Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 23
gr. VSL, bæði að því er varðar kröfu bótaþega gegn þeim, sem skaða- bótaábyrgð þer á slysinu, og endurkröfu Tryggingastofnunar ríkisins (sbr. þó ýmis frávik varðandi endurkröfuréttinn, er getið var í 9. og 10. kafla hér að framan). Þegar bótaþegi, sem krefst skaðabóta á grundvelli almennra skaða- bótaregla, á sjálfur nokkra sök á tjóni sínu, getur það skipt máli um heildarbótafjárhæð til hans, hvort slysatryggingarbætur eru dregnar frá metnu heildartjóni hans á undan eða eftir að frádrætti vegna sak- arskiptingar er beitt. Til skýringar má nefna eftirfarandi dæmi: Dæmi I: Heildartjón bótaþega metið eftir almennum skaðabóta- reglum .............................................kr. 1.000.000 -r frádráttur v/eigin sakar tjónþola (50%) . . . . — 500.000 ki\ 500.000 -r- slysatryggingarbætur frá Tryggingastofnun ríkisins — 200.000 Greiðsla hins skaðabótaskylda .........................kr. 300.000 Dæmi II: Heildartjón bótaþega metið eftir almennum skaðabóta- reglum ............................................kr. 1.000.000 -5- slysatryggingarbætur frá Tryggingastofnun ríkisins — 200.000 kr! 800.000 -r- frádráttur v/eigin sakar tjónþola (50%) . . . . — 400.000 Greiðsla hins skaðabótaskylda ........................kr. 400.000 Aðferðin í dæmi II er hagstæðari tjónþola og er henni ávallt beitt, sjá t. d. Hrd. 1969, 728. í þeim dómi kemur einnig skýrt fram, að greiðslur, er hinn skaðabótaskyldi hefur áður innt af hendi til tjón- þola, ber að sjálfsögðu að draga frá nettó tjóni, þ. e. eftir að búið er að gera frádrátt vegna sakarskiptingar. 12. Skylda til að tilkynna slys. Fyrning bótakröfu I 1. mgr. 28. gr. ATL segir, að skylt sé að tilkynna um slys, sem ætla má bótaskylt skv. IV. kafla laganna. Um slysið skal tilkynnt tafar- laust til Tryggingastofnunar ríkisins í Reykjavík, en utan Reykjavíkur til lögreglustjóra eða umboðsmanns hans. I lagagreininni segir, að til- kynningarskyldan hvíli á atvinnurekanda eða hinum tryggða. Þetta mun þýða, að það er tryggingarskyldur eða tryggingarkaupandi, sem 161
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.