Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1979, Síða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1979, Síða 40
manna sinna að stjórna verkinu. Héraðsdómari víkur ekki að því, hverjum verði kennt um skort á verkstjórn. Hæstiréttur sýknar smið- inn, og hefur rétturinn því litið svo á, að slysið yrði eigi rakið til ófull- nægjandi verkstjórnar af hendi smiðsins, en ekki er ljóst, hvort það var álit héraðsdómarans. Er héraðsdómur í þessu máli því ekki eins eindregið og öruggt dæmi um hlutlæga ábyrgð vinnuveitanda á verkum þriðja manns og héraðsdómurinn í fyrra málinu. I þessu máli tekur Hæstiréttur afstöðu til hinnar hlutlægu bótareglu, sem hér um ræðir. Hann sýknar smiðinn sökum þess, að smiðurinn taldist hvorki bera ábyrgð á hleðslu sementspokanna né á afgreiðslu varnings í vörugeymslu annars aðila. Starfsmenn smiðsins höfðu að sjálfsögðu ekki hlaðið pokastaflann og ekki réðu þeir því, hvernig vinnuaðstæður voru í húsakynnum kaupfélagsins. Gat smiðurinn því ekki orðið bótaskyldur vegna athafna eða athafnaleysis starfsmanna sinna vegna greindra atriða. Skilyrði vinnuveitandaábyrgðar voru með öðrum orðum ekki fyrir hendi og Hæstiréttur hafnar skýrt og skorin- ort víðtækari ábyrgð. Kaupfélagið var tvímælalaust sjálfstæður fram- kvæmdaaðili gagnvart smiðnum. Dómurinn samrýmist því vel megin- reglunni um, að menn beri ekki ábyrgð vegna skaðaverka sjálf- stæðra verktaka. Síðastgreind tvö vinnuslys eru um margt sambærileg. Þau má kenna gáleysi þriðja manns, sem ekki er starfsmaður vinnuveitanda tjónþola. Bæði slysin verða vegna skorts á öryggisráðstöfunum. 1 fyrra málinu er að vísu ekki um að ræða brýnt brot á settum réttarreglum,28 en vanbúnaður vinnutækja var tvímælalaust orsök slyssins. 1 héraðsdómi í síðara málinu er vísað til 1. mgr. 24. gr. laga nr. 23/1952, en það ákvæði er mjög almennt orðað.29 Ákvæðið leggur því engar sérstakar skyldur á þann, sem hefur með slíkt að gera umfram það, sem leiðir af sakarreglunni. 1 báðum tilfellunum slasast launþegi á vinnustað. Reyndar slasast aðeins annar maðurinn, múraraneminn, þar sem hann vinnur venjulega. Hinn meiðist í húsi sem hann á tiltölulega stutt er- indi í vegna vinnu sinnar. E.t.v. kemur til greina að gera mun á ábyrgð vinnuveitanda vegna ófullnægjandi eða hættulegra aðstæðna á slys- stað eftir því, hvort vanbúnaðurinn eða öryggisskorturinn, sem slysi veldur, er á venjulegum (,,föstum“) vinnustað eða á stað, þar sem inna þarf af hendi minni háttar verk, sem ekki tekur langan tíma. Það 28 Sérstök reglugerð um öryggisráðstafanir við byggingavinnu mun ekki hafa verið sett fyrr en 1972, sjá rg. nr. 204/1972. í henni er m.a. kveðið á um gerð verkpalla. 29 I tilvitnuðu ákvæði segir: „Sé hætta á falli . .. vörustafla eða annars þess háttar, skal gera nauðsynlegar öryggisráðstafanir, svo að eigi sé hætta á slysurn á mönnurn." 196

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.