Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 57

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Blaðsíða 57
Ávíð 02 dreif FÉLAGIÐ ÍSLENSK RÉTTARVERND Fyrir nokkru (10. og 18. desember 1975) var haldinn í Reykjavík stofnfundur nýrra landssamtaka, sem nefnast islensk réttarvernd. Stofnendur voru 150. í lögum félagsins segir: „Markmið félagsins er að berjast fyrir mannréttind- um og veita þeim réttarvernd, sem órétti eru beitir." Þessum markmiðum hyggst félagið ná m. a. með því, að veita einstaklingum siðferðislega og fjár- hagslega aðstoð til þess að ná rétti sínum og hafa milligöngu um lögfræðilega fyrirgreiðslu. Þá hyggst félagið einnig beita sér fyrir endurbótum á lögum, reglugerðum og starfsháttum réttarkerfisins, að vinna að því að afgreiðslu dómsmála verði hraðað svo að einstaklingar skaðist ekki af óeðlilega langri málsmeðferð. Þá er einnig ákvæði í lögunum þar sem kveðið er á um, að félagið skuli berjast fyrir því að koma á fullnægjandi upplýsingaskyldu stjórn- valda. í lögum félagsins segir einnig á þessa leið: „Félagið leggur áherslu á víð- tæka samstöðu fólks úr öllum atvinnustéttum, stjórnmálaflokkum og öðrum Þjóðfélagshópum, sem vill berjast fyrir og vinna að markmiðum samtakanna." Stjórn félagsins skipa: Bragi Jósepsson formaður, Inga Birna Jónsdóttir varaformaður, Gunnlaugur Stefánsson ritari, Hulda Björnsdóttir gjaldkeri. Aðrir í stjórn eru: Alfreð Gíslason, Gísli G. Isleifsson, Páll Skúli Halldórsson, sr. Sigurður Haukur Guðjónsson og Sigvaldi Hjálmarsson. Stjórnin hefur þegar hafið margvíslegan undirbúning að starfsemi félagsins, m. a. með skipun nefnda og vinnuhópa, sem starfa munu með stjórninni að hinum ýmsu málum. Fyrst um sinn, meðan félagið hefur ekki sett á fót skrifstofu, geta þeir, sem áhuga hafa á markmiðum félagsins, skrifað til islenskrar réttarverndar, póst- hólf 4026, Reykjavík og fengið þar allar almennar upþlýsingar um starfsemi og áform félagsins. Aldurstakmark er 18 ár og árgjald kr. 500,00. (Fréttatilkynning.) FRÁ AÐALFUNDI DÓMARAFÉLAGS ÍSLANDS Dómarafélag Islands er í raun landssamband dómara, þó með einstaklings- aðild. Félagsmenn þess, aðrir en hæstaréttardómarar, eru jafnframt félagar ýmist í Sýslumannafélaginu eða Dómarafélagi Reykjavíkur. I Sýslumannafé- laginu eru þeir félagsmenn D.I., sem að verulegu leyti sinna stjórnsýslustörf- um, þ. e. sýslumenn, bæjarfógetar, lögreglustjórar, tollgæslustjóri og tollstjóri, en í Dómarafélagi Reykjavíkur eru þeir, sem að aðalstarfi sinna dómstörfum, þ. e. borgardómarar, sakadómarar og borgarfógetar í Reykjavík og héraðs- 195
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.