Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1979, Síða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1979, Síða 37
svo, að útgerðarmaður beri hreina hlutlæga ábyrgð á slysinu, enda má til sanns vegar færa, að galli á hönnun hleraeyrans hafi valdið slysinu. Það að hvorki er minnst á sök í hæstaréttardóminum né sér- atkvæðinu styður þennan skýringarkost. (Að áliti héraðsdóms varð slysið hvorki rakið til handvammar né mistaka.) I máli þessu virðist bótaregla 13. gr. siglingalaga nr. 56/1914 ekki hafa borið á góma, sbr. nú 8. gr. siglingalaga nr. 66/1963. Hrd. 1964, 268 og Hrd. 1968, 132. „Geislahitunarmdlin“. Um mál þessi hefur verið fjallað annars staðar.27 Má að mestu vísa til þess, er þar greinir. Hér skal aðeins minnt á, að Geislahitun h.f. var í fyrri dóminum sýknað m.a. með vísun til þess, að eigi þótti vera fyrir hendi ,,það réttarsamband,“ er veitti hinum slasaða verkamanni rétt til bóta úr hendi Geislahitunar. Þessi orð dómsins verða ekki túlkuð svo, að samningssamband tjónþola og Geislahitunar h.f. eitt sér hefði getað veitt tjónþola skaðabótarétt á hendur félaginu. Áfellisdómurinn á hendur hinum aðilanum, sem tjónþoli krafði um bætur, ber ekki vitni um víðtækari bótaskyldu en felst í reglunni um vinnuveitandaábyrgð. 1 stuttu máli sagt veitir ekkert í þessum dómum tilefni til að ætla, að aðilar, sem hér koma við sögu, beri hlutlæga ábyrgð gagnvart starfsmanni, er slasast af völdum yfirsjónar eða vanrækslu sjálfstæðs þriðja aðila. Hrd. 1965, 296. „Múraraneminn" Ibúðarhús var í smíðum fyrir D. Múrarameistarinn J tók að sér múrverk við húsið og D fékk trésmíðameistarann Þ til að „stjórna trésmíðavinnu við bygginguna.“ Múraraneminn H slasaðist, er langband í verkpalli brast undan honum og hann féíl niður rúmlega 2 m. H höfðaði mál til greiðslu bóta fyrir slysið. Vérkpallurinn var smíðaður úr mótatimbri hússins, nema uppistöður, en þær fékk D að láni annars staðar. Langbandið, sem bi’otnaði, var mjög kvistótt og hafði gefið sig um tvo áberandi stóra kvisti. Slysið varð rakið til þessa galla langbandsins og þess, að of langt var á milli uppistöðustólpa. D hafði ráðið iðnaðarmenn með fullum réttindum til að standa fyrir húsbýggingunni. Varð honum ekki gefin sök á hvernig fór, enda venjulegt í byggingariðnaði að nota mótatimbur í verkpalla. Var D því sýknaður. Þ var dæmdur bóta- 27 Arnljótur Bjömsson, Tengsl vinnuveitanda og starfsmanns, bls. 66—9. 193

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.