðarvald um, en hann dæmir skv. 44. gr. sömu laga um ágreining út af skilningi á kjarasamningi eða gildi hans. Verkfall út af kjaraatriði, sem um er samið í kjarasamningi, væri ólögmætt, meðan sá samningur er í gildi, 82

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.